Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 34
Ingunn Ólafsdóttir sótti rétt sinn með vísun til helmingarfélags þeirra hjóna. Á miðöldum áttu sum hjón þannig allar eignir sameiginlega, allt sem þau lögðu í búið uþphaflega og allt sem í það bættist með erfðum eða öðrum hætti. Helmingarfélög voru ein leið af fleiri mögulegum til að semja um eignir í hjónabandi, og voru færð í lög með réttarbótum í upphafi 14. aldar. En mismunandi form hjú- skaparsamninga tengdist bæði eign- ar- og ráðstöfunarrétti, á tíma þegar auður var fyrst og fremst fólginn í jarðeignum. Bent hefur verið á að helmingarfé- lögin hafi orðið til að auka rétt giftra kvenna. Þær hafi átt helming búsins og öðlast fullan yfirráðarétt yfir eign- unum til jafns á við eiginmennina. En þarf helmingarfélagsskipan hjóna- banda að benda til aukins jafnréttis kynjanna? í Jónsbók, sem lögtekin var í lok 13. aldar, var gert ráð fyrir annars konar félagi um eignir milli hjóna, hjónafélögum. Sú skipan er eldri en helmingarfélögin, en samkvæmt henni átti hvort hjóna um sig það sem þau höfðu í búið lagt, en hjónafélagið gert um búsaukninguna eða tapið. Ef þeim hafði aukist fé átti karlinn tvo þriðju og konan þriðjung. Tapinu var skipt til helminga. Hjón þurftu þó ekki aö gera félag, og var algengara að semja um séreignir innan hjóna- bandsins. í íslenzku fornbréfasafni eru nokk- ur bréf um stofnun helmingarfélaga. Þau eru flest frá 15. og 16. öld. Miklar eignatilfærslur urðu oft við gerð þeirra, og gáfu karlar konum sínum stundum heilu sveitirnar við brúð- kaupið. Þessar gjafir hafa verið nefndar sem leið til að jafna út eignir hjónaleysanna til að gera helmingar- félag mögulegt, annað hvort við gift- inguna eða seinna. Hversu sennilegt er það af helmingarfélagsbréfunum að dæma? Jafnrétti? Einn af þeim, sem veitt hafa helming- arfélögunum athygli, er Arnór Sigur- jónsson. Kemur hann að þeim í ætta- sögum sínum af vestfirskum og norð- lenskum höfðingjum, Vestfirðinga- sögu og Ásverjasögu. I formálum beggja bókanna leggur Arnór áherslu á, að aldirnar frá því fslendingar gengu Noregskonungi á hönd og fram til siðaskipta séu allrar athygli verðar. Hann vill bægja frá hugsun- inni um að þær hafi verið myrkar og að íslendingar hafi þá verið ánauðug- ir og ósjálfstæðir. í þessum anda túlk- ar hann helmingarfélög hjóna. Þau séu vottur um að meira jafnrétti hafi tíðkast á íslandi á 15. og 16. öld en víðast annarsstaðar og á öðrum tímum. Kvenna sé víða getið í sagn- fræðilegum heimildum þessara alda. Þeim konum, sem áttu einhverjar eignir þegar þær gengu í hjónaband, hafi verið tryggður ráðstöfunarréttur yfir fé sínu þegar þær giftu sig. Þar með hafi þær öðlast fullt vald og virð- ingu á við eiginmenn sína á heimilun- um. Til að kona næði jafnri eign í bú- inu hafi karlmaðurinn gefið henni gjafir við giftinguna, hafi hann lagt meira til í upphafi. Þannig gætu hjón- in stofnað með sér helmingarfélag seinna, væri það ekki gert við gifting- una.2 Arnór bendir á breytingu á eign- ar- og ráðstöfunarrétti, og túlkar hana Tafla 1. Kaupmálar og helmingarfélög við upphaf hjúskapar 1402 Brandur Sölvason og Guðlaug Ketilsdóttir íslenzkt fornbréfasafn III 679-680 1402 Jón Gunnlaugsson og Þóra Ketilsdóttir III 678-679 1420 Einar Jónsson og Sigríður Einarsdóttir IV 277-278 1423 Guðmundur Arason og Helga Þorleifsdóttir IV 312 1449 Þorkell Einarsson og Ólöf Narfadóttir V 30 1460 Gísli Filippusson og Ingibjörg Eyjólfsdóttir V 205-206 1476 Guðni Eyjólfsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir VI 92-93 1485/1486 Sveinn Sumarliðason og Guðríður Finnbogadóttir VI 547-549 1489 Sigurður Þorleifsson og Kristín Finnbogadóttir VI 660-661 1491 Þorgils Þorsteinsson og Guðrún Jónsdóttir VI 738 1495/1497 Ari Andrésson og Þórdís Gísladóttir VII 250-251 1498 Hallvarður Eiríksson og Þorgerður Jónsdóttir VII 406 1508/1512 Þorvarður lögmaður Erlendsson og Kristín Gottskálksdóttir VIII 230-232 1507/1520 Bjarni Andrésson og Guðrún Björnsdóttir (Guðnasonar) VIII 165-166 1525 Erlendur lögmaöur Þorvarðarson og Þórunn Sturludóttir IX 288-289 1528 Lazarus Mattheusson og Guðrún Ólafsdóttir IX 476-477 1538 Hallur Ólafsson og Cecelia Guðmundsdóttir XII 88 1545 Ólafur Árnason og Ragnhildur Þorsteinsdóttir XI 414-415 1548/1557 Pétur Vigfússon og Þóra Jónsdóttir XII 119-120 1562/1563 Jón Þórðarson og Ingveldur Jónsdóttir XIV 18-19 32 SAQHIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.