Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 33

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 33
ALKOHÓL 175 tegunda. Vínþrúgur eru algengastar þessara óvaxta, en naumast er sá ætur ávöxtur til, er verulegt sykurmagn hefir, að ekki megi nota hann til víngerðar. Venjulega er gerj- unin ein látin nægja og getur styrkleiki vína þessara verið allt að 15%, en stundum er alkohóli bætt í eftir gerjun, eins og áður er sagt. Að gerjun lokinni eru vínin síuð og venjulega látin dafna á ámum um nokkurra ára skeið. í þeim eru mörg sömu aukaefni og í brenndu vínunum, en þar sem eiming hefir ekki farið fram, verður magn þessara aukaefna hlutfallslega meira. Á hinn bóg- inn ber þess að gæta, að vatnsmagn þeirra er óskert og þynning því meiri. Ef gerjunin hefir ekki verið látin ná hámarki, verða aukaefni enn minni. Þau efni í þessum vín- um, sem géta valdið óþægindum, eru m. a. sútunarsýrusambönd, (Acidum tannicum), sem valda hægðatregðu, ef um stóra skammta er að ræða. Margskonar efna- sambönd hinna ýmsu ávaxta gefa vínum þessum sérstakan ilm, lit, og bragð. Teg- undir þessar eru margar, einkum þar sem víða um heim er staðbundin víngerð til heimilisnotkunar. Enn fleiri tegundir þrúgu- vína en brenndra eru á markaðnum, og þekktastar eru portvín, sherry, burgundy, claret og kampavín, og af hverri mörg af- brigði. Þriðji flokkurinn, öl og bjór, er gerjaður úr byggi, hveiti og öðrum korntegundum, ásamt humlum, sem notaðir eru til bragðbætis. Kornið er látið spíra í rökum hita, og maltið síðan gerjað. Flestar bjórtegundir innihalda 4—5% alkohól, og sterkari öltegundir allt að 7%. í bjór eru ýmis aukaefnasambönd, svo sem sykur og sölt, einnig glycerin og tjöruefni svipað og í þrúguvínum, en að- eins í smáum mæli og skipta litlu máli. Vegna aukaefna og hins lága alkohól- magns er bjór oft notaður í eldislegu augna- miði, cg augljóst er, að ofurölvun er sjald- gæfari við neyzlu hans en flestra annarra alkohóldrykkja, enda viðrarkenna ýmis ríki það með því að auðvelda sölu og neyzlu bjórs öðrum drykkjum fremur. Bjórtegundir seldar á opinberum markaði víðsvegar um heim eru ekki ýkja margar, enda minnstur munur innbyrðis á gerðum þessum saman- borið við aðra alkohóldrykki. Fjórði flokkurinn, gervidrykkimir, eru sam- settir úr margskonar tegundum alkohól- gerða, en einkum þó úr flokki brenndu vín- anna, sem síðan eru blönduð ilmefnum, bragðefnum og litarefnum. Alkohólstyrk- leiki drykkja þessara grundvallast vitanlega á styrkleika þeirra vína, sem notuð eru í blönduna hverju sinni, og á magni alkohól- lausra þynninga. Tegundir þessara drykkja eru fjöldamargar, og vitanlega engin tak- mörk fyrir fjölbreytni þeirra. Þekktustu af- brigðin em stilir (nf. stjölur=cocktail), líkjör- ar, bitterar og absinthe. Af þessum tegund- um eru stilir algengastir. Venjulega eru þeir blandaðir úr whisky, gini, koníaki eða hreinu alkohóli, ásamt vínum með lægra alkohólmagni, svo sem vermouth. Sykur, appelsínubörkur, piparmynta ofl. eru notuð til bragðbætis. Venjulega er alkohólmagn stjala hátt, enda er þeirra tíðast neytt á undan máltíðum eða í stuttum hófum. Af öðrum gervidrykkjum er sérstaklega ástæða til þess að nefna absinthe, sem vegna mikils alko- hólmagns og þó sérstaklega ýmissa auka- efna er flestum drykkjum hættulegri, ef neytt er í óhófi um langan tíma. Staðbundin áhrii Ef sterkt alkohól kemst í snertingu við mannslíkamann, er einkum um fernskonar verkanir að ræða. Uppgufun þess kælir húð- ina, dregur saman háræðar og lækkar líkamshitann. í þessu augnamiði er það nof- að í hitasótt. Fituupplausnareiginleiki þess gerir það hæft til hreinsunar húðarinnar, ef notað í hófi, en of tíð notkun leiðir til húð- þurrks. Herzluáhrif alkohóls á eggjahvítuefni vinna á hliðstæðan hátt, og þetta atriði er hagnýtt til varnar legusárum. Loks hefir alkohól sýkillamandi áhrif, einkum í 70% blöndu, og hefir það því um langt skeið verið notað í sótthreinsun, þótt önnur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.