Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 31
ALKOHÓL
173
um kornvín, sem Grikkir og Rómverjar töldu
barbaradrykk. Forn-Gyðingar voru lærðir
víngerðarmenn, og vitað er um sölufyrir-
komulag vína í Babýlon, sem tvímælalaust
getur kallazt einkasala. Víngarðar Kanaans-
lands voru orsök margra innrása frá ísrael,
og Yucatanhéruðin í Mexiko áttu á sama
hátt í vök að verjast vegna aloeframleiðslu
sinnar, sem notað var í pulque, aðaldrykk
hinna fornu Mexikoþjóða. Tacitus talar um
bjórdrykkju Germana, og íslenzkar forn-
bókmenntir um öl- og mjaðarneyzlu nor-
rænna þjóða.
Arabiski læknirinn Rhazes, sem uppi var
fyrir hérumbil 1000 árum, einangraði alkohól
úr víni, og frá Aröbum fluttist eimingarkunn-
áttan til Evrópu, að líkinduin á 11. öld eða
fyrr. Miklar líkur eru þó til þess að eiming
alkohóls hafi átt sér stað löngu fyrr, bæði
á fyrstu tímabilum Kínaveldis og í Indlandi,
og e. t. v. meðal annarra enn eldri og frum-
stæðari þjóða. Skipuleg lýsing á eimingu
alkohóls finnst í ritum Albertus Magnus
(1193—1280). Á tólftu öld gerðu írar usque-
baugh, sem er hið upprunalega nafn á
whisky (uisge beatha = vatn lífsins), en
tæplega getur þó framleiðsla eimdra drykkja
talizt atvinnugrein fyrr en á 13. öld. Elzta
heimild í skáldskap um eimingu drylckja
mun vera í Ijóðum velska skáldsins Talie-
sin, á 16. öld. Upphaflega voru eimdir
drykkir notaðir nær eingöngu til lækninga
í Evrópu, og sérstaklega fékk koníak orð á
sig sem læknisdómur. Árið 1842 framleiddi
Henry Heunell alkohól fyrstur manna efna-
fræðilega úr vatnsefni, súrefni og kolefni.
Mögulegt er, að alkohóldrykkir hafi fyrst
komið til íslands með Pytheas, um 300 árum
fyrir Krist, ef Thule, sem hann heimsótti, er
ísland, en til þess eru miklar líkur. Pytheas
var kunnugur vínneyzlu, og á leið sinni
norður kynntist hann mjaðardrykkju Breta.
Gera má fastlega ráð fyrir, að Papar hafi
neytt alkohóldrykkja, jafnvel bruggað þá á
íslandi. Með landnámsmönnum fluttist mjað-
argerð til íslands, ásamt neyzlu öls og vína,
sem að líkindum voru að mestu innflutt.
Samsetning og tegundii
Alkohól, — ethyl-alkohol, ethanol, — hefir
efnasamsetninguna C2H«0. Eðlisþyngd þess
er 0,786 við 25°C. Það er tær, litlaus
vökvi, sýður við 78°C og frýs við — 130° C.
í venjulegum stofuhita gufar það fljótt upp.
Það er eldfimt, brennur með bláleitum loga
og framleiðir mikinn hita. Bragð þess er brenn-
andi og lítið eitt sætt, og lyktin sérkennileg og
stingandi. Sem eldsneyti hefir alkohól mikla
tæknilega þýðingu, blandað lofti í úða er
það sprengihæft og getur því knúið aflvél-
ar. Það blandast auðveldlega vatni, æther
og klóroformi, leysir fitu treglega og hleypir
uppleyst . eggjahvítuefni. Þýðing þess við
efnafræðistörf er því mikil.
í framleiðslu og notkun er alkohól lang-
oftast blandað vatni og ýmsum öðrum fljót-
andi efnum, og þótt hægt sé að framleiða
nær 100% hreint alkohól, þá tekur það því
sjaldnast, enda venjulega selt sem 97—99%
sterk blanda. Venjulega er styrkleiki
alkohóls mældur í hundraðshlutum, og oft-
ast sem rúmmál. Þar sem alkohól er léttara
en vatn, verður hundraðshlutaákvörðun önn-
ur, ef um þyngdarhluta er að ræða. í ýms-
um löndum er þó styrkleiki alkohóldrykkja
gefinn til kynna með einingunni „proof", sem
er hér um bil tvöfaldur hundraðshluti. Þann-
ig hefir whisky, sem skráð er 90 proof, um
45% alkohóls.
Alkohól er framleitt með gerjun úr ýmsum
korntegundum, svo sem byggi, hveiti, rúgi
ofl. Slíkar alkohóltegundir nefnast kornal-
kohól eða kornbrennivín. Þá er það einnig
gerjað úr kartöflum, mjólk, hunangi og alls-
konar algengum sykursamböndum. Loks eru
ávextir hverskonar gerjaðir til víngerðar, og
standa vínþrúgur þar fremstar í flokki. Þótt
mismunandi nöfn séu notuð um margar
þessar gerjanir, er efnafræðileg mynd alko-
hólsins ætíð söm, en breytilegt útlit, bragð
og lykt ýmissa drykkja, ásamt ölvunar-
áhrifum, eiga m. a. rætur að rekja til auka-
efna, sem myndast í þessum mismunandi
gerjunum og gefa þeim séjkenni.
Sjálf gerjunin fer þannig fram, að vatn