Sagnir - 01.04.1981, Side 14
12
Könnun í grunnskólum haustió 1978
Haustið 1978 gerðu nokkrir
uppeldisfræðinemar könnun á
aðgreiningu nemenda í grunn-
skólum,einkum með tilliti til
einkunna þeirra og valgreina.
í þessari könnun komu fram upp-
lýsingar sem okkur finnst ekki
rétt að liggi í þagnargildi því
þær varpa nokkru ljósi á til-
gátu okkar um stöðu samfélags-
fræðinnar.
Hópurinn athugaði einn ár-
gang skólabarna í þrem grunn-
skólum í Reykjavík,m.a.val á
kjörsviðum.Skólarnir þrír voru
Hagaskóli,Hólabrekkuskóli og
Æfinga- og tilraunaskóli KHÍ.
Þeir voru valdir með tilliti
til þess að þeir væru ólíkir.
Hagaskóli er í gömlum borgar-
hlutaj Æfingaskolinn raunar
líka en er nokkurs konar til-
raunaskóli; og Hólabrekkuskóli
er í ungu hverfi og því án
ýmissa hefða sem einkenna eldri
skóla. Þangað komu líka nemend-
ur úr 8.bekk Fellaskóla þannig
að könnunin náði til þeirra
nemenda þessara fjögurra skóla
sem luku námi úr S.bekk grunn-
skóla vorið 1978 og héldu áfram
náini veturinn 1978-79. Fjöldi
nemenda var sem hér segir:
Hólabrekku- og Fellaskóli 173
Hagaskóli 153
Æf ingaskólinn ____________73
Alls 399 nem.
Fjöldi pilta og stúlkna var
áþekkur og einkunnarmunur milli
þeirra óverulegur.
Nemendum var skipt í 3
flokka eftir einkunnum og spanna
þeir eftirfarandi svið á tuga-
skala:
I.einkunn jafngildir 8,0-10
Il.einkunn jafngildir 6,0- 7,9
Ill.einkunn jafngildir - 5,9
í einum skólanna,Æfingaskólan-
um,var nokkuð um að einkunnir
væur gefnar í bókstöfunum A-E.
í þeim tilvikum var hver bókstaf-
ur látinn tákna tvö bil á tuga-
skala(A 8,0 - 10, B 6,0 - 7,9,
o.s.frv.) og síðan reiknað með að
tölugildi hvers bókstafs lægi á
miðju bilinu, þ.e. að A táknaði
9,0, B táknaði 7,0, o.s.frv.
(Þessum bókstafaeinkunnum má ekki
rugla saman við raðeinkunnir á sa
ræmdu prófunum í 9. bekk). Við ui»'
reikninginn myndaðist óh jákvæmi le£‘
nokkur tölfræðileg óvissa en ðhjá'
kvæmilegt var að komast hjá því ef
hægt átti að vera að nota upplýs-
ingarnar.
A