Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 38

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Side 38
HELGAFELL 180 orsakaðar af’fjörviskorti, einkum Bi. Náskyld- ar að útliti eru breytingar,er fram koma við beri-beri, sem er annar fjörviskortssjúkdóm- ur. Af sömu orsökum er Vernickes-veiki, en þar eiga vefjabreytingarnar sér stað í heil- anum, með tilsvarandi geðfræðilegum ein- kennum. Um langa hríð hefir alkohól rang- lega verið talin aðalorsök þessa sjúkdóms, en margir sjúklinganna hafa aldrei neytt alkohóls, og í dýrum má framkalla sjúk- dóminn með Bi'fjörvilausu eldi. Þar sem um taugaskemmdir er að ræða í sambandi við alkohólneyzlu, er það raunverulega hátternisbreyting í neyzlu almenns fæðis, sem mestu máli skiptir. Tilraunir, sem gerð- ar hafa verið til þess að skipuleggja fjörva- gjöf þjóða, hafa leitt í ljós rénun á þess- um íaugaskemmdum. Þess þarf naumast að geta, að meðal þjóða, sem neyta af- hýddra hrísgrjóna sem aðalfæðu, eru tauga- skemmdir af þessu tæi algengar án nokk- urrar alkohólneyzlu. Þær persónuleikabreytingar, sem lang- varandi sjúkneyzla hefir í för með sér, hafa oft orðið grundvöllur þess áróðurs, að alko- hólneyzla væri bein orsök geðsjúkdóma. Óhóf getur vitanlega átt sinn þátt í geðsjúk- dómum og hugsýki (neurosis) á sama hátt og önnur hegðunar- og sjúkdómsfyrirbæri, sem valda andlegri þenslu, en þeir geðsjúk- dómar, er beinlínis stafa af alkohólneyzlu, eru tiltölulega fáir. Hér á eftir verður drepið á tvo þeirra. Þess ber fyrst að gæta, að líta verður á ofurölvun sem tímabundið geðtruflunarfyrir- bæri. Varandi persónuleikabreytingar eru þó vitanlega eigi til staðar. Ofurölvun er efna- fræðilega framkölluð stundartruflun, hliðstæð svæfingu, og grundvallast á inntökumagni ákveðins efnasambands, alkohólsins. Ofur- ölvun er sérstæðust allra þeirra fyrirbæra, sem við alkohólið eru tengd líffræðilega, vegna hins beina orsakasambands milli alkohólmagnsins og ástandsins sjálfs. Með einstaklingslegum smábreytingum fylgir of- urölvun svipuðum meginlínum, sem áætla má fyrirfram með sæmilegri nákvæmni. Frá þægindakennd og glaðværð breytist ástand neytandans stig af stigi í kæruleysi, dómgreindarskort, truflaða framkvæmdagetu, óráð og meðvitundarleysi. Hjá flestum er hægt að framkalla ásvif með alkohólgjöf, sem leiðir til 0,25% alkohólmagns í blóði eða þar yfir. A sama hátt má áætla þann bata, sem ásvifinu fylgir, þegar neyzlu er hætt. Þeir tveir geðsjúkdómar, sem tíðast or- sakast af sjúkneyzlu eru drykkjuæði (deliri- um tremens) og Korsakoffs geðveiki, og er hinn fyrri mun algengari. Tíðni þessa sjúk- dóms er um 4—5 af hundraði meðal lang- varandi sjúkneytenda. í báðum þessum sjúkdómsformum eru taugabólgur til staðar, orsakaðar af fjörvitruflunum. Þær breyting- ar, sem finnast í heila, eru rýrnanir á fell- ingum heilabarkarins, einkum ofantil á fram- skauti, en ná stundum aftur á miðlægari svæði, þ. á. m. þau, sem stjórna vöðva- hreyfingum og taka á móti skynjunum. Heila- himnur þessara svæða verða þykkar og ógagnsæar. Breytingamar eru upprunalega bólga í einstökum frumum, síðan visnun og brottfall. Endurbati ofannefndra sjúkdóma fer eftir því, hversu langt þessar breytingar hafa gengið. Neytendur og neyzluform alkohóls Hér að framan hafa nöfnin vanneyzla, hófneyzla, ofneyzla, sjúkneyzla og óhóf verið notuð til þess að gefa í skyn hin ýmsu alkohólneyzluform einstaklinga og hópa. Slík flokkun er óhjákvæmileg, ef athuga skal skipulega viðhorf einstaklingsins til alkohóls. Eigi að síður ber þess að gæta, að skipting sem þessi er naumást fræðilega alger og að erfitt er að draga hreina línu milli hverra tveggja flokka — jafnvel þótt um yfirlýsta stefnu sé að ræða. Vanneytendur eru þeir einstaklingar, sem einskis alkohóls neyta, af ásetningi eða vegna kringumstæðna. í þessum flokki eru skipulagðir bindindismenn, atvinnubindind- ismenn, óskipulagðir bindindismenn og loks ýmsir einstaklingar, er eigi hafa verulega

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.