Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 14

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 14
156 HELGAFELL í öðru eins harðbýli, enda mundi enginn setjast að af fúsum vilja í slíku landi ef það uppgötvaðist nú á dögum; við ættum að semja um að fá búsetu í einhverju víð- lendu ríki þar sem landkostir væru betri en hér. Eg veit ekki hvað oft ég hef heyrt gáfaða skynsemdarmenn bera fram rök sín fvrir þessari kenningu: bara fara héðan, fara burt. Fyrir rúmum mannsaldri var uppi sterk hreyfing í þessa átt hér á landi, og menn lögðu í raun og sannleika á stað til landa eins og Brasilíu, Bandaríkjanna og Kanada fyrir fullt og fast. Hvernig sem á því stóð var þessi skynsemisstefna ekki nógu sterk til þess að við færum allir. Ef við seldum nú þennan hólma okkar fyrir borgun út í hönd, t. d. einhverjum herveldum, sem langar til að fara í stríð hér, þá er náttúrlega ekkert því til fyrir- stöðu, að við gætum keypt okkur tanga eða part úr eyju í einhverri bukt, t. d. í nánd við Florida. Við mundum kannski hafa nóg af peningum þegar við værum búnir að selja þetta sker, gætum jafnvel lifað á vöxtum allir saman. Við þyrftum ekki að fara á fætur klukkan þrjú á nótt- unni til sjóróðra út á opið haf í ósjó og strekkingi að eltast við nokkra fiska; við mundum vera innlimaðir í stórt ríki og þyrftum ekki að vera að basla við að hafa rísisstjórn yfir þessum fáu hræðum ellegar sendifulltrúa út um allan heim. Við mund- um taka upp heimstungu, sem væri líkleg að auðvelda gáfum okkar leiðina til frægðar. Við mundum eiga þegnrétt hjá milljónaþjóð og vera hlutgengir þar eftir. Það er líka vegur að við yrðum kyrrir hér heima, en létum taka okkur inn í ann- að hvort hinna engilsaxnesku stórvelda eins og t. d. nágrannar okkar Orkneyingar og Hjaltlendingar hafa gert, yrðum ensku- mælandi eins og þeir og létum kalla í London og Washington hafa fyrir að stjórna okkur, (það mundu slíkir kallar auðveldlega geta gert í kaffitímanum); og við værum orðnir þátttakar og hluthafar í stórveldi svo enginn þvrfti framar að spyrja: ha Tslendingar, hvað er það, hafa þeir nú lika bókmenntir, — eins og spurt var hérna á dögunum. Eg var á ferð í Dýflinni ekki alls fyrir löngu og hitti Ira, sem var kunnugur á Islandi. Hann sagði, að tvennt. væri líkt með Islendingum og Irum, báðar þessar þjóðir héldu sig miðpunkt alheimsins, hvor í sínu lagi. Eg er því miður hræddur um, að rvnnum við Islendingar inn í eitthvert stórveldanna, eins og hægt væri án þess nokkur tæki eftir, mundum við missa þá gáfu að þykjast vera miðpunktur alheims- ins. Hitt er vandara að segja, hvort þessar miklu gáfur okkar, sem við höldum að séu, mundu koma að haldi eða verða nokkurs- staðar við getið ef þær eignuðust heims- tungu og heimsríki að miðli. Þegar ég átti heima í Norður-Ameríku á unglingsárum mínum, nær þrem árum, þá komst ég að því, að í Bandaríkjunum væru um 40 þúsund rithöfundar af ýmsu tagi. Þetta er að vísu ekki mjög mikið hlutfalls- lega, það svarar því að 40 rithöfundar af ýmsu tagi væru á Islandi. Mér var sagt að rithöfundar á Englandi sjálfu væru til- tölulega miklu fleiri. I enskum bókmennt- um samanlögðum verða þeir rithöfundar fundnir, sem af snilldarsökum eru einna torveldastir að etja kappi við. Margir nú- tímahöfundar í löndum þessum eru mjög góðir. Samkeppnin er hörð. Eg veit ekki hvaða rit eftir Islending gætu keppt við bókmenntir enska heimsins þar sem þær komast hæst, þó báðir stæðu jafnt að vígi, og ég veit ekki hve happadrjúgir 150 þúsund íslendingar mundu verða sem skáld, jafnvel þó þeir skrifuðu ensku, um- kringdir ótöldum tugmilljónum enska heimsins. Það er talið, að við munum eiga í kringum 30 þúsund enskumælandi Islend- ingar í Norður-Ameríku. Mundu Vestur- íslendingar verða samkeppnishæfari til skáldskapar á ensku ef þeir væru fimm sinnum fleiri? Og víst er um það, að heldur lítið virðist verða úr íslenzkum ritum þegar búið er að snara þeim á ensku. Skyldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.