Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 26
168
HELGAFELL
KRISTJÁN KARLSSON:
Rithöfundaþœttir III
___________________________________
Ef til vill er það goðgá að viðhafa lýsingar-
orðið notalegur um stórskáld, en Chaucer
er notalegur. Þetta stafar vissulega ekki af
því, að hann sé svo gamall eða gamal-
dags að hann komi okkur ekki við; það
er einmitt eitthvert dásamlegt nýjabragð að
skáldskap hans, að minnsta kosti að Kantara-
borgarsögunum, og þetta bragð hljóta allir
að finna strax og þeir fara að skilja þá
ensku, sem hann yrkir á, en til þess þarf
dálítinn lærdóm, jafnvel þó að menn kunni
nútíma ensku fyrir. Gera má ráð fyrir til
samanburðar, að nútíma Englendingur þurfi
að leggja á sig talsvert meiri fyrirhöfn til
að geta lesið Chaucer heldur en nútíma
íslendingur þarf til að geta lesið Eddukvæðin.
Chaucer er fæddur stuttu eftir 1340 og deyr
árið 1400, og mál hans stendur rótum, sam-
7. yfirlit
Afstaða þeirra er svöruðu fyrstu spurn-
ingunni játandi (alls 613) eða neitandi (alls
228) til þeirra spurninga er á eftir fóru,
er tekin til athiigunar í næsta yfirliti.
Svar við fyrstu
Á nefndin að vera skipuð. spurningu
J a Nei
a) vísindamönnum, eingöngu 33 43
b) stjórnmálamönnum, eing. 3 4
d) veit ekki 11 7
c) bæði vísindam. og stjórnm.m 53 46
Alls 100 100
Er það sanngjöm (ósanngjörn) lausn að skipta handritunum milli landanna? Já Nei
a) sanngjörn 43 40
b) ósanngjörn 44 50
c) veit ekki 13 10
Alls 100 100
kvæmt málsögunni, einhvers staðar miðja
vegu milli fornensku (miðað við Bjólfskviðu)
og nútímaensku. Það er svo frábrugðið
nútímaensku, að mönnum hefir ekki þótt
úr vegi að gera „enskar þýðingar'' á Kant-
araborgarsögunum, þó að slík tiltæki séu
víst ekki jafnvel liðin af öllum aðdáendum
skáldsins.
En nýjabragðið, sem ég nefndi svo, fersk-
leikinn, sem enzt hefir alla þessa tíð, og lifað
hefir allar breytingar í bókmenntasmekk og
alla duttlunga kynslóðanna, stafar, að því
leyti sem hann er ekki leyndarmál hins
gamla snillings, af einlægri og hrífandi gleði
Geoffrey Chaucer
skáldsins, sem er að uppgötva nýtt mál og
nýja list. Chaucer tekur Lundúnaenskuna
sem þá var, og hafði þótt harla fátæklegt
mál, og veitir yfir hana hugmyndum frönsk-
unnar og annarra meginlandstungna, sem
auðgast höfðu og þróast við langa og frjó-
sama bókmenntahefð, svo að hún lifnar við
eins og strjáll og visnaður grcður á vori.
Það leikur einmitt einhver dásamlegur vor-
andi um Kantaraborgarsögurnar, svo að
jafnvel útlendingur, sem fer í fyrsta sinn að
stauta sig fram úr hálftorkennilegum upp-
hafsorðum þeirra, Whan that Aprille with
his shoures soote The droghte of March
hath perced to the roote, and bathed every
veyne. ., vaknar við og finnur skyndilega
að hann er að fara með glaðan, lifandi skáld-
skap og alls ekkert fornyrðastagl. Eins og
til að staðfesta þetta byrja sögurnar á ein-
hverri yndislegustu vorlýsingu, sem til er
á enska tungu.
Chaucer leggur grundvöllinn að enskum
nútímaskáldskap í mörgum skilningi. En áð-
ur en ég vík að sögu hans eða þeim eigin-
leikum kvæða hans, sem kallast mega stað-
reyndir, vildi ég reyna að skýra, hvað ég
átti við í upphafi með hinu hversdagslega
orði notalegur. Engum myndi detta í hug að