Sagnir - 01.04.1981, Page 60
58
Trausti Einarssoii:
Punktar um sögunám
á la franpaise
Sagnir fóru þess á leit við
mig að gera einhverja samantekt
á tilhögun sögunáms í Frakk-
landi. Það skal tekið fram að
frásögnin er miðuð við Parísar-
háskóla, nánar tiitekið Uni-
versitl Paris VII ("Jussieu").
Er þessi stutta tala gerð með
því markmiði að geta orðið
eitthvert innlegg í þá umræðu
sem á sér stað um skipulags-
form sagnfræðináms við Háskóla
íslands.
Milli ára skiptist námið
þannig, að eftir tvö ár ljúka
nemendur fyrst D.E.U.G. —"LE
DIPLOME D'ETUDES UNIVERSITAIRES
GENERALES". Er það nám tví-
þætt: annars vegar er lokið
við aukagrein, og hins vegar
árs námi í aðalgrein, þ.e.
sagnfræði. Á þriðja ári er
lokið við LICENCE (B.A.) í
sagnfræði einni. Fjórða ári
MAITRISE (Magister) og/eða
CAPES, en það síðarnefnda er
samkeppnispróf, ætlað frönskum
ríkisborgurum er hyggjast
leggja stund á kennslu. Fimmta
ári AGREGATION eða D.E.A.,
það fyrrnefnda er einnig sam-
keppnispróf um kennslustöður,
en það síðarnefnda forpróf
að doktorsnámi. Á sjötta 'ári
hefja nemendur síðan undir-
búning doktorsritgerðar,
þ.e.a.s. ef náminu hefur verið
fylgt eftir rneð ofangreindum
hraða.
Fyrstu þrjú árin þurfa nem-
endur að ljúka við tiltekinn
fjölda kúrsa sem samsvarar 30
U.V.»»(UNITÉ DE VALEUR), þ.e.
30 einingum. Eðlilegur náms-
hraði er því álitinn 10 U.V.
á ári. Þessi fyrstu þrjú ár
er nemendum ætlað að ljúka 3
kúrsum í miðaldar- og fornald-
arsögu, einum kúrs í aðferða-
fræði og öðrum í saijitímasögu.