Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Síða 95

Sagnir - 01.04.1981, Síða 95
93 við sig fylgi þótt eitt þing- sæti hafi tapast vegna óhags- stæðrar dreifingar, En hvað olli þessu? Það, sem án efa hefur mestu ráðið var bætt efnahagsástand þjóðarinnar. Efnahagur fólks hafði batnað og urðu flestir þess greinilega varir. Fólk hafði meira ráð- stöfunarfé milli handanna og aukna möguleika til að eyða því, Almenn velmegun hafði aukist. En mátti rekja þennan árang- ur til aðgerða stjórnarinnar? Svar við þessari spurningu hlýtur að verða neikvætt, Hag- stæð ytri skilyrði áttu þarna stærstan hlut að máli. Afla- magn landsmanna hafði aukist verulega og samfara því höfðu útflutningsverðmæti þjóðar- innar hækkað í verði á erlendum mörkuðum,11 Þetta góðæri hélst svo að segja allar götur fram til ársins 1967. Ekki má hins vegar horfa al- gjörlega fram hjá efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar, Ber þar fyrst og fremst að nefna frjálsari innflutning, en hann hafði í för með sér stóraukið vöruval og þegar slíkt varð samfara auknum kaupmætti ráð- stöfunartekna hlaut það góðar undirtektir. Alls óvíst er hins vegar hvaða áhrif það hefði haft ef lífskjör hefðu ekki batnað. Einhvers staðar las ég það í blaðagrein eftir óþekktan höfund að hvað sem um Viðreisnarstjórnina mætti segja, þá skyldi hann alltaf muna henni það að í hennar tíð urðu ávextir daglegt brauð, Sýnir þetta dsemi vel að afnám haftanna var vinsæl ráðstöfun, Afnám haftanna ásmt afnámi bótakerfisins voru án efa þær ráðstafanir sem best tokust, Eitt atriði, sem líklega hefur átt sinn þátt í að^ fólk ljáði Viðreisnarstjórn- inni frekar atkvæði sitt var að fólk vissi betur en oftast^ um hvað var kosið, Báðir stjórn- arflokkarnir gengu til kosn- inganna með þær yfirlýsingar að samstarfið myndi halda áfram ef stuðningur kjósenda fengist. Þetta voru flokkar, sem höfðu sýnt það og sannað að þeir gátu með góðu móti starfað sam- an og náð árangri, Minningin um ósamkomulagið innan Vinstri stjórnarinnar 1958 var fólki nógu vel í minni til að vera móttækilegt fyrir þeim rökum að óstjórn og ringulreið tæki við ef Viðreisn færi frá, Ekki verður hér farið neitt að ráði út í þróun mála 1963 til 1967, Þenslan í íslensku efnahagslífi hélt áfram á þessu tímabili og lífskjör héldu áfram að batna. Sem mælikvarða á aukna velmegun má nefna að bif- reiðaeign landsmanna tvöfaldað- ist og svipuð fjölgun átti sér stað um utanlandsferðir,12 í árslok 1966 var farið að draga ský fyrir sólu, en þegar gengið var til þingkosninga 1967 var lítið sem ekkert farið að bera á þeirri lífskjaraskerð- ingu og þeim samdrætti, sem í vændum var. Segja má að kosningarnar 1967 hafi gengið nokkuð líkt fyrir sig og þær, sem haldnar voru fjórum árum áður og þau atriði, sem stuðluðu að viðgangi Við- reisnar hafi verið nokkuð þau sömu, Þó verður ekki hjá því komist að minnast á klofnings- framboð Hannibals Valdimarsson- ar, Þessi klofningur innan Alþýðubandalagsins bar vott um óeiningu innan flokksins og hefur örugglega spillt fyrir stjórnarandstöðunni í heild og að sama skapi verið vatn á myllu Sjálfstæðisflokks og Alþýðufiokks, En hvernig skýrðu vinstri menn stöðuna í íslenskum stjornmálum eftir kosningarnar 1967? Hér verður stuttlega reynt að gera grein fyrir því og er aðallega stuðst við grein,^ sem birtist í tímarit- inu og er eftir Einar Olgeirsson,!3 Einar vill halda því fram að nkisstjórnin hefði getað og reyndar átt að falla á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.