Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 36

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 36
176 helgafell skrifarastöðu kemst af með lítinn matar- skammt, en erfiðismaður, sem neytir sama magns alkohóls dag hvern, verður að bæta drjúgum matarskammti við alkohólneyzluna, sem gefur honum að öllu samanlögðu betri útkomu ó líkamsbúreikningnum. Þótt mögulegt sé að nota alkohól til fæðu, sem nemi um 40% af allri næringu, horfir brótt til vandræða, ef alkohólmagn fæðunn- ar er hækkað upp í 70—80%. Ef reiknað er með 2000 hitaeiningum ó dag, næmi alko- hólneyzlan 226 grömmum, eða 502 gr. af 90 „proof" whisky. Þessi neyzla nálgast það hámark alkohóls, sem líkami meðal- manns er fær um að brenna á dag, svo að ekki mætti út af bera, ef alkohólforði ætti ekki að safnast f blóðinu. Viðleitni að hraða efnaskiptum alkohóls hefir ekki borið mik- inn árangur. Þau efni, sem annars hraða efnaskiptum líkamans, svo sem skjaldkirtils- lyf og insúlín, virðast hafa lítil áhrif í þessu efni. Hiti getur aukið efnaskiptin lítið eitt, en eigi svo, að um verulega hagnýta þýð- ingu sé að ræða. Fjarlæging alkohóls úr blóði fylgir til- tölulega ákveðnum hraða, lækkun blóð- alkohólsins nemur venjulega 0,01—0,02 hundraðshlutum á klukkustund, svo að ef alkohólmagn hefir náð 0,12%, má gera ráð fyrir, að það sé horfið úr blóðinu eftir 10 klst. Beinn útskilnaður fer fram í andar- drætti, þvagi og svita, og grundvallast þessi útskilnaður hver fyrir sig á alkohólmagni blóðsins á hverjum tíma, en naumast er talið að meira en 10% geti skilizt út á þenn- an hátt. Alkohól eykur þvagmyndun á sama hátt og aukin vatnsneyzla, með haml- andi áhrifum á starfsemi aftari hluta heila- hnoðans, og þessi þvagaukning er mest meðan alkohólmagn blóðsins fer hækkandi. Ákveðið hlutfall er milli alkohólmagns blóðvatnsins og þess þvags, sem myndast á hverjum tíma, þ. e. blóðvatn 100, þvag 135. Auðsætt er af þessu, að efnagreining á þvagi, sem safnazt hefir fyrir um nokkurn tíma, gefur takmarkaða hugmynd um alkohól- magn blóðsins. Telja má þó, að ef 0,35% eða meir finnst, hafi verið um ásvif að ræða. Kerfisbundin áhrif Þótt telja megi, að áhrifa alkohóls gæti hvar sem er í líkamanum, ef ’um verulega neyzlu er að ræða, eru það þó eigi að síður ákveðin líffæri og líffærakerfi, sem telja ber þýðingarmest í þessu sambandi, svo sem meltingarveg, lifur, nýru, heila og taugakerfi. Neyzla alkohóls getur farið fram sem drykkja, innspýting í æð eða innöndun í gufu. Drykkja er lang-þýðingarmest þessara neyzluaðferða og verður því fjallað um hana eina. Jafnan er átt við alkohól í þynningu, enda eru sárafáar drykkjartegundir, sem innihalda meira alkohólmagn en 50%. Alkohóldrykkja eykur munnvatnsrennsli með taugavakningu í slímhúð koks og munns. Meltingarvökvar mimnsins breytast lítið við blöndun alkohóls. Þó deyfir 10% blanda starfsemi þýjalíns (ptyalin). Stað- bundin erting getur valdið slímhimnubólgu í munni, tungu og vélindi við ofneyzlu, en venjulega er fjörvaskortur höfuðorsökin. Krampi í vélinda getur orsakazt á svipaðan hátt. Áhrif alkohóls á magann eru einkum tvennskonar. Annarsvegar örvar það sýru- myndun og slímsafa, ef um er að ræða blöndur, sem innihalda um 15% alkohóls. Ef um sterkari blöndu er að ræða, verða áhrifin hamlandi á starfsemi magaveggsins og líffæra hans. Alkohólneyzla getur or- sakað snögga magabólgu, en flest bendir til þess, að þær langstæðu magabólgur, sem oft finnast hjá óhófsmönnum, eigi rætur sínar að rekja til næ.ringartruflana fremur en beinna staðverkana. Hjá mörgum ofneyt- endum eru þær ekki til staðar, og vitanlega finnast þær einnig hjá vanneytendum alko- hóls. Ekki verður rökstutt á neinn hátt, að alkohól valdi krabbameini í maga. Venja er að ráða magasjúkum frá alkohólneyzlu, einkum ef um sármyndun er að ræða, en alkunnugt er eigi að síður, að margir slíkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.