Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 20
Þórir Hrafnsson
Óstýrilátur og
heimtufrekur
glanni?
Hugleiðingar um Órækju Snorrason
Það þætti víst flestum nöturlegt hlutskipti að hljóta eftirmælin „ófyrirleitinn of-
stopamaður og ótemja". Órækja Snorrason er einn þeirra sem hlotið hafa þennan
vafasama heiður, en ekki eru allir á eitt sáttir hvort hann hafi unnið fyrir honum. í
þessari grein verður rætt um álit þriggja fræðimanna, þeirraÁrna Pálssonar, Ólafs
Hanssonar og Qunnars Benediktssonar, á Órækju. Dómar þeirra skiptast í tvö
horn, nánast í svart og hvítt. Árni og Ólafur hafa miður gott álit á Órækju en Qunn-
ar sér hins vegar ýmsar góðar hliðar á honum sem Árna og Ólafi virðast huldar.
rækja var eitt af fimm börnum
Snorra Sturlusonar og var móöir
hans Þuríður Hallsdóttir Órækjuson-
ar. Snorri beitti áhrifum sínum til þess
aö Órækja kvæntist Arnbjörgu systur
Kolbeins unga, höföingjaÁsbirninga í
Skagafirði. Var það liður í sættum
milli Snorra og Kolbeins á Alþingi
1232. Órækja tók síðan, að undirlagi
föður síns, við búi í Vatnsfirði af Þór-
dísi systur sinni og þótti henni „illt upp
at standa“. Óhætt er að segja að bú-
skapur Órækju hafi veriö stormasam-
ur. Hann „tók við hverjum manni
frjálsum, er til hans vildi, ok dróst þar
saman karlfjöldi mikill“. Áttu ýmsir
sakir á hendur manna Órækju. Fyrir
aðdráttum að búinu sá norðlenskur
maður, Maga-Björn, og „var hann all-
óspakr ok eigi heimildavandr at föng-
um bónda“. Ftóstusamt var jafnan í
kringum Órækju og lenti hann í deil-
um við flesta ættmenn sína. Stóð
hann t. d. með mági sínum, Kolbeini
unga, gegn föðurbróður sínum, Sig-
hvati á Grund, en síðar gerðust þeir
andstæðingar, Órækja og Kolbeinn.
Órækja studdi Snorra föður sinn er
Sturla Sighvatsson seildist til valda í
Borgarfirði, veldi Snorra. Sturla
bar hærri hlut í þeirri viðureign og
náði hann Órækju á sitt vald. Vildi
hann láta blinda Örækju og gelda en
Órækja hélt sjóninni og öðru eistanu.
Eftir dauða Snorra gerði Órækja að-
för að Gissuri Þorvaldssyni en þeir