Sagnir - 01.04.1981, Page 94
92
1950) voru svipaðar ráðstafan-
ir reyndar, mta. var gengið
fellt tvisvar án þess að veru-
legur árangur næðist enda voru
skilyrði þá allt önnur og ðhag
stæðar i „ 8
Alþingiskosningarnar 1963 og 1967
Það er einsdæmi í íslenskri
stjórnmálasögu að ríkisstjórn
haldi velli í tveimur kosningum
í röð„ Það er einnig athyglis-
vert að í kosningunum 1963
bæta stjórnarflokkarnir tveir
samtals við sig 0,7<, atkvæða-
magns, því^það hefur verið
og er ennþá nánast ófrávíkjan-
leg regla að þeir flokkar,
sem um stjórnartauminn halda,
tapi fylgi„ Þess ber þó að
geta að allan tímann var þing-
meirihluti Viðreisnarstjórnar-
innar mjög naumur, eða aðeins
einn þingmaður í hvorri deild,
(þ.e„a„s„ eftir kosningarnar
1963).
í kosningabaráttunni 1963
bentu aðstandendur og stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar á ýmis-
legt, sem þeir töldu hana hafa
afrekað.® Þeir þökkuðu henni
að miklu leyti hinn bætta efna-
Viðreisnarstjórnin frá 1963-67
hag„ Aukin þjóðarframleiðsla
hafði í för með sér aukningu
kaupmattar og^almenn velmegun
var meiri en áður. Pólitískur
stöðugleiki hafði ríkt og sam-
starf milli stjórnarflokkanna
hafði verið gott og náið. Það
er eftirtektarvert að flokkarn-
ir virðast hafa komið sér saman
um að hleypa innbyrðis ágrein-
ingi ekki upp á yfirborðið.
Þeir komu því fram út á við
sem ein heild. Því má hins
vegar velta fyrir sér hvort
raunverulegur ágreiningur um
stefnumótun hafi verið til
staðar og þegar haft er í huga
hve samstarfið entist lengi er
freistandi að álykta að svo
hafi ekki verið.
önnur atriði voru einnig
nefnd Viðreisnarstjórninni til
ágætis. Ýmsar ráðstafanir
hefðu verið gerðar, er kæmu al-
menningi til góða. Var í því
sambandi bent á hækkun almanna-
trygginga og lækkun tekju-
skatts af almennum launum,
Því var og óspart haldið á
lofti að í kjölfar minni hafta
hefði vöruval aukist mjög.
Ekki skorti heldur gagnrýni
á Viðreisnarstjórnina„10 Bent
var á að gengisfellingarnar
1960 og 1961 hefðu haft í för
með sér miklar kjaraskerðingar„
Stórhækkun söluskatts hefði
aukið óréttlæti, þar sem með
honum væri neyslan.skattlögð,
án tillits til tekna, Verð-
bólgan hefði færst í aukana og
væri nú meiri en oftast áður.
Gagnrýni beindist einnig að
stjórninni fyrir samningana
við Breta í landhelgismálinu
1961 og fyrir áætlanir hennar
um aðild að EBE„ Og síðast en
ekki síst var henni borið á
brýn að hafa ekki nýtt hag-
stæð ytri skilyrði og góðæri
sem skyldi og að skipting hins
sívaxandi þjóðarauðs væri ekki
réttlát, kaupmáttur yxi ekki
í samræmi við aukinn þjóðarauð.
Ekki dugðu þessi rök, því
eins og áður segir, hélt stjórn-
in velli í kosningunum og bætti