Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 46

Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 46
Dyggðaspegill konum að það sé guði lítt þóknanlegt að þær hafi frumkvæði og séu sjálf- stæðar, og hann skipar þeim að þegja og þjóna. Lúter og hjónabandið Á tímum siðbótar gerðu mótmælend- ur strangari kröfur til menntunar en áður þekktist og þeir kölluðu á aukið aðhald í trúarlegum og siðferðisleg- um efnum. Þessi krafa hélst í hendur við nýtt skipulag þjóðfélagsins; sterkt ríkisvald, sem kirkjan þjónaði, leitað- ist við að koma reglu á líf þegna sinna. Með prenttækninni náði fjöldi bæklinga útbreiðslu, og þeir boðuðu betra líf í þessum heimi og hinum næsta. Drjúgur hluti unglinga á ís- landi las „Catechismum“ Lúters fyrir 1700.4 Mörgum bókum sem boðuðu lúterska lífssýn var snarað úr þýsku yfir á íslensku á 16. og 17. öld.5 Sum- ar þessara bóka bera fögur nöfn, svo sem lörunarrós, Andleg harpa, Hugg- un ekkna, Barnaprédikanir, Vina- spegill, Frómir foreldrar og Spegill ei- lífs lífs, en af öðrum titlum stendur ógn, svo sem Um dómadag, Spegill þess synduga, Iðrunarspegill, Synda- keðjan, Dómsins básúna og Einn lítill sermon um helvíti og kvalir þeirra fordæmdu. Með lúterskunni var það stóra skref stigið að leyfa prestum að njóta kyn- lífs án-þess að hafa samviskubit, en til þess að réttlæta svo stórt frávik frá eldri sið var sett upp skýlaus krafa um aö kynlíf væri einungis stundað innan hjónabands. Hjónabandið var dá- samað með tilvísun til sköpunarsög- unnar, og visað til þess að guð sagði Adam og Evu að vera frjósöm og uppfylla jörðina. Lúter tók nýja af- stöðu til erfðasyndarinnar, sem áður var tengd hinu líkamlega og hinu hverfula. Hann ályktaði undir áhrifum þýskrar dulhyggju, að syndin væri hin eigingjarna hvöt sem fælist í vilja okkar, en kynlífið sem slíkt væri ekki syndugt.6 Guð fann kynlífinu farveg í hjónabandinu, en utan þeirrar helgu stófnunar herjuðu syndin og djöfull- inn. Hið illa og eigingjarna í mann- eskjunni þreifst og dafnaði að áliti Lúters í lauslæti og hórdómi. Lúter fann annan hornstein undir hjónabandið í fjórða boðorði drottins, Heiðra skaltu föður þinn og móður. Hann áleit það vera viðurkenningu guðs á gildi hjónabandsins, sem væri grundvöllur borgaralegrar reglu og félagslegrar velferðar.7 Menn þjón- uðu guði betur innan hjónabands en utan. Lúter lagði ríka áherslu á vald föður yfir eiginkonu og börnum, og vísaði í því sambandi mikið til Gamla Testamentisins. Börn áttu ekki að giftast án samþykkis foreldra sinna. í Dyggðaspegli koma þessar hug- myndir skýrt fram. Tvær dyggðir fá þar miklu ítarlegri umfjöllun en allar hinar. Þær eru skírlífið og hlýðni við foreldra. Erfðasyndin Dyggðaspegill hefst á þvi að minna konur á hversu flekkaðar þær séu af syndum formóður sinnar. Eva var gædd miklum dyggðum við sköpun- ina, en það fór illa fyrir henni „með því hún af innblæstri þess vonda dyggðahatara djöfulsins vildi ei láta sér nægja með það ágæta Ijós sem guð hafði inngefið í sköpuninni í skilningi, hug og hjarta, því er fyrir hennar fall þessi ágæta plantan guðs og náttúrulögmál svo flekkað og for- djarfað, að allar dyggðir í skilningn- um, hjartanu, viljanum eru svo föln- aðar að varla finnst ein eður önnur eftir.“ Skuggi Evu hvíldi þungt á konum, en guð tók til við að endur- fæða konur í skírninni svo að „náttúr- an kann enn í nokkurn máta að segja kvennmönnum hvað sé heiðarlegt." Það sem vantaði upp á náttúrlegt eðli meyja áttu þær að bæta upp með því að hlýða tveimur lærimeisturum. Annar lærimeistarinn er heilög ritning og orð sem „áminna til dyggða og af- letja frá löstum", en þau eru skriftir hinna fornu feðra og raust kennifeðr- anna. Hinn lærimeistarinn er eftir- dæmisem sóma hverri persónu, stétt og aldri. Þau eftirdæmi sem eru „menguð með dyggðum og löstum". Þessi dæmi á að taka úr sögum og af þeim fáu dyggðugu sem nú lifa, því að þótt guðsótti og góð siðsemi hafi nærri því rýmt jörðina finnast þar nokkrir karlar og konur sem „forða sér frá opinberum löstum og skömm- um sem kristnum særnir." Meyjarnar eiga ekki að skammast sín fyrir að læra af þeim sem eru af lægri stigum en þær og fátækari eða verr að sér í öðrum greinum. Helst ættu allar mæður að vera dætrum sínum hús- spegill og gefa af sér gott fordæmi. Trúariðkan Fjórar trúarlegar dyggðir Dyggða- spegils felast í því að lesa guðs orð og skilja það. Þessar dyggðir eru lyst og elska til guðs, guðs orða kynning, bænrækni og játning trúarinnar. Lúter lagði áherslu á að hver einstaklingur læsi guðs orð og íhugaði það. Sterk- asta dæmið sem Martínus tekur um að kona hafi íhugað guðs orð er dæmið um Maríu mey. Hún elskaði guðs orð og hugleiddi þau, því að þegar Gabríel tilkynnti henni þá ótrú- legu staðreynd að hún væri þunguð af heilögum anda spurði hún: „Hvern- ig má það vera?“ Þegar hægt er að visa til Maríu meyjar gerir Martínus það, en auk þess eru tínd til dæmi úr Biblíunni og grískum og rómverskum sögnum. Spegillinn telur tvær trúarlegar dyggðir sem kenna jómfrúm að virða almættið. Það eru dyggðirnar guðs- ótti og þakklæti. Meyjarnar eiga að óttast guð eins og barn sem óttast föður sinn. Þær eiga að hugsa um reiði guðs gagnvart syndinni og skelf- ast í sínu hjarta. Þær eiga að gjöra sig guði undirorpnar og hegða sér eft- ir hans vilja. Hér er vísað til þess hversu hlýðin guðsmóðir var, og sagt er að hennar fordæmi hafi jafn mikið gildi og öll meyja eftirdæmi saman- lögð. María gaf sig undir lögmál Mós- es af öllu hjarta. Hún hélt sig heima í sex vikur eftir barnsburðinn, fór með Jesúm í musterið og lét umskera hann. Þakklæti felst í því að mann- eskjan meðkenni með hjarta og munni að hið góða öðlist hún í öngv- an máta af sjálfri sér eða af nokkurri tilviljun, heldur aðeins af guði. Jóm- frúr eiga að vera þakknæmar við guð og foreldra. Vinnusiðferði og mannasiðir Þær fimm dyggðir sem ég hef kosið að setja í þennan flokk gefa skýra og 44 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.