Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Page 54

Sagnir - 01.04.1981, Page 54
52 fyllt þessi skilyrði var skipað að ráða sig sem hjú hjá bændum. Ljóst er að ýmsir stunduðu lausamennsku án þess að geta uppfyllt margnefnd skilyrði. Það var þetta lausafólk sem lög- gjafinn beindi spjðtum sínum að og reyndi að uppræta, Hinir "löglegu" lausamenn voru hins vegar líklega óhultir og gátu farið frjálsir ferða sinna án afskipta löggjafans, Um búðsetumenn er það að segja að ýmsum þeirra sem ekki gátu uppfyllt eignaskilyrði Pín- ingsdðms tókst það um tíma með aðstoð erlendra útgerðarmanna. Þegar erlendri útgerð voru veitt- ar nábjargirnar á 5. áratug 16. aldar var fótunum kippt undan eignalitlum búðsetumönnum er þeir gátu ekki lengur beitt fyr- ir sig eignum útlendinga. Búð- setumenn voru nú beygðir undir íslenska jarðeigendur eða út- gerðarmenn á snærum konungs. Búðsetumenn og lausamenn voru þær stéttir, sem hæglega hefðu getað lagt grunninn að þorpúm eða bæjum á Islandi ef skikkanlega hefði verið að þeim búið. Slíku var þó ekki að heilsa. Engin þorp eða bæir risu upp hér á landi á því tímabili, sem hér er um fjallað. Ætti það ekki að koma á óvart ef höfð er í huga sú saga búðsetu og lausamennsku, sem í stórum dráttum hefur verið rakin hér að framan. Stéttirnar tvær voru ávallt nokkuð utan- garðs í hinu einhæfa, íslenska landbúnaðarþjóðfélagi og löggjaf- inn leit þær yfirleitt hornauga. Þegar valdastéttunum virtist sem búðseta og lausamennska stefndu hagsmunum sínum í voða var brugðið skjótt við og reynt að hindra frámgang stéttanna tveggja. Búðsetumönnum og lausa- mönnum var aldrei veitt nægilegt svigrúm til að geta lagt grunn- inn að þorpa-eða bæjamyndun á íslandi. Stöðugar árásir hinna ráðandi stétta og fjandsamleg löggjöf ollu því að ávallt voru kæfðar í fæðingunni tilraunir í þá átt. Heimildir Björn Porsteinsson: fslensk mig- aldasaga, Reykjavik 1978. Guðbrandur Jónsson: Frjálst verka- fólk á Islandi fram tii siða- skipta og kjör þess, 1932-4. Þorkell Jðhannesson: Die Stellung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahr- hunderts, Rv. 1933. Grágás. Gefin út af Vilhjálmi Finsen, Jónsbðk. Gefin út af Olafi Hall- dórssyni, Kaupmannahöfn 1904. fslenzkt fornbréfasafn(Diplomat- arium Islandicum) Alþingisbækur fslands. Tilvitnanir 1) Björn Þorsteinsson, 253. 2) Þorkell Jóhannesson, 192. 3) Björn Þorsteinsson, 253. 4) Sami, 245. 5) Sami, 245. 6) Grágás 1I(Staðarhólsbók), 145-6, 7) Þorkell Jðhannesson, 157. 8) Sami, 158. 9) norkell Jðhannesson,. 159-60 og Grágás Ia(Konungsbók, fyrri deild), 128-132. 10) Þorkell Jóhannesson, 158-161 11) Guðbrandur Jónsson, 131-2. 12) Jónsbók, 234. 13) Þorkell Jðhannesson, 194. 14) Sami, 196. 15) Björn Þorsteinsson, 254, 16) DI (fslenzkt t'ornbréfasaf n) II, 8-10 og 393-4, 17) DI II, 859-60. 18) Guðbrandur Jónsson, 145-7. 19) DI II, 860. 20) DI VI, 283. 21) Sama, 704-5. 22) Þorkcll Jóhannesson, 170, 23) Sami, 170. 24) Björn Þorsteinsson, 255. 25) Sarai, 345. 26) DI VIII, 510-11 27) DI IX, 580. 28) Þorkell Jóhannesson, 173-4. 29) DI X, 384-5. 30) Sbr. t.d. Alþingisbækur ís- lands V, 540-541.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.