Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 19
ALSNJÓA
161
leita svars við þeirri spurningu, verður það
að vera í kvæðislokin.
Þriðja erindi getur ekki heitið torskilið
að orðalagi. En til þess að gera sér grein
fyrir efni þess er nauðsynlegt að hafa í
huga fleira af því, sem Jónas hefur ort og
ritað.
Ritgerðin „Um eðli og uppruna jarðar-
innar“, sem Jónas birti í fyrsta árgangi
Fjölnis, 1835, bvrjar á þessa leið: „Gömul
skáld og vitringar hafa kallað jörðina allra
móður, og varla gátu þeir valið henni fegra
heiti eða verðskuldaðra, því allt, sem lifir
og hrærist, allt, sem grær og fölnar og á
sér aldur, leiðir hún fram af sínu skauti“
o. s. frv. Rúmið leyfir ekki að tilfæra meira
af hinu skáldlega upphafi þessarar ritgerð-
ar, sem sýnir, með hvílíkri hrifningu og
lotningu hinn ungi jarðfræðingur og nátt-
úruskoðari gekk að rannsóknarefni sínu.
Og 9—10 árum síðar, undir ævilokin, yrkir
hann:
O, þú jörð, sem er
yndi þúsunda,
blessuð jörð, sem ber
blómstafi grunda----------
En þótt hann geti tignað jörðina fyrir
fjölbreytt og sundurleitt eðli hennar, eins
og í inngangi fyrrnefndrar ritgerðar, er það
í rauninni einungis lífgjöful sumar-jörðin,
sem hann elskar. Þess vegna kennir hann í
brjósti um hana og öll hennar börn, þegar
hún ber hinn „þunga kross“ frosts og fanna.
Og samt átti Jónas sjálfur kross að bera
að vetrinum, sem var honum enn þyngri
en kuldi og snjór:
Myrkrið er manna fjandi,
meiðir það líf og sál------
Komdu, dagsljósið dýra,
dimmuna hrektu brott — —
Hann skrifar Jóni Sigurðssyni í miþjum
desember 1844: „(Eg var bæði) óhress og
þorði ekki vel út og hef þar hjá verið þung-
lyndur þessa daga. — — Skammdegið
hefur alltaf lagzt þungt á mig, síðan um
veturinn eg lá, en eg veit af reynslu það
bráir af mér eftir sólstöðurnar, og þá er eg
aftur til í allt.“ Hann hefur vafalaust eins
og fleiri átt, bágt með svefn í skammdeg-
inu, og
fátt verður þeim til bjarga,
sem nóttin níðist á.
Þegar þess er gætt, að verulegur vetur
leggst sjaldan að í Danmörku fyrr en í
janúar, er auðséð, að Jónas hefur í raun-
inni heldur kosið heiðríkara veður, þótt
kaldara væri, en dumbungsmyrkur jóla-
föstunnar. Og vitneskjan um, að sólin væri
aftur snúin heim úr suðri og lofaði hlýju
sumri, gerði honum undir eins léttara í
skapi.
Lífið var Jónasi, eins og ævikjörum hans
og skapferli var háttað, of erfitt til þess,
að hann vildi dekra við harma og bölsýni.
Það kemur m. a. gjörla fram í erfiljóðum
hans, að hann reynir jafnan að leita ein-
hvers sér til fróunar og hugstyrkingar.
Merkilegt dæmi þess er líka sonnettan, sem
fyrr er getið, A nýársdag, frá síðasta vetr-
inum, sem hann lifði. Framhald þeirra
tveggja vísuorða, sem áður voru tilfærð, er
á þessa leið:
sem himin sér og unir lágri jörðu
og þykir ekki þokan voðalig.
Hann hefur í upphafinu lýst þeim eyði-
leika, að nýja árið sé honum „svo sem ekki
neitt í neinu“, — og víkur seinna að við-
kvæmni sinni (heldur vil egkenna til oglifa),
— en samt finnst honum hugur sinn vera
þess megnugur að missa ekki sjónar á himn-
inum, una jarðvistinni og þykja jafnvel
ekki þokan (og myrkrið) hræðileg. Sér-
staklega athyglisverð eru hér orðin: lágri
jörðu. Þetta er ekki sú jörð, sem er „allra
móðir“, „máttug í eðli“ og vegsömuð af
skáldum og vitringum, heldur skammdegis-
jörðin, sem þokufargið grúfir yfir og því