Sagnir - 01.04.1981, Qupperneq 100
98
flótti* NÚ kom vel í ljós a3
íslenskt athafnalíf var of ein-
hæft og virðist Viðreisnar-
stjórnin hafa gert lítið til
að breyta því. Eftir þetta
erfiðleikatímabil kom svo á
daginn að stjórnin hafði glat-
að trausti kjósenda og í kosn-
ingunum 1971 missti hún þing-
meirihluta sinn.26
Niffurlag
Timabilið 1962-66 er af mörg-
um talinn mesti uppgangstími í
sögu íslenskra efnahagsmála og
staðreyndin er sú að þegar vel-
sæld eykst þá ber meir á ánægju
í garð stjórnvalda heldur en þeg-
ar erfiðleikar steðja að. Þeir sem
við stjórnvölinn sitja, njóta
þess þegar vel árar en gjalda þess
þegar illa árar. Mikilvægustu
skýringuna; á löngum setutíma Við -
reisnarstjórnarinnar er því að
finna í þeirri velmegun, sem fyrst
og fremst átti rætur sínar að
rekja til stóraukins aflamagns,
einkum síldar, og mjög hagstæðs
verðlags á erlendum mörkuðum fyr-
ir helstu útflutningsafurðir okkar
fram til ársins 1967. Að mínu
mati hefðu hagstæðar ytri að-
stæður séð til þess að lands-
menn hefðu gengið í gegnum
svipað velmegunarskeið þótt
aðrir stjórnmálaflokkar hefðu
ráðið stefnunni.
Tilvitnanir
1. Tölfræðihandbók, bls. 232-3.
2. Viðreisn, bls. 2-4,
3. Saraa, bls. 2.
4. Sama, bls. 19-20.
5. Vinnan 1960, mars 1-3, bls. i.
6. Helgarpósturiun 5. 10. 1979.
7. Agnar Kl. Jónsson, 8. Sama, bls. 861-3. II, bls. 880
9. Sjá Mbl. og Alþbl. mai-júní '63
10. Sjá Tím. og Þióðv. mai-juní '63
11. Mágnús A. Magnússon, bls. 18.
12. ísmundur Stefánsson, bls, 80-1.
13. Rettur 1967. "A krossgötum að
loknum kosningum", bls. 58-66.
14. Hagvangur, bls. 77.
Viðreisnaraðgerðirnar heppn-
uðust að sumu leyti vel. Af-
nám bótakerfisins og frjálsari
innflutningur voru vinsælar
ráðstafanir. Ég tel á hinn
bóginn að rök megi færa að því
að hagstæðar ytri aðstæður hafi
verið nauðsynleg forsenda þess
að þsér tókust.
Stöðugleiki á sviði efna-
hagsmála leiðir af sér póli-
tískan stöðugleika og þegar við
bætist sundrung innan andstöð-
unnar(sbr. klofningsframboð
Hannibals 1967) er slíkt vald-
höfum í hag.
Niðurstaða kosninganna 1971,
sem voru þær fyrstu eftir mikið
erfiðleikatímabil, rennir stoð-
um undir þá skoðun að sennilega
hefði pólitískur stöðugleiki
ríkt mest allan 7. áratuginn,
án tillits til þess hverjir
hefðu verið við völd.
15. Agnar K1., II, bls. 877-8.
16. Tölfræðihandbók, bls, 74.
17. 'agnús A. Magnússon, bls. 20.
18. Fjármálatíðindi 1965, bls. 99.
19. Magnús A., bls, 18-19. Þetta
eru tölur frá árinu 1970.
20. Magnús A., bls. 19.
21. árni Indriðason. Fyrirlestur
í ísl. samtímasögu 17.12. 1979.
22..Magnús V. Benediktsson, bls.
10-11.
23. Tölfrseðihandbók, bls. 158.
24. Mbl. 20.11 1969.
25. Magnús A., bls. 66.
26. Tölfræðihandbók, bls. 19.