Sagnir - 01.04.1981, Page 17
15
Aff yfja sér wiff fróffleikinn
Oft hefur verið við brugðið
áhuga íslendinga á alþýðlegum
fróðleik og sögulegu efnia Frá
landnámsöld hafa Frónbúar yljað
sér við fróðleikinn og hafa
gegnum aldirnar verið iðnir við
að kasta sprekum á eld fróðleiks-
fýsnarinnar.
Logar bálsins hafa sjaldan
teygt sig hærra en einmitt nú,
ef marka má þann aragrúa bóka
Um þjóðlegan fróðleik, sem út
koma hvert ár.
Fæstir þeirra manna, sem
tekið hafa að sér að svala
fróðleiksþorsta almennings,
^afa haft mikla menntun að baki.
Það er ekki fyrr en seinustu
aratugi sem háskólamenntaðir
sagnfræðingar hafa geyst fram
a ritvöllinn og bætt viði á
eldinn. t>ví miður hafa bútar
þeirra oft brunnið illa, á
sama tíma og eldiviður hinna
litt menntuðu hefur logað
glatt.
Hvers vegna skyldu bækur
svokallaðra alþýðufræðimanna
ná betur til almennings en
verk háskólamenntaðra sagn-
fræðinga? Eru verk hinna lærðu
leiðinlegri aflestrar, stíll
þeirra fráhrindandi, umfjöllun
óaðgengileg og efnisval lítt
aðlaðandi? Eða er það kannski
allt þetta? Hefur meirihluti
sagnfræðinga e.inangrað sig í
fílabeinsturni fjarri fróð-
leiksfúsri alþýðu?
En hverjir eru þessir al-
þýðufræðimenn eiginlega, sem
um langan aldur hafa fengist
við að brynna almenningi af
brunni þjóðlegs fróðleiks? Er
yfirleitt unnt að skilgreina
hugtakið "alþýðufræðimaður" og
fella ákveðinn hóp manna undir
það? Og hvaða augum líta há-
skólamenntaðir sagnfræðingar
á verk aiþýðufræðimanna?
Þessum spurningum og ýmsum
fleiri þeim tengdum er ætlunin
að reyna að svara á eftirfar-
andi síðum. Hvernig til hefur
tekist verður hver að svara
fyrir sig en við vonum að les-
endur verði einhverju nær um
hvað við er átt með hugtakinu
"alþýðufræðimaður".