Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 39

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 39
ALKOHÓL 181 fastar skoðanir á alkohólneyzlu, en taka eigi þátt í henni af ýmsum ástæðum. ■ Annar flokkurinn, hófneytendur, neyta alkohóls annaðhvort við og við eða daglega, en innan þeirra magntakmarka og tæki- færistakmarka, að hegðun þeirra brýtur eigi í bága við lög eða almennar umgengnisvenj- ur, starf þeirra bíður eigi hnekki vegna neyzl- unnar og yfirráð þeina yfir henni eru vísvit- andi og raunsæ. Alkohólneyzla þessara aðila er tíðast félagslegs eðlis og stendur oft í nánu sambandi við starf þeirra og stöðu í þjóð- félaginu. Ofneytendur eru þeir aðilar, sem neyta alkohóls oftar og meir en hæfir venjulegum umgengnisvenjum í stétt þeirra og stöðu. Þeir verða gjarnan ofurölvi, sumir neyta alkohóls að morgni til þess að vinna bug á neyzlu- einkennum undanfarins dags, athafnir þeirra, meðan á neyzlu stendur, brjóta oft í bága við almennt velsæmi og lög, og starf þeirra er verulega skert. Á hinn bóginn geta þeir neitað sér um alko- hólneyzlu ef svo ber undir, líkamleg og andleg afleiðingamerki neyzlu þeirra eru einungis tímabundin, og ekki er um beina sjúkdóma að ræða, er raktir verði til neyzlu þeirra. Fjórði flokkurinn, sjúkneytendur, neyta alkohóls í tíma og ótíma, eru ófærir að neita sér um neyzlu, þrátt fyrir betri vitund, brjóta áform sín um vanneyzlu og haga sér þráfaldlega þannig við neyzlu í heimahús- um og á almannafæri, að við velsæmi og lög varðar. Þeir eru ófærir að gegna störfum svo að á sé treystandi, og líkamlegt og andlegt ástand þeirra ber vott um lang- varandi sjúklegar breytingar. Þeir þarfnast sjúkrahúsvistar sjálfum sér og þjóðfélaginu til verndar. Neyzluháttur tveggja hinna síðasttöldu flokka nefnist sameiginlega óhóf, og aðilar þeirra óhófsmenn. Þau höfuðeinkenni, sem drepið er á hér að framan, eru vitanlega ekki ætíð öll til staðar í hverju einstöku tilfelli, og fleiri ein- kenni en hér eru nefnd geta komið til greina. Eigi að síður ætti skipting þessi að vera nokkur stuðningur við greiningu þessara þjóðfélagsfyrirbæra. Ætla mætti, að fyrsti flokkurinn, vanneyt- endur, kæmu lítið við sögu í þeirri tilraun til yfirlits, sem hér er gerð. Fjarri fer því að svo sé. í hópi vanneytenda er í fyrsta lagi um að ræða stóran hóp tiltölulega hlutlausra aðila, sem lítil eða engin afskipti hafa af alkohólmálum, hliðstætt þeim, er ekki stunda íþróttir og láta sig íþróttamál engu skipta. Sumir þessir aðilar greiða atkvæði með virkum bindindismönnum, ef um neyzlumál er að ræða, aðrir ekki. Annar hluti þessa hóps, bindindismenn af áhuga, hafa mynd- að sér ákveðna skoðun, ýmist á rökrænum eða tilfinningalegum grundvelli, sumir vegna reynslu af óhófi, aðrir vegna áróðurs, einkum í unglingafélögum og skólum. Að lokum ber að nefna atvinnubindindismenn, sem er fámennur flokkur aðila, sem hafa bindindisstarfsemi að starfi að einhverju eða öllu leyti og stunda boðun hennar á hlið- stæðan hátt og boðun trúarstefnu eða sölu afurða. Langflestir atvinnubindindismenn hafa upphaflega verið áhugabindindismenn. Höfuðmarkmið flestra virkra bindindis- manna er útrýming allrar alkohólneyzlu, m. a. með sölubanni á alkohóli. Ýmsir þessara aðila hafa aflað sér staðgóðrar þekkingar á vandamálum alkohóls, en á hinn bóginn eru einnig margir í þessum hópi, sem aldrei hafa neytt tækifæris að kynnast þessum mál- um í fræðilegu starfi, og suma skortir alger- lega þekkingu og tilfinningalegt jafnvægi til þess að hafa afskipti af alkohólmálum. Margir virkir bindindismenn vinna mikið og óeigingjarnt starf, en árangur þess verður oft neikvæður vegna ofstækis og trúarlegrar predikunarhneigðar. Sýnilegt er, hversu erfitt er að vinna á móti ákveðnu hegðunar- fyrirbæri með áróðri, án þess að gagnrýna um leið viðkomandi hegðun. Þar sem flestir óhófsmenn eru sjúklingar, í sálfræðilegri varnarafstöðu til umhverfis síns, er augljóst, hversu hættuleg sú gagnrýnisafstaða getur orðið. Svipuð afstaða mundi skapast, ef

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.