Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 20

Sagnir - 01.04.1986, Side 20
Þórir Hrafnsson Óstýrilátur og heimtufrekur glanni? Hugleiðingar um Órækju Snorrason Það þætti víst flestum nöturlegt hlutskipti að hljóta eftirmælin „ófyrirleitinn of- stopamaður og ótemja". Órækja Snorrason er einn þeirra sem hlotið hafa þennan vafasama heiður, en ekki eru allir á eitt sáttir hvort hann hafi unnið fyrir honum. í þessari grein verður rætt um álit þriggja fræðimanna, þeirraÁrna Pálssonar, Ólafs Hanssonar og Qunnars Benediktssonar, á Órækju. Dómar þeirra skiptast í tvö horn, nánast í svart og hvítt. Árni og Ólafur hafa miður gott álit á Órækju en Qunn- ar sér hins vegar ýmsar góðar hliðar á honum sem Árna og Ólafi virðast huldar. rækja var eitt af fimm börnum Snorra Sturlusonar og var móöir hans Þuríður Hallsdóttir Órækjuson- ar. Snorri beitti áhrifum sínum til þess aö Órækja kvæntist Arnbjörgu systur Kolbeins unga, höföingjaÁsbirninga í Skagafirði. Var það liður í sættum milli Snorra og Kolbeins á Alþingi 1232. Órækja tók síðan, að undirlagi föður síns, við búi í Vatnsfirði af Þór- dísi systur sinni og þótti henni „illt upp at standa“. Óhætt er að segja að bú- skapur Órækju hafi veriö stormasam- ur. Hann „tók við hverjum manni frjálsum, er til hans vildi, ok dróst þar saman karlfjöldi mikill“. Áttu ýmsir sakir á hendur manna Órækju. Fyrir aðdráttum að búinu sá norðlenskur maður, Maga-Björn, og „var hann all- óspakr ok eigi heimildavandr at föng- um bónda“. Ftóstusamt var jafnan í kringum Órækju og lenti hann í deil- um við flesta ættmenn sína. Stóð hann t. d. með mági sínum, Kolbeini unga, gegn föðurbróður sínum, Sig- hvati á Grund, en síðar gerðust þeir andstæðingar, Órækja og Kolbeinn. Órækja studdi Snorra föður sinn er Sturla Sighvatsson seildist til valda í Borgarfirði, veldi Snorra. Sturla bar hærri hlut í þeirri viðureign og náði hann Órækju á sitt vald. Vildi hann láta blinda Örækju og gelda en Órækja hélt sjóninni og öðru eistanu. Eftir dauða Snorra gerði Órækja að- för að Gissuri Þorvaldssyni en þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.