Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 17

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 17
ALSNJÓA 159 verið gert, og orðið má ekki missa sig, nema eitthvað komi í staðinn. Að orða- muninum í 2. er. verður síðar vikið. A sama blaði sem Alsnjóa (í safni J. Sig.) eru tvö þýdd kvæði, sem líka eru hrein- rituð í skrifbókina, Illur lækur (dags. í skriíb. 8. febr. 1844) og Eg vil kyssa (Kossavísur, dags. í skrifb. 25. febr.). Al- snjóa er í bókinni næst á eftir síðara kvæð- inu, ódagsett, en e.t.v. ritað þar sama dag. Kvæðin eru send frá Sórey, þar sem Jónas dvaldist veturinn 1843—44. Brynjólfur Pétursson las tvö þýddu kvæðin upp á fundi Fjölnisfélaga 9. marz, og voru þau bæði prentuð í Fjölni 1844. En 11. marz skrifar hann Jónasi: „Vísuna Alsnjóa hef eg ekki viljað lesa upp, og ber það til þess, að þó hún sé mikið skáldleg og ef til vill skáld- legust af þeirn öllum, þá er miðerindið svo kátlegt, að eg naumast skil það, að minnsta kosti ekki seinni partinn: „og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri“--------“ (sjá. 3. útg. kvæða J. H., Reykjavík 1913). — Það getur verið nokk- ur huggun þeim nútímamönnum, sem kvæðið hefur vafizt fyrir, að jafngáfaður maður og nákunnugur Jónasi sem Brynjólf- ur Pétursson skyldi kveða svo að orði um það nýort. ★ Hér er ekki um það að ræða, að þetta kvæði sé ófullgert eða Jónas hafi verið illa fyrir kallaður og þurft að flýta sér, eins og t. d. má geta sér til um Leiðarljóð til Jóns Sig- urðssonar, síðasta kvæði hans, þar sem koma fyrir bæði torskilin atriði og braglýti. í Sórey, á heimili Japetusar Steenstrups, leið Jónasi svo vel, að hann hafði „ekki áður átt jafngóðu að fagna oft um dagana“, var reglumaður og við sæmilega heilsu. Hann orti þá líka eða lauk a. m. k. við sum af ljúfustu kvæðum sínum, svo sem Dalvísu og Eg bið að heilsa. Og þótt hann hefði hug á að liðsinna Fjölni, var ekkert, sem rak á eftir honum að láta neitt frá sér hálfgert —, enda nóg tóm og næði til þess að vanda sig. Fyrsta erindi kvæðisins er að mestu óbrotin lýsing í samræmi við fyrirsögnina. Snjórinn er samur, hvert sem litið er, hylur allt í tilbreytingarleysi, og hann er eilífur, samfelldur, svo langt sem augað eygir. Vera má, að skáldið vilji með því orði líka gefa í skyn, að sér finnist þessum vetri aldrei ætla að linna. Jónas gat eklci hert sig upp gegn vetrin- um með því að tigna hann og lofa, eins og Bjarni Thorarensen gerði í sínum kvæð- um. Hann komst að vísu ekki hjá því að minnast á jökla og snæþakta fjallatinda, en hans ísland er með blíðri brá og sælu blómi valla. Þegar hann óskar sér lengra lífs, er það til þess að fá að una sér eitt sumar enn við náttúruna. En þótt hann geri ekki neinar gælur við frost og kulda, vill hann vera hraustur og ekki láta sér verða allt að ís, eins og hann kvað í gam- anvísunni um Dani, sem honum fannst bera sig aumlega, „undir eins og nokkuð frýs“. Emstaklingur, er Jónas notar sem ávarpsorð, fyrst og fremst til sjálfs sín, var ekki á hans dögum eins tíðhaft og slit- ið að hlutstæðu innihaldi sem síðar varð, enda líklega ekki myndað fyrr en seint á 18. öld. Þess vegna má gera ráð fyrir því, að Jónas leggi meðfram í það merkingu einveru og jafnvel einstæðingsskapar. Hjá því fer ekki. að yrkisefnið hafði kviknað á göngu skáldsins um fannbreiðu á sléttun- um kringum Sórey„.Sú .einmana-tilfinning, sem er rík víða í kvæðum Jónasar („Því geng eg einn og óstuddur“, — „Nú skilst þér, vinur, „einmana“ hvað er,“ — „Eng- inn grætur íslending einan sér,“ o. s. frv.), elnar við að fara einförum um alsnjóa víð- áttuna og gerir kuldann tilfinnanlegri. I öðru erindi kemur hugsunin urn dauð- ann til sögunnar, en hún er allvíða ofarlega á baugi í kvæðunum frá síðustu árum Jón- asar. Bersýnilega hafa trú og efi togazt á um hann. Hann yrkir í aðra röndina eins og raunsær náttúrufræðingur: Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn. Sbr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.