Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 15

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 15
ER GAGNSLAUST BASL — r> 157 ekki verða svipað uppi á teningnum á öðr- um sviðum. Að minnsta kosti er hægt að sanna, að menn búa til betra kex í engil- saxneska heiminum en hér á Islandi, vefa betur, eru slyngari að sauma skyrtur, gera betri skó, leggja betri vegi, og þar fram eftir götunum. Eg segi fyrir mig, að þó ég hefði kunnað ensku, hefði ég ekki treyst mér til að keppa til sigurs við 100 þúsund samtímarithöfunda í enska heiminum. Eg veit ekki hvert gildi kvæði Stephans G. Stephanssonar hefðu haft, ef hann hefði ort þau á ensku. Líklega akkúrat ekki neitt; ég efast um að hann hefði einu sinni fengið útgefanda að þeim, svo alkunn og margumfjölluð af snillingum eru í þessum löndum yrkisefni hans, þau sem ekki eru bundin dölum, heiðum og útskerjum Is- lands. Aftnr á móti hafa kvæði Stephans ómótmælanlegt og ómótstæðilegt gildi með þeirri 150 þúsund manna þjóð, sem mælir á íslenska tungu; þau hafa heimsgildi, af því að þessi 150.000 manna hópur er sér- stakur heimshluti, sjálfstæð þjóð með sér- staka þjóðmenningu, íslendingar. Eg nefndi áðan nöfn tveggja nágranna- eyja okkar hér vestur í hafi, Orkneyja og Hjaltlands. Þessar eyjar áttu rótgróna menningu norræna eins og ísland og áreið- anlega mikið af merkum skáldskap, bæði bundins og óbundins máls. Vér íslendingar geymum af tilviljun nokkur forn kvæði, sem eru uppsprottin á þessu svæði og telj- um þau til vorra kvæða, af því upphafs- þjóðir þeirra hafa á sama hátt og Norð- menn glevrnt bæði tungu sinni og kvæðum. Eitt þessara kvæða er Darraðarljóð, eitt- hvert ámáttugasta töfraljóð á vorri tungu: Vítt er orpið fyrir valfalli rifs reiðiský. Rignir blóði. Lönd þessi gengu á miðöldum undir England, reyndar með 200 ára millibili, lögðu niður tungu sína og andlega menn- ingu innlenda, og gerðust enskir greif- skapir. Hvenær heyrir maður nú í heim- inum, að nokkur blaki auga í Orkneyjum eða á Hjaltlandi? Hverheyrir framar getið um þessar eyjar öðru vísi en þöglan aftaní- hnýting Bretlands? Það er ekki einu sinni til norrænn leirburður á þessum evjum til að marka sérstöðu þeirra í heiminum. Seinasta norræna fornkvæðið var skrifað upp eftir gamalli kellingu, ef ég man rétt, á eynni Fugli, sem heyrir til Iljaltlandi, seint á 18. öld, Hildinakvæði. Þá var sem sé aðeins ein ólæs kelling eftir á þessum eyjum, sem kunni norrænar fornbók- menntir. Englendingur sá eða Skoti, sem skrifaði eftir henni kvæðið, skildi ekki orð í því sem hann var að skrifa. Það er mála sannast, að íslenzkur skáld- skapur lætur lit þegar hann er kominn á ensku og farið er að bera hann saman við verk brezkra skáldjöfra. En jafnvel leir- burður á íslenzku er meira virði í heim- inum en meðalskáldskapur á ensku. Varla er við að búast, að 150 þúsund manna hópur eigi yfir mannvali að ráða á heimsmælikvarða. Og það er ekki nema eðlilegt þó margt í okkar menningu nái ekki máli á heimsvísu. Hitt skiptir máli gagnvart menningu heimsins, að við höfum lifað af, að við stöndum hér sem norrænn stofn og eigurn sérstaka sögu, tungu, hugsunarhátt og aðrar erfðir, stöndum hér sem laukur lít- illar ættar og geymum verðmæta sem frændur okkar og nágrannar glutruðu niður eða köstuðu frá sér í straumi tímans. Meðan vér gætum þessara verðmæta erum vér enn nokkurs virði í heiminum. Þegar vér liættum að gæta þessa sjálfstæðis og drukknum í þjóðahafi einhvers stórveldis, þegar síðasta kellingin, sem kann íslenzka þulu er dauð, þá er heimurinn orðinn fátækari. Og það stórveldi, sem kynni að hafa gleypt okkur, mundi verða ekki að ríkara.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.