Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 34

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 34
176 HELGAFELL ódýrari og sýkilskæðari lyf hafi nú leyst það að nokkru af hólmi. Áhrif alkohóls á slímhúðir eru í flestum atriðum svipuð _og á hörund, en gerð og eðli slímhúða valda því, að viðbrögð þeirra verða meiri. Kemur það einkum fram í ert- ingu, sem við endurtekningu veldur roða, bólgu og sviða, ef um sterkt alkohól er að ræða. Nýting og efnaskipti Alkohól er eitt af þeim sárafáu efnasam- blöndum, sem blandazt geta óbreytt súrefni líkamans og nýtzt þegar í stað sem orku- gjafi. Þau efnasambönd, sem alkohól mynd- ar við bruna, eru meinlaus, og ætíð til staðar í líkamanum. Þegar alkohóls er neytt sem svarar 10 rúmsentímetrum á klukkustund, brenna h. u. b. 98% af því í lifrinni, það breytist í ediksýru, síðan í kolefnistvísýring og vatn. Þau 2%, sem eftir eru, skiljast óbreytt út úr líkamanum í þvagi og andar- drætti. Á þennan hátt mundi alkohól uppfylla allt að 40% af hitaeiningaþörf meðalmanns. Fæðugildi alkohóls er því augljóst. Nú ber þess að gæta, að alkohól þarf ekki að meltast í venjulegum skilningi þess orðs. Dvöl þess í maganum getur því verið stutt, ef ákveðin skilyrði eru fyrir hendi, sem síðar verður drepið á. Nokkur hluti þess, sem neytt er, stundum allt að 20%, fer út í blóð- rásina gegnum slímhúð magans, aðal- magnið færist niður í þarma og er tekið upp þar. Það finnst í blóðinu þegar eftir neyzlu, og meðan nokkuð er eftir óunnið. Efnaskipti alkohóls fara að langmestu leyti fram í lifrinni, eins og áður er sagt, og hraði þeirra er því kominn undir stærð, starfsemi og heilbrigði lifrarinnar, en ekki líkams- stærð, eins og margur hyggur. Fleiri atriði koma vitanlega til greina, en lifrin hefir aðalhlutverkið í þessum efnaskiptum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á dýrum, sýna, að ef numinn er brott hluti lifrarinnar, stendur efnaskiptahraði alkohólsins í beinu hlutfalli við stærð lifrarhlutans, sem eftir er skilinn. Ef meira alkohóls er neytt en lifrin getur hagnýtt hverju sinni, hleðst afgangurinn upp í blóðinu, þegar komið er að þeim takmörk- um, sem útskilnaður í andardrætti og þvagi leyfir. Ef þetta alkohól er nægilega mikið, veldur það ásvifi. Sjálf efnaskipting alkohóls fer fram með hjálp ýmissa efnakljúfa og gerhvata (fer- mentj. Síðan berast frumefni alkohólsins til vöðva og annarra líffæra, þar sem þau eru hagnýtt eins og önnur næringarefni. Þess ber að gæta, að án efnaskiptastarfsemi lifrar- innar geta vöðvar og aðrir vefir líkamans aðeins hagnýtt sér sáralítið af alkohólinu. Upptaka alkohólsins frá maga er hröð í byrjun, en hægir brátt á sér, jafnvel þótt nægilegt alkohól sé til staðar. Bæði upptaka frá maganum og færsla alkohólsins niður í þarma er hægari, ef aðrar fæðutegundir eru í maganum. Bjór er hægur í upptöku vegna sykurs og annarra næringarefna, sem í honum eru. Ásvifs gætir eigi, meðan alko- hólið er að mestu í maganum, en færsla þess niður í þarma byrjar skjótt, ef engar sérstakar ástæður hindra, upptakc þess í blóðið, efnaskipti og útskilnaður. Það alko- hólmagn, sem neytt er, er því raunverulega aldrei til staðar í líkamanum að frádregn- um nokkrum andartökum í byrjun. Sé neyzl- an hæg eða alkohólið mjög þynnt, getur mikill hluti þess, sem neytt er, verið brunn- inn og útskilinn, þegar drykkju lýkur. Neyzla ákveðins alkohólmagns gefur því harla litlar upplýsingar um ásvifsmöguleika, ef ekki er vituð tímalengd neyzlunnar, magn og gerð magainnihaldsins og önnur þýðing- armikil atriði. Fyrir kemur, að upptaka alkohóls frá maga og þörmum er óvenju hröð og aukn- ing þess í blóðinu að sama skapi snögg og mikil. Gildir þetta einkum, ef sterks drykkj- ar er neytt á fastandi maga. Hleðst þá blóð- ið alkohóli, áður en lifrin hefir tíma til efna- skiptastarfsemi, og heilinn, sem er mjög blóðrlkur, fær snögglega mikið alkohólmagn. Til þessa fyrirbæris eiga snögg ásvif rætur sínar að rekja.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.