Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 76
F
X ulltrúar, sem kjörnir höföu verið í
stjórn Alþýðusambandsins á 22. þingi
þess 1948, voru kosnir samkvæmt
sama mynstri og þáverandi ríkis-
stjórn íslands. Sat þá ríkisstjórn Al-
þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks undir forsæti Stef-
áns Jóhanns Stefánssonar.1 Þetta
samstarf „hægri manna“ í stjórn Al-
þýðusambandsins var endurnýjað á
23. þingi sambandsins 1952. Asama
tíma geisaði „kalda stríðið í innlend-
um og erlendum stjórnmálum". Var
hin almenna stefna stjórnarflokkanna
að einangra sósíalista frá allri stjórn-
un í landinu. Þeim öflum er náð höfðu
undirtökum á 22. þingi A.S.Í. tókst
einnig að ná tökum í fulltrúaráði
verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þar
með höfðu hægrimenn og sósíal-
demókratar undirtökin í hinni faglegu
hreyfingu verkafólks.
Þegar fram liðu stundir, fór að gæta
óánægju innan Alþýðuflokksins með
þetta samstarf við „borgaraflokkana"
(Sjálfstæðisflokk og Framsóknar-
flokk). Félagar í flokknum voru ósam-
mála stefnu formannsins, Stefáns
Jóhanns Stefánssonar, um að ekkert
samstarf skyldi vera við Sósíalista-
flokkinn. Þeir, sem einkum gagn-
rýndu þessa stefnu Stefáns, voru
Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ.
Gíslason.2
Á flokksþingi Alþýðuflokksins í lok
nóvember 1952 gerðist sá atburður,
að formanni flokksins var steypt af
stóli og í hans stað var kosinn Hanni-
bal Valdimarsson. í miðstjórn flokks-
ins völdust einkum stuðningsmenn
Hannibals, en fulltrúar hægri manna
sem sæti áttu í fyrri miðstjórn gáfu
fæstir kost á sér til endurkjörs.3
Hannibal hóf að boða einingu
vinstrimanna í Alþýðusambandinu og
bar þessa skoðun fram á síðum Al-
þýðublaðsins. Þetta leiddi til þess að
sósíalistar og alþýðuflokksmenn tóku
höndum saman um allt land og undir-
bjuggu komandi Alþýðusambands-
þing í anda einingar.4
Ekki var fyrrverandi forysta í Al-
þýðuflokknum ánægð með þessa
stefnu Hannibals og á flokksþingi
haustið 1954 var honum vikið frá.
Hægrimenn náðu þar öllum þeim tök-
um á flokknum sem þeir höfðu misst
á flokksþinginu 1952. Hannibal var
einnig vikið tafarlaust úr ritstjórn Al-
þýðublaðsins.5
Eftir að búið var að víkja Hannibal
úr ritstjórn Alþýðublaðsins var breytt
um ritstjórnarstefnu. Blaðið lagðist nú
gegn samvinnu við sósíalista á Al-
þýðusambandsþinginu og vildi halda
óbreyttri stjórn sambandsins. Þótt
hægrisamstarf hafi verið í síðustu
stjórn, voru alþýðuflokksmenn þar
samt í meirihluta.
24. þing A.S.Í. hófst 18. nóv. 1954
og því lauk fimm dögum seinna. Þetta
var fjölmennasta þing sem nokkru
sinni hafði verið haldið, en 322 þing-
fulltrúar sátu þingið af þeim 332 sem
rétt höfðu til þingsetu. Hannibal Valdi-
marsson var kjörinn forseti þingsins,
og hlaut 165 atkvæði. Fulltrúi hægri-
manna, Hálfdán Sveinsson frá Akra-
nesi, hlaut 130 atkvæði.
Eftir að átökum um þingforystu og
rétt til þingsetu lauk hófust umræður
um verkefni, störf og vandamál sam-
takanna. Unnið var að ályktunum um
brýnustu hagsmunamál verkafólks. í
þeim umræðum bar lítið sem ekkert á
þeim klofningi milli hægri og vinstri
sem einkenndi fyrri hluta þingsins.
Þegar til atkvæða kom um ályktanir
þessa fjölmenna þings, voru þær
samþykktar einróma. Það var því ein-
hugur um stefnuna sem heildarsam-
tökin áttu að fylgja.6
Er velja átti nýja sambandsstjórn
fyrir samtökin, klofnaði þingið aftur
upp í stríðandi fylkingar. Var fyrst
gengið til kjörs á forseta Alþýðu-
sambandsins; Hannibal var í boði fyr-
ir vinstrimenn en Jón Sigurðsson af
hálfu hægrimanna. Hlaut Hannibal
174 atkvæði en Jón 146 atkvæði. Það
dró enn saman með fylkingunum
þegar varaforseti og ritari Alþýðu-
sambandsins voru kjörnir. Fulltrúar
vinstrimanna, Eðvarð Sigurðsson og
Magnús Bjarnason, voru kjörnir með
tveggja og eins atkvæðis mun.7
Þrátt fyrir að „einingarmenn" hafi
náð stjórn í Alþýðusambandinu þá
voru einungis tveir stjórnarmenn úr
Sósíalistaflokknum.8 Hannibalistar, ef
svo má kalla vinstriarm Alþýðuflokks-
ins sem studdi Hannibal Valdimars-
son, höfðu meirihluta fulltrúa í hinni
nýju stjórn sambandsins. Það hefur
verið erfitt fyrir Sósíalistaflokkinn að
sætta sig við svo naumt skammtaða
fulltrúatölu í sambandsstjórn. Þeir
urðu að halda Birni Bjarnasyni, for-
manni Iðju, fyrir utan stjórnina, þrátt
fyrir mikilvægi félagsins í þessum
sigri vinstrimanna. Um svipað leyti
náðu „einingarmenn" öruggum meiri-
hluta í fulltrúaráði verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík.9
Uppsögn samninga
Verkalýðshreyfingin hóf snemma á
árinu 1955 undirbúningsstarf fyrir
komandi kjaraátök. Á fundi miðstjórn-
ar A.S.I. 12. janúar 1955 ákvað mið-
stjórnin að leita til stjórnar Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík,
með ósk um að formenn félaganna á
Faxaflóasvæðinu yrðu kallaðir sam-
an á verkalýðsmálaráöstefnu.10 Var
ákveðið að kalla saman formennina
19. janúar. Á ráðstefnuna mættu full-
trúar 29 félaga frá Reykjavík og 10
félaga utan Reykjavíkur. í lok ráð-
stefnunnar var svo gefin út sameigin-
leg yfirlýsing sem var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum gegn
einu:
Ráðstefna verkalýðsfélaganna í
Reykjavík og nágrenni, haldin 19.
janúar 1955, lýsir yfir að hún telur
nauðsyn bera til að verkalýðsfélög-
in segi upp samningum sínum fyrir
1. marz n.k., til að knýja fram kjara-
bætur, svo að tekjur 8 st. vinnu-
dags nægi til mannsæmandi fram-
færzlu meðalfjölskyldu.11
Sama dag og verkalýðsráðstefnan
var haldin, óskaði Ólafur Thors for-
sætisráðherra eftir viðræðum við
miðstjórn Alþýðusambandsins „um,
hvort þau frestuðu samningsuppsögn
til vors (1. júní) gegn því, að ríkis-
stjórnin lofaði að gera allt, sem í
hennar valdi stæði, til þess að semja
um lækkað verðlag við nokkur til-
greind stórfyrirtæki, sem einna mest
áhrif gætu haft á verðlag í landinu".12
Hér réttir forsætisráðherra fram
sáttarhönd. Hann treysti sér þó ekki til
að tryggja það að þessar verðlækk-
anir kæmu til framkvæmda á neinn
hátt.13
Miðstjórn A.S.Í. tók þessari mála-
leitan forsætisráðherra ekki illa, þó að
ekki væri hún tilbúin að fresta verk-
falli. í því sambandi var bent á, að
74 SAGNIR