Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 43

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 43
ALKOHÓL 185 Vinnutap þjóðfélagsins er sérstaklega af- leiðingaríkt atriði. Allir sjúkneytendur eru óvinnufærir og mikill hluti ofneytendahóps- ins. Opinber framfærsla margra þessara sjúklinga og heimila þeirra verður því oft óhjákvæmileg. Þótt sjúkrahúsdvalir ofneyt- andans séu sjaldgæfari og styttri en sjúk- neytandans, fer eigi að síður mikill tími starfandi þjóðfélagsþegna til umönnunar þessum einstaklingum, svo sem lækna, hjúkrunarkvenna, lögregluþjóna, gæzlu- manna allskonar og dómara, auk fjölskyldu neytandans sjálfs. Á hinn bóginn ber að athuga, að það vinnu- tap, sem hér um ræðir, getur enganveginn reiknazt alkohólinu einu til skuldar. Ekki er minnsti vafi á því, að verulegur hluti þessara tveggja hópa, ofneytenda og sjúk- neytenda, mundi verða þjóðfélaginu byrði, þótt ekkert alkohól væri til. Nokkur hluti þeirra mundi tvímælalaust neyta eiturlyfja í óhófi,en aðrir finna sér útrás í andþjóð- félagslegum athöfnum, svo sem eignaspjöll- um, siðferðisbrotum og kynvillu. Þess ber að minnast, að það huglæga ástand, sem til grundvallar liggur óhófinu, mundi enn verða til staðar, og þótt alkohólneyzlan hætti að vera eflingaratriði sumra þessara hug- kvilla, hætti hún jafnframt að verða öryggis- gátt annarra. Vandamál fjölda þessara ein- staklinga yrði þvi enn til staðar, að vísu í breyttu horfi, en vandamál eigi að síður. Og vert er að minnast þess, að mörg sjúkdóms- form huglægs uppruna eru enn óheppilegri en alkohólneyzla í óhófi. Háttemisfyrirbæri óhófsins eru ætíð þjóð- félagslega óæskileg, og gildir það oft eigi síður um hin léttari sjúkdómsfyrirbæri. Sem dæmi má nefna það, að meðal-ofneyt- enda er hópafbrigði, eitt af mörgum, sem að vísu er ekki fjölmennt, en á eigi að síður ríkari þátt í því að vekja andúð en flest önnur, sem þó eru af alvarlegri toga spunn- in. Þessir ofneytendur eiga það sameigin- legt, að sú létta hugsýki, sem þeir þjást af, er umhverfð smæðarkennd og þjóðfélags- leg ýgi (aggression). Venjulega er um að ræða einstaklinga, sem hafa nokkurn ver- aldlegan dugnað, en þekkingu og hátternis- þjálfun af skornum skammti. Ofneyzla þessara aðila, einkum á fyrra helmingi æfi, leiðir oft til sérstaklega óviðfeldinnar ofur- ölvunar, þar sem á skiptist hneigð til þess að vera dúsbróðir við allan heiminn aðra stundina, en kyrkja hann í greip sinni hina. Með aldri og auknum þroska batnar þessum aðilum venjulega, en í hverju þjóðfélagi er þetta ofneyzlufyrirbæri flestum öðrum óvinsælla. Afleiðingaríkastar eru þó ef til vill sál- rænar aðildir vandamanna óhófsmannsins. Innan fjölskyldu hans ríkir tilfinningastríð, þar sem margvíslegar togstreitur og andúðir myndast, einkum milli neytandans annars- vegar og maka og bama hinsvegar. Lang- varandi sálfræðileg vandamál skapast oft af þessum sökum, og er þjóðfélagsleg þýð- ing þeirra auðsæ, einkum þegar rannsökuð er persónusaga þeirra, sem alizt hafa upp á slíkum heimilum. Hér væri freistandi að gera ýtarlegri grein fyrir því, hversu óhóf kvenna hefir sérstöðu í þjóðfélaginu. Alkohólneyzla kvenna fer stöðugt vaxandi í flestum menningarlönd- um, jafnhliða aukinni þátttöku þeirra í æ víðari athafnahring. Til þessa tíma hefir hóp- neyzla kvenna verið nær óþekkt atriði, en fer vaxandi, þar sem hópneyzla karla hefir hinsvegar verið algengt fyrirbæri um langan aldur. Afstaða þjóðfélaga gagnvart alkohól- neyzlu kvenna hefir víða verið mjög ströng, og í stað þess að nota alkohól sér til tilfinn- ingalegrar útrásar, hafa konur orðið að finna sér önnur hátternisform, þar sem „tauga- áföll" voru efst á blaði. Óhóf kvenna hefir mótazt af þessu aðhaldi, þar sem til slíkrar neyzlu kom, auk þeirrar sálfræðilegu sér- stöðu, sem tilfinningalíf kvenna gefur tilefni til. Á síðari tímum hefir huglæg togstreita skapazt og færzt í vöxt milli líffræðilegrar hneigðar til eiginkonu- og móðurhlutverks annarsvegar og sjálfstæðrar atvinnusköp- unar hinsvegar, jafnhliða aukinni menntun og auknu frelsi kvenna, og val milli þess-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.