Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 56
Baðstofan
Gröf í Öræfum. Fyrsti þekkti uísir að gartgabæ hérlendis.
um. Þessi bæjarskipan finnst ekki í
Færeyjum, en í byggðum norrænna
manna á Grænlandi er hún algeng.
Kuldinn hefur þó líklegast ekki verið
eini hvatinn að tilkomu gangabæjar-
ins. Veldi og auður ábúenda, stærð
og fjöldi húsanna hafa skipt máli í
þessu sambandi.
Lítum nánar á gerð baðstofunnar í
Gröf og hinna tveggja miðaldabæj-
anna sem Gísli Gestsson fjallar um,
Kúabót og Reyðarfell. Eldstæðin í
baðstofum þessara þriggja bæja eru
byggð inn í einn húsvegginn, en það
fyrirkomulag virðist vera óþekkt ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Þar hefur
tíðkast að hlaða ofninn á gólf bað-
stofunnar í eitt hornið, sviþað og í
jarðhúsunum í Hvítárholti og Grelu-
tóttum, sem þeir Þór Magnússon og
Guðmundur Ólafsson telja að hafi
verið baðstofur.22
Gísli Gestsson kemst að þeirri
niðurstööu að á miðöldum hafi verið
til sérstök gerð af baðstofum (a. m. k.
í Borgarfirði syðra og í Skaftafells-
sýslum). Hann lýsir henni á eftirfar-
andi hátt:
Húsið var sambyggt öðrum bæjar-
húsum, bakhús fjærri útidyrum.
Eldstæði var í húsinu . . . byggt inn
í einn vegg hússins án hvelfingar
yfir, flatarmál þess var um 4% af
gólffleti hússins. Ofninn var kyntur
með viði og yfir glóðinni voru
smásteinar og á þá hefur verið gef-
ið vatn til gufu- og hitadreifingar.23
Gisli bendir auk þess á að í þessum
þremur húsum hafi a. m. k. verið einn
breiður bekkur sem menn gátu legið
á.
Breytt notkun
baöstofunnar
Þótt baðstofan hafi í einhverjum tilvik-
um verið notuð sem íveruherbergi og
svefnhús strax á 13. öld, þá var það
ekki fyrr en á ofanverðri 15. öld sem
hún var orðin aðalíveruherbergið á
hinum venjulega bóndabæ og á sum-
um stærri býlum.
Hörður Ágústsson telur að saga
baðstofunnar sé saga orkukreppunn-
ar og að notkun hennar lýsi þeirri við-
leitni íslendinga að halda á sér hita
inni í húsum. Eldsneytisskorturinn,
eyðing skóganna, er örlagavaldurinn
í breyttri notkun baðstofunnar. Lega
baðstofunnar olli því að menn hurfu
þangað vegna kulda í öörum húsum.
Baðstofan var hærri en önnur hús, lítil
um sig, hitinn hélst þar vel og hún var
fjærst útidyrum.
Síðan taka menn að setjast þar að
á daginn við vinnu sína og á mál-
tíðum. Streytast þó lengi við að
sofa í hinum svölu skálum, en flýja
að lokum þaöan einnig með rúm
sín og sængur inn í baðstofu.
Hringnum er lokað frá landnáms-
öld, menn sofa, eta, vinna og
skemmta sér í sama húsi. Gamla
stofan hverfur hjá alþýðu manna,
en verður að veislustofu einni sam-
an hjá höfðingjum.24
Framan af 16. öldinni virðist bað-
stofan fyrst og fremst hafa verið
íveruherbergi að deginum, þótt finna
megi dæmi um að þar hafi verið sofið.
Baðstofan var vinnustaður-setu-
stofa, en síðar bæði íveruherbergi og
svefnhús.
Arnheiður Sigurðardóttir telur að
menn hafi ekki hætt að hita upþ bað-
stofuna þótt hún hafi orðið íveruher-
bergi. Hún bendir á íslandslýsingu
Odds Einarssonar og rit Arngríms
lærða, Crymogæu, því til staðfesting-
ar að grjótofnar hafi á 16. öld verið al-
mennir í baðstofum og notaðir til að
bægja frá mönnum kulda. Auk þess
sagði Páll Vídalín þann sið ríkjaá 17.
öld, einkum hjá fyrirmönnum, að
kynda baðstofuna á laugardögum um
veturna til híbýlabótar.25 Þróunin er
óljós, en svo virðist þó sem grjótofn-
arnir hafi horfið úr baðstofunum um
svipað leyti og menn fluttu þangað
sængur sínar, á 17. öld.
Ýmsar heimildir segja frá svo-
nefndu ónshúsi (ofnhúsi, ónstofu).
Slíkt hús er nefnt, í sambandi við
hvarf tveggja strokufanga frá Bessa-
stöðum 1552, í Hirðstjóraannál Jóns
Halldórssonar (d. 1736). Árið 1616 er
ónshús talið upp með húsum í Lauf-
ási. Fleiri dæmi mætti nefna þar sem
þessa húss er getið, en hvað er óns-
hús? í Laufási var hún kytra inn af
baðstofunni, með grjótofni í. Enginn
ofn var í baðstofunni sjálfri, aðeins í
ónshúsinu. Þar var eini hitagjafinn á
bænum.
54 SAGMIR