Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 20

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 20
heLgafélL 162 að eins er unnt að sætta sig við, að hugsað sé hærra, séð til himins. I Alsnjóa er viðhorfið til jarðarinnar á hvörfum. Að vísu ávarpar skáldið hana sem móður og viðurkennir, að henni sé annt um börn sín. En hins vegar talar þann um hana með vorkunnsemi, aum- ingja jörð, sem reyni samt af veikum mætti (beri sig) að gera hlutskipti barna sinna bærilegt. Og hvernig? Með því að lita allt í ljósi, jafnt kulda og dauða vetrarins sem hita og líf vors og sumars. Þessi birta yfir ríki vetrarins er ekki einungis fegurri og hreinni en þokan og myrkrið, heldur er hún fyrirheit um, að allt sé sömu ættar, sem laugað er þessu ljósi, hlýindi handan við frostið, líf handan við dauðann. Og má þá ekki segja, að jörðin haldi móður- heiðri sínum, fyrst hún leggur slíka líkn með öllum þrautum? Einhver kynni nú að gera þá athuga- semd við aðalhugsunina í þessu kvæði, að það sé undarleg vísindi að þakka jörðinni ljósið. En svo framarlega sem gufuhvolfið heyrir jarðarhnettinum til, má líta á öll brigði veðra og skipti árstíða sem háð eðli jarðar, þótt önnur öfl séu þar líka að verki. Þó að sólin hellti geislum sínum yfir snjó- inn, mundi hann ekki slána, ekki verða litaður í Ijósi, ef hann væri svartur eða mó- rauður! En Jónas var ekki, þegar hann orti þetta litla kvæði, í neinum náttúrufræði- legum hugleiðingum. Hann var að leita sér huggunar, þar sem hann reikaði ein- mana um bláhjarn umhverfis og örlaga. Honum var ekki nóg að vera hraustur, setja „ hart á móti hörðu“ (A nýársdag), heldur varð hann að kenna til með jörð- inni og finna umönnun hennar á móti. Ekki er að efa, að Jónas hafi oft látið hugsanir sínar og tilfinningar í ljós með skýrara og fegurra móti en hér. En er samt ekki nokkuð til í því, sem Brynjólfur sagði, er hann bar þessa „vísu“ saman við tvö þýddu kvæðin, sem Jónas sendi honum á sama blaði, að þrátt fyrir hið kátlega miðerindi væri hún „mikið skáldleg og ef til vill skáldlegust af þeim öllum“?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.