Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 12

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 12
154 HELGAFELL storka þeim, það veit guð, og hrópa hátt: „Snáfið öll heim! Og farið fjandans til!“ mundi ég segja, „Sjáið þið þá ekki að ég er kominp útí skóg með hanann og ætla að éta’ hann, hvað sem hverjum lízt?!“ “ „Það ætla ég mér reyndar!“ svarar Rebbi; en sem hann lauk upp munni til að mæla, varð haninn laus með lagi úr skoltum hans og flaug á loft og tvllti sér í tré. Refurinn lítur upp til hans og hrópar: „Ó, kæri Fíngal, hef ég gert þig hræddan? mig grunar það; en þetta er allt í góðu; komdu nú niður, þá færð þú að heyra hvað mér gekk til að hlaupa með þig hingað; og það veit guð, að ég skal segja satt.“ En haninn svarar „Fari bölvað bæði mitt hold og blóð, ef þér skal tvisvar takast að hafa mig að fífli og fá mig til með fleðu þinni að syngja luktum augum. Því sá sem lokar augum einmitt þá er einskis þarf hann fremur en að sjá, hann verðskuldar það fa.ll, sem hann mun fá.“ Og Rebbi tautar „Margan manninn glapti mælskan á eigin tungu, svo hann gapti þegar hann einmitt þurfti að halda kjafti.“ Sögunni’ er lokið. Löngum veldur falli að leggja hlust við fagurgala og skjalli. En ef þið teljið allt það sem ég hef við ykkur sagt um hænur, hana og ref tómt fleipur, má þó margan vísdóm læra af minni sögn; þau orð má þar til færa sem höfð eru eftir postulanum Páli á prédikunarstól, að helgu máli sé skrifað orð til eggjunar og prýði. Aðskiljið, bræður góðir, kjarna og hýði. (The Nonne Preestes Tale úr TIIE CANTERBURY TALES- — Allmikið stytt í þýðingu.)

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.