Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 11

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 11
SAGAN UM HANANN 153 En það sem guð veit fyrir, kemur fram. Samt get ég aldrei greitt úr því til fulls, — þó Agústínus væri í litlum vanda, — hvort vissa guðs um verk sem bíður mín neyðir mig til að vinna þetta verk eða hvort ég get valið frjálsum vilja óháður því sem Drottinn veit að verður. Ég vil samt ekki fara að fjalla um slíkt, því ég er bara að segja sögu af hana, sem hlaut að rata í raunir, því hann fór að ráðum konu sinnar; mörgum hefur gefizt það verr en illa; Adam flæmdist úr Paradís að köldum kvenna ráðum, þar sem hann lifði þó sem blóm í eggi. En vegna þess að mörgum félli miður að heyra Ijótt um leiðbeiningar kvenna, þá gleymið þessu; það var bara spaug. Frú Dúna var með eljum sínum öllum að fá sér bað í sólhituðum sandi, og Fíngal söng sem hafmey hátt og snjallt. Hann horfði á eftir flugu frammeð runna og sá þá refinn, hvar hann lá í hnipri búinn til stökks beint fyrir framan sig. Hann gleypti tóninn, gaggaði: kúk-kúk, og hrökk til baka lostinn ofboðs angist. Víst hefði’ hann óðar forðað sér á flótta, en Rebbi var þá reyndir fyrri til að senda tóninn: „Hevrðu, kæri herra, hversvegna’ að þjóta frá mér, vini þínum? Það væri ljótur vinskapur að koma til þess að ógna þér með hrekkjabrögðum. Nei, ég mun aldrei raska þinni ró. Hér er ég kominn aðeins til þess eins að hlýða á söng þinn; hann er yndislegur, rödd þín er einsog englar syngi á himnum, svo ríkur sérhver tónn að tiliinningu að Bóetíus bliknar þér við hlið. Hann faðir þinn — guð gefi sál hans sælu! og móðir þín — ó, þvílík kvenna prýði! — þau gerðu mér þann greiða að koma í heimsókn, og feginn vildi’ ég vera þér til geðs. En svo ég víki að söngnum: ég hef aldrei heyrt hreinni tóna en þegar faðir þinn tók lag í morgunsárið, og til þess að röddin fengi fyllri og betri hljóm, þá kyrjaði’ hann unz augun lukust aftur, hann lyfti sér á tá og teygði hálsinn til þess að komast nógu hátt; svo vitur var hann í tilbót, að í engu landi kann sagnfræðin að nefna nokkurn hana sem hefði nálgazt hann í söng og vizku. Og fyrir alla muni, herra minn, syngdu nú! taktu föður þínum fram!“ Og Eíngal þj^kir þetta lof svo gott, að hvergi sér hann grisja í græsku að baki. Hann blakar vængjum, tyllir sér á tá og teygir hálsinn, leggur aftur augun og ber sig til að byrja voldugt gal. Og herra Loðskott stekkur eins og elding og grípur Fíngal föstu taki um hálsinn, fleygir á bak sér tafarlaust, og hleypur til skógar. — O! sín forlög enginn flýr! Ekki var meiri kveinan Tróju-kvenna, er Pýrrus óð að Príamusi kóngi með þunnan brand og þreif í hökuskeggið á öldungnum, en hænur þessar hófu þegar þær sáu Fíngal færðan burt. Frú Dúna rak upp óp af öllum mætti og meira en kona Hasdrúbals, er hún sá mann sinn hljóta bana, og rómverskt bál ólgandi geisa gegnum Karþagó, og óð á bálið ærð af kvöl og reiði. 0, veslings hænur, sárt var ykkar óp. Nú heyrir ekkjan ásamt dætrum sínum öll þessi læti og þýtur útá hlað. Þær sjá hvar Rebbi rennur hratt til skógar með hanann, svo þær kalla „Komið fljótt! Hamingjan góða! Hjálp! Ó, refurinn!“ og hlaupa af stað, og ýmsir aðrir koma með prik í hendi og æða á eftir þeim. Svo þustu bæði kálfar, kýr og geltir í ofboðs-fáti fæld af gjammi hunda og óhljóðum í konum bæði og körlum; endurnar gengu af göflunum af hræðslu og gæsir flugu trylltar ofar trjánum; svo ógurlegt var gargið, köllin, geltið, bramlandinn, flautuhvinurinn og harkið, sem væri sjálfur himinninn að hrynja. En kæru vinir, heyrið hvernig fór! Löngum er sigursældin næsta hverful. Haninn sem skalf af hræðslu á baki refsins, stundi nú lágt með leifum raddar sinnar: „Uss, herra minn, ég mundi í þínum sporum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.