Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 26
✓
A ið 930 er talið að íslendingar
hafi stofnað allsherjarríki og hafið
þinghald á Þingvöllum. Á Alþingi
sagði lögsögumaður uþþ lög
landsmanna í heyranda hljóði hvert
sumar. Lög þjóðveldisins voru þannig
varðveitt í munnlegri geymd fram á
fyrri hluta 12. aldar, þá fyrst voru þau
færð í letur. Elsta handrit þeirra nefn-
ist Hafliöaskrá, eftir einum skrásetjar-
anum, en hún er nú ekki lengur varð-
veitt. Um 1130 voru til í landinu þrjú
rit lagalegs eðlis: Tíundarlögin, Haf-
liðaskrá og Kristniréttur. Af lögum
þessum tóku menn afrit, og er tímar
liðu þættu þeir við nýjum og slepptu
þá oft úr fornum lagaákvæðum. Mörg
handrit urðu því til af lögunum og bar
þeim ekki alltaf saman. Tvö aðal-
handrit eru nú varðveitt af uppskrift-
um þessum, Konungsbók og Staðar-
hólsbók, bæði talin rituð á síðari hluta
13. aldar. Samkvæmt heimildum er
það fyrst á 16. öld sem lögin frá þjóð-
veldistímanum fá nafnið Grágás.2
Á þeim tíma sem lögin í Grágás
urðu til stundaði fólk hér landbúnað
og veiðar, klæddi sig, fæddi og hýsti
að mestu án útlendra aðfanga. Mun-
aðarvarningur ýmiss konar var þó í
umferð hjá höfðingjastétt landsins.
Ekki sátu því allir við sama borð.
Fólkið skiptist í stéttir eftir efnahag og
áliti.3 Það tilheyrði þó ekki bara stétt-
um heldur einnig ættum.
Á þjóðveldistímanum voru ættar-
böndin sterk. Ættirnar stóðu saman
að veigamiklum málum, ekki síst á
Alþingi. Þar voru goðarnir valdamest-
ir. Þeir skipuðu dómendur í dómstóla,
sátu í Lögréttu og áttu þar atkvæðis-
rétt, og útnefndu aðra menn er þar
sátu. Ekkert allsherjarframkvæmdar-
vald, sem náði til alls landsins, var til
á þessum tíma. Yfirleitt varð hver ein-
staklingur að gæta sjálfur réttar síns
með aðstoð ættingja, höfða mál ef
hann var beittur ólögum, og sjá um að
dómi yrði fullnægt. í dómsmálum var
kviðurinn það sönnunargagn er mest
var notað. Það var almenn þegn-
skylda að sitja í kviði en hann dæmdi
ekki í málum, heldur áttu meðlimir
hans, oft nefndir búar, eingöngu að
bera vitni.4
Grágás er ekki löggilt lögbók en
gera má ráð fyrir að í henni sé að
finna mörg lög er voru í heiðri höfð á
þjóðveldistímanum. Hún er því í
mörgu góð heimild um sína samtíð.
íslandssagan verður þó aldrei sögð
út frá lagaákvæðum einum saman.
Gildandi lög eru ekki alltaf í samræmi
við raunveruleikann. í eðli sínu eru
lög fyrst og fremst vitnisburður um
vilja og viðhorf þeirra sem mótuðu
þau. í Grágás er því að finna upplýs-
ingar um gildismat og hugmynda-
heim íslendinga til forna. Þar er víða
að finna lagaákvæði er varða konur
sérstaklega. Sú mynd sem Grágás
birtir af konum endurspeglar viðhorf
ríkjandi valdahópa samfélagsins, en
stjórnsýsla og opinber völd á þessum
tíma voru í höndum karlmanna. Svo
Maður að lemja Konu sína. Samkuœmt
Grágás mátti ekki berja ófríska konu, suo
aö á henni sœist.
24 SAGNIR