Sagnir - 01.04.1981, Síða 13
11
Bragi Guffmundsson og
#■
Ingólfur A. Jóhannesson.-
Sagan og grunnskólinn
Við höfum um nokkurt skeið
haft áhyggjur af stöðu sögu
sem námsgreinar í grunnskólum,
einkum í efstu bekkjunum.
I Aðalnámskrá grunnskóla,
Samfélagsfræði,frá því í ágúst
1977 er gerð grein fyrir áætlun-
hm um uppbyggingu náms og kennslu-
efnis í samfélagsfræðiQ 1 henni
er gert ráð fyrir samþættingu
sögu,landafræði,félagsfræði
°g e.t.v.fleiri greina(sem nú
eru^yfirleitt ekki kenndar, s.s.
stjórnmálafræði) í eina grein;
samfélagsfræði. Þessi samþætting
er t>ó skammt á veg komin í
efstu bekkjum grunnskólans og
víða eru landafræði og mann-
kynssaga kenndar sem tvö aðskil
in fög af tveimur kennurum.
Þegar þetta er ritað eru heldur
ekki fáanlegar aðrar kennslu-
bækur um mannkynssögu til nota
í þessum bekkjum en löngu úr-
eltar bækur Jóns R.Hjálmarsson-
ar og ólafs Þ.Kristjánssonar,
sem m.a.eru úreltar fyrir þá
sök að í þeim er nánast ekkert
fjallað um sögu síðustu 30 ára.
Um stöðu sögunnar innan sam-
félagsfræðinnar verður ekki
fjölyrt að sinni en bent á
fyrrnefnda námskrá.
Val í 9.
Námsgreinar í 9.bekk skipt-
ast í tvo hópa; kjarnafög og
valfög. í kjarnanum eru íslenska,
danska,enska,stærðfræði og
^þróttir og eru kenndar í þess-
Þm greinum ríflega 20 stundir
a viku. Valið er svo tvenns
honar. Annars vegar velja
aemendur um tvö "kjörsvið";
samfélagsfræði og raungreinar
^lrffræði,eðlisfræði) eða taka
Pau bæði. Kenndar eru 4 viku- •
stundir á hvoru svið og til-
bekk grunnskola
heyrir annað kjarnanum. Hins
vegar velja nemendur sér stakar
valgreinar,s.s.þýsku,bókfærslu,
vélritun,radíóvinnu,smíðar eða
matreiðslu svo eitthvað sé
nefnt. Nú orðið munu nemendur
sem aðeins taka annað kjörsvið-
ið yfirleitt látnir velja bók-
færslu og vélritun sem "bundið"
val. Koma þar til skipulags-
ástæður auk þess sem reynslan
hefur sýnt að margir velja þess
fög hvort sem er.
Tilgáta um stöffu
Við höfum grun um að sam-
elagsfræðin standi mjög höll-
Um fæti^í grunnskólanum(og
e“t.v.víðar) hvað snertir
^rrðingu en erfitt er að greina
^ar a milli landafræði og sögu
egna þess hvernig valinu er
samfélagsfræffi
hattað.Við höldum að samfélags-
fræðin sé talin léttari en raun
greinarnar og í hana fari þeir
9.bekkjar nemendur sem að jafn-
aði hafi lægri einkunnir upp
úr 8.bekk en þeir sem velja
raungreinar.