Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 73
Kjarnorkuvopn á íslandi?
Bandarískar herflugvélar. AWACS ratsjár-
fluguél ásamt Phantom orustuþotu á flugi
yflr Stokksnesi, einni ratsjárstöð Banda-
ríkjahers á íslandi. Á botni sjáuarins liggur
suo SOSUS hlustunarbúnaður.
varnaráætlanir NATO og meö
samþykki þeirra ríkja sem beinan
hlut eiga aö máli.25
Hér er vissulega rennt stoðum undir
þá skoöun að Bandaríkjamenn virði
þá yfirlýstu stefnu íslenskra ráða-
manna aö leyfa engin kjarnorkuvoþn
á íslandi, enda munu þeir ekki hafa
farið fram á að slíkt yrði leyft. Banda-
rísk stjórnvöld hafa á hinn bóginn
ekki viljað staðfesta að hér séu ekki
og verði ekki kjarnorkuvopn. hau játa
hvorki né neita fullyrðingum um hvar
kjarnorkuvopnin eru geymd.26 „Varn-
aráætlanir NATO“ liggja heldur ekki
fyrir augum almennings, þær eru
hernaðarleyndarmál. Þó er víst að
stefna NATO er sú að svara árás Var-
sjárbandalagsins með beitingu kjarn-
orkuvoþna.27 „Varnirnar" byggja á
hótun um kjarnorkustríð og í því sam-
hengi er skiljanlegt að svokölluð
„varnarlið" verði m. a. að þjálfa í að
passa kjarnorkusprengjur.
Stefna Sovétmanna hefur verið að
svara kjarnorkuárás í sömu mynt.28
Þeir líta svo á að þau ríki sem ekki
hafa skuldbundið sig til þess að hafa
ekki kjarnorkuvopn séu ekki fullkom-
lega kjarnorkuvopnalaus.29 Einkum
séu líkurnar miklar þar sem kjarn-
orkuveldi hefur herstöð. Þartelja þeir
sig alltaf geta átt von á kjarnorku-
vopnum og stöðinni yrði því að eyða
ef til styrjaldar kæmi. í Ijósi þessa ber
að skoða „ábendingu" Bulganins til
Hermanns Jónassonar árið 1958
sem áður hefur verið minnst á. Alexei
Kosygin, þáverandi forsætisráðherra
Sovétríkjanna, lýsti því yfir árið 1977
að hann teldi að á íslandi væru ekki
kjarnorkuvoþn.30 Ekki er þó ástæða til
að ætla að sovésk stjórnvöld hafi úti-
lokað möguleikann á að hingað verði
flutt kjarnorkuvoþn, meðan hvorki
bandarísk né íslensk stjórnvöld hafa
gert það.
Kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd
Samningar um kjarnorkuvoþnalaus
Norðurlönd gætu orðið til þess að
breyta þessari mynd. Þó að ekki séu
allir á eitt sáttir um hvað það fæli í sér,
er almennt samkomulag um nokkur
þýðingarmikil atriði. Þar á meðal er að
ekki þurfi að koma til breytinga á
stöðu ríkja innan „varnarbandalaga",
risaveldin skuldbindi sig til að koma
ekki fyrir kjarnorkuvopnum á svæðinu
og tryggt verði að þau verði ekki
geymd í herstöðvum á svæðinu.31
Þessi stefnubreyting mundi hins veg-
ar brjóta í bága við áðurgreinda
stefnu Bandaríkjamanna um að játa
hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna
á ákveðnum stað. Virðist þetta tefja
fyrir framgangi málsins. Örlög hug-
myndarinnar um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd munu m. a. geta ráðið því
hvort staða (slands sem hugsanlegur
viðkomustaður, jafnvel áfangastaður
fyrir kjarnorkusprengjur, muni breyt-
ast í hugum þeirra manna sem eru
enn sem fyrr að búa heri sína undir
kjarnorkustríð.
Að lokum
Um það leyti sem ísland gekk í NATO
og bandarískur her kom á Miðnes-
SAQniR 71