Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 28

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 28
170 HELGAFELL einhverjum, en ekki sett saman úr smápört- um í einhvers konar verksmiðju, hlýtur kvæði að geyma svipmót höfundar að ein- hverju leyti (a. m. k. að því leyti sem það er ekki svipmót lesanda!) og þar af leiðandi hlýtur okkur að varða um samband höf- undar og kvæðis. Mér finnst þægilegt öryggi í því að vita, að höfundur Kantaraborgar- arsagnanna var mikill veraldarmaður, sem þekkti lífið af eigin reynd, kunni skil á ensku þjc.ðlífi á sínum tíma, hátt og lágt, hafði í embættum sínum umgengizt hinar ólíkustu manntegundir, vissi upp á hár, hvemig hver stétt hugsaði, talaði, klæddist. Ef einhver segði mér, að þetta skipti ekki máli, kvæði væri kvæði og ekkert annað, myndi ég álíta, að hann væri annaðhvort að látast, ellegar hann kynni ekki að gera greinarmun á skáldskapartegundum og væri því ekki treysiandi til að meta skáldskap yfirleitt. Chaucer er raunsæishöfundur í sannri merk- ingu þessa útþvælda innanhússorðs. Mörg önnur skáld vita eflaust meira um það, sem er handan þess, sem augað sér, en Chaucer kann einmitt skil á hinu. Skáld- skapur hans byggist á athugunum og reynslu fyrst og fremst, honum var ekki lagið ,,að fljúga hátt", segir hann af lítil- læti í House of Fame (,,Sökkvabekkur") þegar hann er að bera Dante og sig saman. Til Chaucers má leita fróðleiks um það, sem gerist næst okkur, til að freista að læra af því þá tegund vísdóms, sem fólgin er í lítillæti og umburðarlyndi. En auðvitað er Chaucer fyrst og fremst sagnameistari, sem er lagið að segja góðar sögur, skemmtilegar eða uppbyggilegar eða hvort tveggja. En hætt er við, að þeir almennu siðalærdómar, sem hann fellir einatt svo haglega og listilega inn í sögumar, þættu nú lítið skemmtilegir og lífsspeki hans sjálfs, sem lesa má óbeint út úr sögunum vekti athygli fárra núorðið, ef hann hefði ekki verið yfirburða húmor- isti. Hið einkennilega sambland frómleika og húmors, sem Chaucer er gefið, á engan sinn líka í enskum bókmenntum. Eftir Chaucer liggur mikið mál, ljóð, óbund- ið mál og þýðingar. Framan af ævi virðist hann einkum hafa lagt stund á þýðingar og eftirlíkingar eða endursagnir úr ítölsku, frönsku og latínu. T. a. m. þýðir hann úr latínu Um hugganir heimspekinnar, eftir Bóetíus. Annars er talið, að margt sé týnt af því, sem Chaucer skrifaði á yngri ccrum. En flestum ber saman um að gera hinum fyrri verkum hans ekki hærra undir höfði en svo að líta á þau sem æfingar og undirbúning undir hin tvö eða þrjú aðalverk hcms, sem hann samdi á fimmtugs og sextugs aldri: Troylus and Criseyde (svo kallað eftir sögu- hetjunum tveimur), The Legend of Good Women (harmsögur frægra trygglyndra ást- meyja) og Kantaraborgarsögumar. Ymsir myndu víst hiklaust ganga svo langt að telja allt, sem hann skrifaði á undan Kant- araborgarsögunum meira og minna ófmm- legar skáldskaparæfingar samanborið við þetta mikla og frumlega höfuðverk, sem skáldið byrjaði ekki á, fyrr en hann var kom- inn langt á fimmtugsaldur. Það er í samræmi við annað, sem maður veit eða þykist vita um Chaucer, að gáfa hans hafi þroskazt hægt, eða öllu heldur, að gáfa hcms hafi ver ið þeirrar tegundar, sem nýtur sín bezt með aldri og reynslu. í öðru lagi fer það eftir lík- um, að Chaucer hafi æft íþrótt sína mjög vitandi vits og farið sér gætilega. Það virðist liggja í augum uppi að þýðingar úr öðrum og þroskaðri bókmenntamcdum voru hin heppilegasta aðferð til að auðga málið. Þess ber að geta að á dögum Chaucers og all- lengi síðan fóru skáld einatt mjög frjálslega með þýðingar, breyttu, löguðu og ortu upp verk annarra skálda eftir geðþótta. Þannig tekur Chaucer kvæðið II Filostrato eftir Bocc- accio, þýðir suma kafla orðrétt, en breytir öðrum og eykur frá sjálfum sér tvö til þrjú- þúsund línum í kvæðið. Síðan heitir kvæðið Troylus and Criseyde. í raun og veru er það alveg nýtt kvæði, því að andi þess og persónugerð er öll önnur en frumkvæðisins. Nú myndu slíkar ,,þýðingar" varða við lög, en í þá daga litu menn öðruvísi á höfundar- rétt. Efnið, „sagan" er almannaeign og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.