Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 13

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 13
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Er gagnslaust basl að vilja vera þjóÖ? Varla fer hjá því að ýmsir íslendingar hafi veitt því eftirtekt, hver á sínu sviði, hve viðleitni smárra sérstæðra hópa á við ramman reip að draga útífrá í heimi eins og þeim, sem við lifum í. Eg tel það sænsku akademíunni til hróss, að hafa haft kjark til að virða opinberlega bókmenntir einnar allra fámennustu og ókunnustu þjóðar á jörðinni, ekki sízt þar sem viðleitni stjórn- málamanna og valdhafa miðar að því að reyna að skipa öllum jarðarbúum undir veldissprota nokkurra stórþjóða, ef hægt væri. Þegar sænska akademían kýs þjóð- ernissinnaðan smáþjóðarmann til þess að taka við lofi sínu, er í raun og veru verið að leggja hnefann á borðið gagnvart stór- veldunum, sem hneigjast til að telja það hótfyndni við sig ef atkvæðafé þeirra, smá- ríkin, eru höfð í mannatölu. Virðingarleysi stórþjóðar fyrir smáþjóðum heims, kom glöggt í ljós á dögunum í ummælum nokk- urra stórblaða vestan hafs og austan, þess efnis, að nær hefði verið, að veita erki- fjandanum, sjálfum sovétmönnum, þessi verðlaun, heldur en senda þau vinstri- manni af smáþjóð, sem enginn hefur heyrt nefnda. Gildir aðiljar reyndu að skopast að þeirri sérvizku sænsku akademíunnar, að halda því fram, að eitthvað sé til, sem heiti íslenzkar bókmenntir. Hver hefur nokkurn tíma heyrt getið um þær?, var spurt í nokkrum stórblöðum Frakka og Engilsaxa á dögunum. Síðan land byggðist hafa ekki lifað og dáið á Islandi nema eitthvað í kringum t.vær milljónir manna, eða álíka margir og atvinnuleysingjar eru á Ítalíu í dag. Við erum á stærð við lítinn bæ í Evrópu eða úthverfi í stórbæ. Þessi fámenni hópur býr hér í næstum ólygnandi stormsveip í miðju úfnasta úthafi jarðar þar sem mik- inn hluta ársins ríkir myrkur. Eg hugsa oft til sjómanna í Vestmannaeyjum, sem vakna klukkan þrjú á nóttinni á þorranum, kynda upp báta sína og stíma á þessum litlu pungum í kolsvarta myrkri og stór- sjó beint á haf út til þess að draga nokkra fiska. Frá sjónarmiði skynsemisstefnunnar er skiljanlegt, að menn haldi því fram, að þessi hópur manna eigi hér ekki erindi, það sé gagnslaust basl að vilja vera þjóð r Pegar II. K. L. kom heim eftir nokkurra vikna dvöl í Róm aS afloknum Nóbels- hátíðahöldunum l< Stokkhólmi 1955, var honum haldin veizla í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þetta var seint í febrúar 1956. I veizlu þessari voru haldnar margar athyglis- verðar rœður, og voru sumar þeirra prent- aðar skömmu siðar, Rceða sú, sem H.K.L. hélt í þakkarskyni fyrir veizluna hefur aldrei verið prentuð og hefur Nýtt Helga- fell farið þess á leit við H.K.L., að hann tœki saman þau skrifuð drög, sem hann kynni að eiga af rœðunni og gerði úr þeim samfellt lesmál. II.K.L. hefur orðið við þessum tilmœlum tíniaritsins og geng- ið frá rœðunni til birtingar. C-___________________________________________>

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.