Sagnir - 01.04.1980, Síða 77
próf í einni grein getur gert
það á tvo vegu. Hann getur ann-
að hvort tekið grunnfagspróf
fyrst og síðan aukið við einu
misseri og tekið mellomfags-
próf eða farið beint í "mellom-
fag" og tekið það í einu lagi.
Boðið er upp á ýmsa möguleika
hvað val á námsefni varðar.
Nemandinn setur upp sína eigin
stundatöflu á hverju misseri út
frá þeirri kennslu sem boðið er
upp á og ákveður sitt eigið nám.
Mellomfagsnámið á að gefa nem-
endum gleggri innsýn inn í hina
sögulegu þróun og auk þess þau
vandamál sem sagnfræðingurinn
fæst við. Þetta er gert með
meira námi, rannsóknum á þrengri
tímabilum og rannsóknum á helm-
ildum og fræðiritum sem fjalla
um söguleg vandamál eða viðfangs-
efni.Námsefnið fyrir"mellomfag"
skiptist í tvennt: Ar.nar hlut-
inn er sameiginlegur grunnfaginu
en hinn hlutinn er sérstakt
mellomfagsnámsefni. Af sérstöku
mellomfagsnámsefni skal nemand-
inn velja eitt af eftirtöldum
tímabilum: 1) Grikkir og ná-
búar þeirra frá um 550 til um
200 f. Kr. og Rómverjasaga frá
um 200 f. Kr. til 337 e. Kr.
2) Um 500 - 1300. 3) Um 1300 -
1600. 4) Um 1600 - 1780.
5) Um 1780 - 1870. 6) Um
1870 - 1940. 7) Um 1940 - 1960.
A-námsefni fyrir það tímabil,
sem nemandinn hefur kjörið sér,
felur í fyrsta lagi í sér allar
bækurnar sem lesnar eru til
grunnfagsprófs. Að auki er nem-
andanum ætlað að lesa sagnfræði-
leg verk upp á um 600 - 700 bls.
sem viðbótarnámsefni. Kennari
getur heimilað einstökum nemend-
um að lesa til prófs námsefni að
eigin vali sem tengist kennslunni
sem er í boði.
B-námsefni. Þá er lesið eitt
meiri háttar sagnfræðirit sem er
gjarnan ævisaga merks manns eða
yfirlit yfir ákveðið tímabil í
sögu einhvers stórveldis. Ef
B-námsefni telst sérstaklega
þungt aflestrar þarf það ekki að
vera jafnlangt. 1 stað
aðgreindra sérefna í almennri
mannkynssögu er hægt að velja
sér námsefni af samsvarandi
þyngd í útálfusögu.
1 Norðurlandasögu skal nemand-
inn velja eitt eftirtalinna tíma-
bila: 1) Frá því um 400 f. Kr.
til um 1050 e. Kr. 2) Um 1050 -
1319. 3) Um 1300 - 1600.
4) Um 1550 - 1800. 5) Um
18oo - 1884. 6) Um 187o - 194o.
7) Um 193o - 196o. 1 Norður-
landasögu verða nemendur að
velja tímabil sem svarar til
þess sem hann valdi í mann-
kynssögu. Nemandi sem velur
mannkynssögu sem námsefni í
útálfusögu er frjálst að velja
sér tímabil í Norðurlandasögu.
Auk undirstöðubókanna er lesið
sem A-námsefni úrval úr sagn-
fræðiritum, samtals 6-7oo bls,
B-námsefni greinist í 11 skyldu-
námsefni sem allir eiga aðlesa
er taka umrætt tímabil, 21 val-
frjálst námsefni, meiriháttar
sagnfræðiverk (monografi) eða
úrval úr fleiri smærri verkum
(um 15o bls.). Innan sértíma-
bils síns á nemandinn að kunna
skil á öllum helstu heimilda-
útgáfum.
1 sérefni sínu skal nemand-
inn kynna sér rækilega heimild-
ir og rit um afmarkað sagnfræði-
legt vandamál eða viðfangsefni.
Beinast þykir liggja við að velja
þetta efni úr norskrisögu en
þó ekki þannig að það falli
saman við grunnnámsefnið.
1 próftilkynningu verður
nemandinn að gera grein fyrir
því námsefni sem hann hefur val-
ið sér og þeirri kennslu sem
hann hefur sótt. Próf eru tekin
á tvennan hátt. Þeir sem taka
mellomfagspróf beint, án þess
að byggja á grunnfagsnámi, taka
þrjú 8 tíma skrifleg próf. Eft-
ir skriflegt próf er tekið
munnlegt próf sem spannar yfir
allt námsefnið. Þeir sem taka
mellomfagspróf að undangengnu
grunnfagsnámi taka eitt skrif-
legt próf þar sem prófað er úr
sérefni mellomfagsnámsefnis þeirra.
Að afloknu skriflegu prófi
er nemanda gefin einkunn til
bráðagirgða og er hún síðan