Sagnir - 01.04.1981, Page 69
67
á komandr árum og líklega nema
tugmilljónum gamalla króna (hund-
ruðum þúsunda nýkróna) á ári hverju.
Sem fyrr segir var ein af upp-
runalegu hugmyndum hjónanna með
gjöfinni sú að komið yrði á fót
rannsóknarstofnun í íslenskri
myndlist, samhliða safni, sem opið
yrði almenningi. Skyldi því hluti
af ráðstöfunarfé safnsins renna
til rannsókna á íslenskri myndlist.
Til að tryggja safninu rekstrar-
afkomu sótti rektor til fjármála-
yfirvalda um undanþágu þeirra á-
kvæða, þar sem segir að af ný-
byggingarfé skólans mætti verja
til skreytinga bygginganna, en í
stað þess rynni sú fjárhæð til
listasafnsins. Segir í samræmi
við það í stofnskrá safnsins:
"Tekjum safnsins skal varið til
varðveislu þess og viðhalds og
kaupa á listaverkum." Enn fremur
segir í stofnskránni að hluti
safnsins skuli að jafnaði aðgengi-
legur fyrir almenning og að "þeir,
sem leggja stund á rannsóknir í
islenskri myndlistarsögu, skulu
hafa aðgang að þv', eftir þv' sem
við verður komið." A hinn bóginn
Setur þess hvergi að nota megi
táðstöfunarfé safnsins til beinna
rannsókna á íslenskri myndlistar-
sögu.
Ljóst mun nú að er fram líða
stundir verði listasafn Háskólans
fjársterkasta safn sinnar tegundar
°g er hastarlegt að vita til þess
að öllu þv' fé muni varið til
listaverkakaupa en engu í rannsókn-
ir eins og hæfir best slíkri
stofnun sem Háskólinn er. íslensk
myndlistarsaga er lítt plægður akur
þar sem ótal verkefni bíða úr-
lausnar og vær.i unnt að leysa mörg
þeirra fyrir l'tinn hluta þeirrar
fjárhæðar sem safnið kemur til
með að hafa t.il umráða. Eitt af
þeim verkum, sem e.t.v. er mest
aðkalland’ , er he.imildasöfnun um
hina öldnu meistara okkar og verk
þeirra. Þessir listamenn geta enn
greint frá ferli sínum og starfi,
en að nokkrum árum liðnum, er þeir
munu horfnir á braut, kann slíkt
verk að fela í sér margfalda vinnu
og tekst líklega aldrei eins vel
og hefðu þeir verið lifandi. Að
auki liggja svo fyr.ir frumherja-
verk á öllum sviðum íslenskrar
myndlistar.
í ávarpi því sem rektor flutti
við opnun fyrstu sýningarinnar á
listasafni Háskólans, lét hann m.a.
eftirfarandi. orð falla: "Þótt blóm-
legt sé um að l.itast, þegar horft
er yfir urtagarð Háskólans á líð-
andi stund, og þar margt unnið og
að ýmsu hlúð, hlýtur það að vekja
athygli, að nær algjörlega hefur
verið sneitt hjá einhverju merk-
asta sviði mannsandans: listunum."
Þetta eru orð að sönnu. Listfræðsla
innan veggja Háskólans er næsta
smávægileg sem stendur og næg’r
eingöngu t'1 að veita nemendum
innsýn í sögu heimslistarinnar.
Engin kennsla er í íslenskri mynd-
list, þótt handhægt væri að koma
henni við, t.d. með námskeiðum á