Sagnir - 01.04.1981, Qupperneq 93
91
almenningur yrSi fyrir vegna
gengisfellingarinnar, en hún
þýddi hækkun framfærslukostnað-
ar„3 Með þetta atriði í huga
var einnig ákveðið að greiða
niður nokkrar þýðingarmiklar
neysluvörur, svo sem kornvöru,
kaffi og sykur„4
Takmarkinu um hallalausan
ríkissjóð skyldi náð með því
að koma á fót almennum sölu-
skatti í fyrsta sinn á íslandi,
átti hann að vega upp á móti
öðru tekjutapi ríkiskassans,
t,d, afnámi tekjuskatts,
Kitt það mikilvægasta í við-
reisnaraðgerðunum var ákvæðið
um haftaminni verslun, en ís-
lendingar höfðu ekki fylgt^
þeirri þróun í átt til frjáls-
legra viðskipta sem átt hafði
sér stað í Vestur-Evrópu á 6.
áratugnum, Afleiðing þessarar
stefnubreytingar varð mun meiri
og fjölbreyttari innflutningur
til landsins og þar af leið-
andi aukið vöruval.
Jafnvægi í peningamálum
skyldi nást með því að hækka
innláns- og útlánsvexti og
þannig átti að halda niðri eft-
irspurn eftir lánsfé innanlands
og draga þar með úr þennslu.
Þetta þýddi í raun ekkert annað
en samdrátt. í ákvæðinu um
afnám vísitölukerfisins fólst
að óheimilt yrði að láta laun
fylgja breytingum á fram-
færsluvísitölu. Átti það að
koma í veg fyrir víxlhækkun
kaupgjalds og verðlags. Þetta
atriði var mikill þyrnir í aug-
um verkalýðshreyfingarinnar og
átti sinn stóra þátt í því að
miðstjórn A.S.Í. lagði til að
efnahagsfrumvarp stjórnarinnar
yrði fellt.5
í ljósi þess að aðgerðir þess-
ar táknuðu viss umskipti á
stjórn efnahagsmala her á landi,
er ekki óeðlilegt að sú spurn-
ing vakni hvort þær hafi
átt einhvern þátt í hinum langa
setutíma Viðreisnarstjórnar-
innar, Heppnuðust þær í fram-
kvæmd?
Vilmundur Gylfason, sagn-
fræðingur og alþingismaður,
Jóhann Hafstein. þriðji og síðasti
forsætisráðherra Viðreisnar
sagði í blaðagrein að aðgerð-
irnar 1959-60 væru "skólabókar-
dæmi" um vel heppnaðar aðgerð-
ir,® Við svipaðan tón kveður í
forystugreinum Fjármálatíðinda
frá upphafi 6, aratugarins, en
þær eru eftir Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóra, Þar kemur
sú skoðun fram að ráðstafanir
til aukins frelsis í viðskipta-
og athafnaalífinu og þar með
opnara hagkerfis, hafi verið
ein af mikilvægustu forsendum
þeirrar hagsældar, sem var að
hefjast í landinu um þetta
leyti, Jóhannes telur Viðreisn-
arstjórninni það einnig til
ágætis að gætt hafi meira að-
halds og festu í peningamálum,
Agnar K1, Jónsson tekur í
svipaðan streng,^
Enginn vafi er á því að sum-
ar aðgerðirnar heppnuðust mæta
vel, eins og afnám bótakerfis
og niðurfelling haftanna, Það
er og ljóst að um þessar mund-
ir var að hefjast mrkið hag-
sældarskeið í sögu íslensku
þjóðarinnar. Rangt er samt að
telja hagsældina afleiðingu
aðgerðanna, Hins vegar má færa
að^þvi gild rök að góðæri til
sjavar og sveita hafi verið
forsenda þess að aðgerðirnar
tokust jafn vel og raun bar
vitni. 1 því skyni má benda á
að rettum áratug fyrr (kringum