Sagnir - 01.04.1981, Qupperneq 68
66
Li?ta,safn,
Haskola Islands
Við afhendingu prófskírteina
28. júní á síðastliðnu ári
lýsti Háskólarektor, Guðmunður
Magnússon, yfir stofnun lista-
safns Háskóla íslanðs. Lista-r
safn þetta er að stofni til
hin veglega gjöf hjónanna
Ingibjargar Guðmunösdóttur og
bverris Sigurðssonar á 95 myndlist-
arverkum. Þar af 70 verk eftir
einn af merkarí málurum íslendinga
á þessari öld, Þorvald Skúlason,
en auk þess 25 verk eftir ýmsa af
okkar fremstu listamönnum, s.s.
Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðna-
son, Snorra Arinbjarnar, Gunnlaug
Scheving o.fl. Safn þetta er af-
rakstur af listaverkasöfnun þeirra
hjóna, Sverris og Ingibjargar, um
áratugi og er hið merkasta sinnar
tegundar um feril Þorvalds Skúla-
sonar. Þegar við stofnun safnsins
var þv' tryggður öruggur rekstrar-
grundvöllur, þar. sem til þess á
að renna 1<?. af þeirri f járhæð sem
varið er til nýbygginga á vegum
Háskólans. Safninu verður til
bráðabirgða komið fyrir ' Hugvís-
indahúsinu, sem nú er verið að
reisa milli árnagarðs og Norræna
hússing, en si’ðar tryggð framti’ð-
araðstaða ' fyrirhuguðu Safnahúsi
við austanverða Oddagötu.
Forsögu þessarar merku gjafar
og stofnunar safnsins má rekja
aftur til árs’ns 1977, en þá um
veturinn sótti Sverrir tíma '
listasögu við Háskólann, þar sem
hann hreifst að kennslu Björns
Th. Björnssonar. Þau hjónin Sverrir
og Ingibjörg töldu rétt að ráðstafa
hinu merka listaverkasafni sínu á
þann hátt að sem flestir mættu
njóta. Fór Sverrir þess á leit við
Björn aðhann yrði þeim ráðgefandi
um hvernig best mætti koma slíku
við. Kom Björn þá með hugmyndina
að stofnun Listasafns Háskólans,
sem enn fremur yrði rannsóknar-
stofnun í íslenskri myndlistarsögu,
hliðstætt vi ð líkar stofnanir á
svið.i örnefna, bókmennta, þjóð-
fræði, sagnfræði o.fl. Þótti
Sverr.i hugmyndin góð og bauð hann
Háskólanum gjöf sína með þeim
skilyrðum að slíkt safn yrði stofn-
að og því tryggður rekstrarsjóður
og frambúðarhúsnæði. Enn fremur
skyldi mynduð sérstök deild innan
safnsins með listaverkum Þorvalds
Skúlasonar, er bæri nafn listamanns-
ins, svo og að safnið yrði haft
aðgengilegt fyrir almenning og
til rannsókna íslenskrar myndlist-
arsögu.
Þann 28. jún' 1980 var s'ðan
opinberlega lýst yfir stofnun
li stasaf nsi.ns og opnuð sýn.ing á
verkum þess. Stóð sýningin yfir
í Hátáðarsal skólans í röskan mán-
uð og hlaut almennt lof listgagn-
rýnenda, sem bundu við það miklar
vonir, jafnt sem rannsóknarstofnun
og sýningarsafn. Safnið er nú '
geymslu ' árnagarði uns bráðab’rgða-
húsnæðið verður tilbúið, sem verð-
ur væntanlega innan tveggja ára.
Samkveemt upplýsingum ritara stjórn-
ar safnsins, Björns Th. Björnssonaih
námu tekjur þess á síðasta ári um
9 milljónum (gkr.) og var hluta
þess fjár varið til kaupa á 12
nýjum myndum. Ráðstöfunarfé safns-
ins mun þó væntanlega margfaldast