Sagnir - 01.04.1981, Side 96
94
Viðreisnarstjórnin frá 1967-71
verkum^sínum ef rétt hefði ver-
ið á málum haldið, en klofn-
ingsbrölt Hannibals hafi átt
stærstan þátt í að svo varð
ekki„ Sú skoðun kemur fram að
uagstæð ytri skilyrði hafi ráðið
mestu um velgengni Viðreisnar
og að aðstandendum hennar hafi
tekist að breiða yfir þá erfið-
leika, sem fyrirsjáanlegir voru
Líklega hafi og sterk forysta
komið Sjálfstæðisflokknum til
góða. Einar taldi að Framsókn-
arflokkurinn væri ekki nægjan-
lega vinstrisinnaður, þannig
að breið samfylking gegn íhald-
inu væri óhugsandi. Fylgis-
aukning Alþýðuflokks er skýrð
þannig að stjórnarandstaðan
hefði einbeitt sér mun meira
að Sjálfstæðisflokknum. Nið-
urstaða Einars gseti þá verið
á þá leið að hér skorti þjóð-
lega vinstri-hreyfingu, sem
klekkt gæti á íhaldinu. Siíkt
væri því aðeins mögulegt að
framfarasinnuð öfl í Framsókn-
arflokknum og Alþýðuflokknum
tækju höndum saman við sósíal-
ista.
Þáttur efnahagsþróunar
Mikilvægustu skýringuna á
löngum setutíma Viðreisnar-
stjórnarinnar er að finna 1
mjög hagstæðri þróun efnahags-
mála fram til ársins 1967, sér-
staklega á árunum 1962-66. I
upphafi fyrsta kjörtímabils
síns átti stjórnin reyndar við
erfiðleika að etja og árið 1960
versnaði afkoma bjóðarbúsins
um tæp 12<?f,. ^ 1961 kemur í ljós
að viðreisnaraðgerðirnar höfðu
engan veginn dugað til að
vinna bug á þeim. Var gripið
til þess ráðs að fella gengið
í ágúst 1961 um 12$.15 ástæð-
ur voru aðallega miklar kaup-
hækkanir og verðlækkun á
lýsi og mjöli.
Þegar^gengið var til kosn-
inga í jum 1963 voru áhrif
þessara^erfiðleika að mestu
fjöruð ut, en hins vegar var
fólk farið að finna fyrir
jákvæðum áhrifum þess mikla
velmegunarskeiðs, sem við get-
um sagt að hefjist 1962. Það
má því með sanni segja að gæf-
an hafi elt stjórnina með því
að láta öldu erfiðleikanna
skella yfir landslýð í byrjun
kjörtímabilsins. Ekki var
uppákoman ósvipuð í kringum
kosningarnar 1967. Afleiðing-
ar afturkippsins, sem hófst
fyrir alvöru á þvíári, voru
að mjög litlu leyti farnar að
segja til sín þegar kjördag-
urinn rann upp.
En víkjum aftur að þennslu-
skeiðinu 1962-1966. I hverju
fólst það? Hér var fyrst og
fremst um að ræða aukið aflamagn
og hækkanir á útflutningstekjum
þjóðarinnar. Og það, að þetta
tvennt skuli hafa farið saman
gerði sveifluna jafn stóra og
raun bar vitni. Hið aukna
söluverðmæti má segja að sé
hlutur, sem við íslendingar
ráðum nær engu um. Þar ræður
framboð og eftirspurn á erlend-