Sagnir - 01.04.1981, Síða 10
8
var að veltast fyrir því til
ársins 1869. (Bailey, bls. 361-
362) .
Hin tilgátan er á þann veg
að Seward hafi sjálfur þaggað
málið niður, þegar deilurnar
£ þinginu um kaupin á Alaska
stóðu sem hæst. Hugsanleg
kaup á íslandi og Grænlandi
drógust inn í þær umræður og
voru notuð gegn kaupunum á
Alaska- Því var haldið fram
að íyrir dyrum stæðu kaup á
verðlausum löndum fyrir miklar
upphæðir (Dyer, bls. 265-266,
og The Congressiona1 Globe, 1.
julí 1868 bls. 3807-9) En þó
Seward hafi ekki viljað spilla
fyrir kaupunum á Alaska, hefði
verið hægt að taka málið upp
aftur eftir að Alaskamálið var
komið í höfn. Því verður að
telja að samningsrofið við
Dani hafi valdið mestu að ekki
var leitað frekar til þeirra.
1 byrjun árs 1869 ritar
Jón Sigurðsson Eiríki Magnós-
syni í Cambridge bréf þar sem
segir in . a . :
Einnig ber að geta þess að
áhrif Bandaríkjamannna á Norð-
ur-Atlanthafi voru mjög lítil
á þessum tíma. Bretar voru
lang áhriíamestir og breyting.-
ar á stöðu íslands og Græn-
lands vörðuðu þá miklu. Walk-
er víkur hvergi í innganginum
að skýrslunni að hugsanlegum
viðbrögðum Breta, þó hann
hugsi til þess að hrekja þá
frá Kanada. Peirce víkur
aftur á móti að.þessu í loka-
orðum skýrslunar. Hann telur
stöðu íslands og Grænlands
hliðstæða stöðu Nova Scotia
og New Brunsvik ( á austur-
strönd Kanada). Niðurstöður
Peirce eru tvíþættar, hann
heldur fram mikilvægi íslands
og Grænlands, en varar jafn-
framt við að ógna Bretum
(Peirce, bls. 51-52). Þýðingu
þessa atriðis er erfitt að
meta, því aldrei reyndi á það.
En svo vikið sé aftur að
bréfi jóns er greinilegt að
hann telur að hér búi full
alvara að baki, og segir:
Vitneskja Islendinga um
skýrslu Peirce
... hafið þér nokkurn át-
/eg til að ná i skýrslu um
(sland og Grænfand eptir
einhvern B.M. Peirce í
Aineríku, /.../ en hún á að
vera samin fyrir stjórnina
í Ameríku, í því skyni að
þeir vildi kaupa ísland og
Grænland af Dönum. Það
væri gaman að geta fengið
Exemplar af þessari skýrslu,
ef það væri mögulegt. (Lbs.
2184, 4 to . )
Jón segir að vitneskja sín um
þessa skýrslu sé komin úr í'erða-
bók um Alaska eftir Frederik
Whymper. Ferðabókin kom út
í London síðari hluta árs 1868
eða stuttu eftir að skýrsla
Peirce kom út. Er skýrslunar
getið í formála. (F. Whymper,
bls.viii)
Eiginlega ætti maður að geta
exploiterað sjálft Planið,
því alltaf eru Danir í aðra
röndina að sleikja útum
eftir peningum og eru svo
hjartanlega fegnir að selja
St. Thomas. Það er nú svo
sem auðvitað, að við mundum
aldrei fara þangað, sem þeir
vilja selja okkur, en þess-
konar væri uppsagnarsök, og
hefðum við svo hauk í horni
til að ná andvirði Bjelke-
jarðana með leigum og leigu-
leigum, það væri svo sem 50
mil. dala, auk annara pinkla,
þá væri það gaman, í hið
minnsta að hræða þá með því.
(Lbs 2184, 4 to.)
Jón veltir hér fyrir sér
þeirri hugmynd (þó í gamni) að
íslendingar nytu fulltingis