Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 40

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 40
182 HELGAFELL læknir gagnrýndi andvökur sjúklings, sem þjáSist aí huglægum kvilla. Ofuráróður skap- ar ætíð andstöðu, og neikvæða svörun. Greinilegt dæmi þess er, hversu margir af- komendur virkra bindindismanna hneigjast til óhófs á ákveðnu skeiði æfinnar. Hófneytendur finnast í flestum tekjustétt- um og starfsgreinum, þótt til þessa hóps veljist einkum aðilar, sem búa í borgum og öðru þéttbýli, stunda atvinnu, er krefst tíðra mannamóta, og hafa mikil viðskipti við aðra þjóðfélagsþegna, svo sem verzlunarmenn hverskonar, skemmtistarfsmenn, stjórnmála- menn og atvinnuferðamenn. Allskonar und- antekningar og afbrigði eru hinsvegar tíð. í sveitum Bretlands og írlands var algengt fram yfir síðustu aldamót, að bændur neyttu hófdrykks af whisky að morgni, um miðjan dag og að kveldi, og helzt sá siður sumstað- ar enn. Víðtækust er hófneyzlan sem skemmti- og félagsskaparatriði, og einnig er hún fastur liður í fæðisneyzlu heilla þjóða, sem hafa vínframleiðslu að atvinnu. Hóf- neytendur eru óskipulagður hópur, halda sjaldan uppi áróðursstarfsemi, og ofstækis gætir sjaldan í afstöðu þeirra til neyzlumála. Þekking þeirra á alkohóli og vandamálum þess er sízt minni en vanneytenda. Þeir telja yfirleitt, að alkohólverzlun eigi að vera sæmi- lega frjáls, undir heilbrigðu eftirliti, og að vandamál alkohólneyzlunnar séu bezt leyst með því að hver einstaklingur læri meðferð alkohóls á raunsæan hátt án allrar tilfinn- ingasemi. Margir atvinnubindindismenn telja hófneyzlu hættulega þjóðfélaginu, þar sem hún leiði til óhófs, en ekki verður séð, hversu sú skoðun verður varin fræðilegum rökum gegn hinni gagnstæðu skoðun, að hófneyzla skapi æskilegustu neyzluhætti hvers þjóðfél- ags. Þess ber að minnast, að fjöldi hófneyt- enda er langsamlega mestur allra alkohól- neytenda, og tekjur ríkja vegna áfengis- sölu koma að langmestu leyti frá þeim. Þar sem bindindisstarfsemi er styrkt með ágóða af áfengissölu eru hófneytendur því raun- verulegir launagreiðendur atvinnubindindis- manna. Milli hinna tveggja síðasttöldu flokka, of- neytenda og sjúkneytenda, er greinilegur stigmunur, sem í afleiðingu er þýðingar- mikill, þótt orsakamunurinn sé oft einungis geðfræðilegs eðlis. Ytra form þessa munar er einkum fólgið í neyzlutíðni, neyzlumagni og afleiðingaformi. En þegar hér er komið er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir þeim grundvallaratriðum, sem valda því, að neyzla ákveðinna einstaklinga tekur á sig andþjóðfélagslegt og sjúklegt form. Hér er vitanlega enginn kostur að stikla nema á örfáum steinum, og þá sérstaklega á þeim atriðum, sem efst eru á baugi í geðfræðilegri reynslu þess, er þetta ritar. Áríðandi er að minnast þess, að alkohól er ekki vanalyf. (addiction drug) á sama hátt og t. d. morfín eða heroin. Með þessum tveimur lyfjum og ýmsum öðrum er hægt að venja næstum því hvern einasta ein- stakling á neyzlu, sem skapar lífeðlisfræði- lega þörf, svo að sjúkdómseinkenni koma fram, ef lyfjagjöf er hætt. Sjúklegan ávana á alkohól er að vísu hægt að skapa í ákveðn- um einstaklingum, en um vanamöguleika alls fjölda manna er eigi að ræða, og vana- þörfin er að öllum líkindum eingöngu sál- fræðilegs eðlis. Ymsir hafa gert ýtrekaðar tilraunir að skýra óhóf á lífeðlisfræðilegum grundvelli, en að svo stöddu er ákaflega hæpið að slíkt komi til greina, þótt hitt sé jafnvíst, að ýmis lífeðlisfræðileg atriði geta átt þátt í sköpun persónuleikans, er verður háður þeirri sálfræðilegu þenslu, sem er rót óhófsins. Óhófsmenn koma fyrir í öllum stéttum þjóðfélagsins og starfsgreinum. Sýnt er eigi að síður, hversu umhverfi á drjúgan þátt í sköpun neyzluhátta og vali alkohóls sem úrræðis, þegar nauðsyn knýr á. Þótt erfitt sé að tala um heildarafstöðu óhófsmanna sem hóps, verður þess eigi dulizt, að heild- arafstaða þeirra gagnvart alkohólneyzlu er yfirleitt tilfinningaþrungin og óraunsæ, þótt þekking þeirra sé oft og tíðum engu lakari en annarra í þessum málum. Um skipulags- bundin samtök er naumast að ræða að frá-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.