Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 39

Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 39
Helmingarfélög hjóna Kaupmáli og helmingarfélag. Upphaf hins rómaða bréfs Sueins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnbogadóttur. Oft sést uísað til þess í bréfum. dómum og uitnisburðum sem prentaðireru i Fornbréfasafninu. Finn bogi lögmaður sá til þess að það sem þarna uarsamið um gleymdist ekki. ingarfélögum fái meö þessu aukið neitunarvald í sambandi við meðferð eignanna. Eru þær kannski að gæta hagsmuna erfingja sinna? Allt frá þjóðveldistímanum miðaði löggjöf að því að hamla gegn eigna- tilfærslu á milli ætta.44 Með helming- arfélögunum varð á því nokkur breyt- ing og gátu eignirnar blandast meira við erfðaskiptin en áður. Dómar eru nokkrir til þar sem deilt er um eignar- rétt á jörðum út frá helmingarfélög- um.45 Sumir högnuðust vel. Aðrir misstu sþón úr aski sínum. Mesta breytingin við erfðirnar; hefði hjónun- um aukist fé var ætt konunnar í helm- ingarfélaginu líklegri til að bera meira úr býtum en annars. Áhrif erfingjanna á eignarform hjónabandanna styrktust. Tilgangurinn virðist ekki vera að auka rétt konunnar, eins og Arnór nefnir, þó svo að karlinn mætti ekki ráðstafa neinum eignum án samþykkis hennar meðan hjóna- bandið stóð. Þetta útilokar samt ekki að konur hafi getað ráðiö meiru innan hjónabandsins ef þær voru í helming- arfélagi en annars. Höfðingjastéttin var sterk á íslandi á 15. öld, og þá 489. á Þrerá. 11. September 1485. 20. Apríl 1486. KaupmjLlabréf Sveins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnboga- dóttur. AM. Fasc. XXVII, 45, frnmritið á skinni með hendi Finnboga lög- manns. Af átta iunsiglum eru nú fimm fyrir, sum töluvert brákuð. — Apogr. 232. — Sbr. kaupmálabréf Sigurðar Þorleifssonar og Kristínar Finnbogadóttur frá 24. Júuí 1489. kaupmalabref Sueins Sumarlidasonar og Gudríjdar Fimbogadottur.1) Ollum monnum þeim sem þetta bref sea edr heýra senda eirekr einarsson og jon gislason prestar. paall brandz- son. þorsteinn þorleifsson. jon arngrimsson. thomas suein- biarnarson. asgrimr hallzson og þormodr þormodzson leik- menn Q. G. og sina kunnigt giorandi at sub anno gracie. 0D.° cd.° lxxx0 v.° a svnnvdagin næsta epter nativitatem beate marie- virginis óx þveród j laxardal vorvm vier j hia savm og heýrdvm di ord og handaband þessara manna svmarlida eirekssonar og sveins sonar hans. af eirni halfu. en finnbogha jonssonar. og gudridar dottr hans af annari. ') Utan á bréfinu með tvennslags böndum allgömlum. 36* voru nokkrar höfðingskonur áberandi í þjóðlífinu. Margar þeirra sem eitt- hvað kvað að voru ekkjur, en þær höfðu meiri lagalegan rétt en giftar konur. Dæmi um þær eru Ólöf ríka og Vatnsfjarðar-Kristín. Konur almennt réðu ekki hverjum þær giftust og ekki hvernig samið var um eignirnar í hjónabandinu. Því má velta fyrir sér hvort ættingjar kvennanna hafi talið sig geta haft meiri áhrif á afdrif ætt- argóssins væri samið uþp á helming- arskipti. Ekki má heldur gleyma því að vel var vandað til makavals hjá þeim ríku, og þar gátu verið á ferðinni eftirsóknarveröar eignir. Af helming- arfélagsbréfunum sést að við gifting- una hafi brúðguminn stundum gefið brúði sinni stórgjafir, oft margar jarðir. Þetta voru ýmiskonar gjafir, og höfðu þær mismunandi uppruna og merk- ingu. Hvernig tengjast þær helming- arfélögunum? Gjafirnar Við upphaf hjúskapar var alltaf geng- ið frá eignum hjónaefnanna, óháð því hvort gerður var helmingarfélags- samningur um leið eða ekki. Ekkert er sagt um hvernig gjafamálum skuli háttað í réttarbótum Hákonar kon- ungs um helmingarfélög, né í Jóns- bókarákvæðum um hjónafélög. Landslög kváðu á um að nánustu ættingjar konu skyldu ráða giftingu hennar. Giftingarmaður hennar samdi um heimanfylgjuna sem hún hafði með sér úr föðurgarði, og tilgjöf- ina sem brúðguminn gaf á móti.46 Þetta nægði að semja um til að hjóna- bandið yrði löglegt, en það var mikil- vægt vegna erfðaréttarins. Með réttarbót Eiríks konungs Magnússon- ar við Jónsbók 1294, er það skilyrði sett að hér á landi mætti ekki gefa konu meiri tilgjöf en 60 hundruð, jafn- vel þótt menn væru ríkir.47 Þessa hámarkstilgjöf gefur Sveinn Sumar- liðason Guðríði Finnbogadóttur, en þau gerðu kaupmála 1485/1486. Bent hefur verið á hann sem gott lög- fræðilegt dæmi um stofnun helming- arfélags.48 Guðríður fékk líka 40 hundruð í morgungjöf og bekkjargjöf. Engin fjórðungsgjöf var nefnd hjá þeim, en þær komu stundum fyrir í SAQHIR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.