Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 5
Bréf til lesenda
Sagnir líta nú dagsins Ijós í sjöunda sinn.
í ár skipa miðaldir stærstan sess í blaðinu.
Má líta á þetta efnisval sem svar við því að
áhugi hefur farið vaxandi á sögu fyrri alda.
Nútímasagan verður þó ekki alveg útund-
an, fremur venju, og eru í blaðinu þrjár
greinar úr sögu þessarar aldar.
Enn sem fyrr eru flestar greinarnar eftir
sagnfræðinema við Háskóla íslands, oft-
ast námsritgerðir sem þeir hafa endurunn-
ið fyrir birtingu. Eiga höfundar þakkir
skildar, því þeir fá ekki aðra umbun fyrir
verk sitt en að sjá það á prenti.
Sagnir eru ársrit og því ekki auðvelt að
vera með líflegar umræður í blaðinu. Til
þess þyrfti það að koma oftar út. Þetta er
þó alls ekki útilokað og má minna á
skoðanaskipti í þessu blaði um stefnu
helstu forystumanna Alþýðuflokksins á
fjórða áratug þessarar aldar. Ef þið, les-
endur góðir, viljið leggja orð í belg í þeirri
umræðu, eða gera athugasemdir við aðrar
greinar í blaðinu, þá væri það vel þegið.
Bestu kveðjur og njótið vel
Ritnefnd
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sumarliði (sleifsson.
Ritnefnd: Árni Daníel Júlíusson, Auður Magnúsdóttir, Dagný Heiðdal, Gunnar Dal Halldórsson,
Halldór Bjarnason, Hrefna Róbertsdóttir, Jón Ólafur Isberg, Lára Ágústa Ólafsdóttir, Sig-
rún Ásta Jónsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Theodóra Kristinsdóttir, Þorlákur A. Jónsson.
Útlit: Auður Magnúsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir.
Auglýsingar: Gunnar Björnsson.
Enn fremur bestu þakkir til eftirfarandi fyrir veitta aðstoð: Guðrún Ása Grímsdóttir cand. mag., Elsa
E. Guðjónsson M.A., textílfræðingur, Helgi Þorláksson cand. mag., Þóra Sigurðardóttir myndlistar-
maður.