Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 56

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 56
Baðstofan Gröf í Öræfum. Fyrsti þekkti uísir að gartgabæ hérlendis. um. Þessi bæjarskipan finnst ekki í Færeyjum, en í byggðum norrænna manna á Grænlandi er hún algeng. Kuldinn hefur þó líklegast ekki verið eini hvatinn að tilkomu gangabæjar- ins. Veldi og auður ábúenda, stærð og fjöldi húsanna hafa skipt máli í þessu sambandi. Lítum nánar á gerð baðstofunnar í Gröf og hinna tveggja miðaldabæj- anna sem Gísli Gestsson fjallar um, Kúabót og Reyðarfell. Eldstæðin í baðstofum þessara þriggja bæja eru byggð inn í einn húsvegginn, en það fyrirkomulag virðist vera óþekkt ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þar hefur tíðkast að hlaða ofninn á gólf bað- stofunnar í eitt hornið, sviþað og í jarðhúsunum í Hvítárholti og Grelu- tóttum, sem þeir Þór Magnússon og Guðmundur Ólafsson telja að hafi verið baðstofur.22 Gísli Gestsson kemst að þeirri niðurstööu að á miðöldum hafi verið til sérstök gerð af baðstofum (a. m. k. í Borgarfirði syðra og í Skaftafells- sýslum). Hann lýsir henni á eftirfar- andi hátt: Húsið var sambyggt öðrum bæjar- húsum, bakhús fjærri útidyrum. Eldstæði var í húsinu . . . byggt inn í einn vegg hússins án hvelfingar yfir, flatarmál þess var um 4% af gólffleti hússins. Ofninn var kyntur með viði og yfir glóðinni voru smásteinar og á þá hefur verið gef- ið vatn til gufu- og hitadreifingar.23 Gisli bendir auk þess á að í þessum þremur húsum hafi a. m. k. verið einn breiður bekkur sem menn gátu legið á. Breytt notkun baöstofunnar Þótt baðstofan hafi í einhverjum tilvik- um verið notuð sem íveruherbergi og svefnhús strax á 13. öld, þá var það ekki fyrr en á ofanverðri 15. öld sem hún var orðin aðalíveruherbergið á hinum venjulega bóndabæ og á sum- um stærri býlum. Hörður Ágústsson telur að saga baðstofunnar sé saga orkukreppunn- ar og að notkun hennar lýsi þeirri við- leitni íslendinga að halda á sér hita inni í húsum. Eldsneytisskorturinn, eyðing skóganna, er örlagavaldurinn í breyttri notkun baðstofunnar. Lega baðstofunnar olli því að menn hurfu þangað vegna kulda í öörum húsum. Baðstofan var hærri en önnur hús, lítil um sig, hitinn hélst þar vel og hún var fjærst útidyrum. Síðan taka menn að setjast þar að á daginn við vinnu sína og á mál- tíðum. Streytast þó lengi við að sofa í hinum svölu skálum, en flýja að lokum þaöan einnig með rúm sín og sængur inn í baðstofu. Hringnum er lokað frá landnáms- öld, menn sofa, eta, vinna og skemmta sér í sama húsi. Gamla stofan hverfur hjá alþýðu manna, en verður að veislustofu einni sam- an hjá höfðingjum.24 Framan af 16. öldinni virðist bað- stofan fyrst og fremst hafa verið íveruherbergi að deginum, þótt finna megi dæmi um að þar hafi verið sofið. Baðstofan var vinnustaður-setu- stofa, en síðar bæði íveruherbergi og svefnhús. Arnheiður Sigurðardóttir telur að menn hafi ekki hætt að hita upþ bað- stofuna þótt hún hafi orðið íveruher- bergi. Hún bendir á íslandslýsingu Odds Einarssonar og rit Arngríms lærða, Crymogæu, því til staðfesting- ar að grjótofnar hafi á 16. öld verið al- mennir í baðstofum og notaðir til að bægja frá mönnum kulda. Auk þess sagði Páll Vídalín þann sið ríkjaá 17. öld, einkum hjá fyrirmönnum, að kynda baðstofuna á laugardögum um veturna til híbýlabótar.25 Þróunin er óljós, en svo virðist þó sem grjótofn- arnir hafi horfið úr baðstofunum um svipað leyti og menn fluttu þangað sængur sínar, á 17. öld. Ýmsar heimildir segja frá svo- nefndu ónshúsi (ofnhúsi, ónstofu). Slíkt hús er nefnt, í sambandi við hvarf tveggja strokufanga frá Bessa- stöðum 1552, í Hirðstjóraannál Jóns Halldórssonar (d. 1736). Árið 1616 er ónshús talið upp með húsum í Lauf- ási. Fleiri dæmi mætti nefna þar sem þessa húss er getið, en hvað er óns- hús? í Laufási var hún kytra inn af baðstofunni, með grjótofni í. Enginn ofn var í baðstofunni sjálfri, aðeins í ónshúsinu. Þar var eini hitagjafinn á bænum. 54 SAGMIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.