Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 44

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 44
186 HELGAFELL ara tveggja möguleika virðist oít orsaka andlega þenslu, sem leiðir til óhófs. Við- brögð konu, sem missir stjóm á alkohól- neyzlu sinni, verða venjulega öfgafyllri en karla, einkum með tilliti til siðferðilegs hátt- ernis, og þar sem agi þjóðfélagsins í þess- um efnum er strangari gagnvart konum en körlum, verða víxlverkanir hegðunar og sektarkenndar enn afleiðingaríkari. Agi þjóð- félagsins sést m. a. glöggt á því, að flest þjóðfélög eiga skopviðhorf til óhófs karla, en óhóf kvenna er sjaldan haft að gaman- málum. Slys af völdum alkohólneyzlu eru engan- vegin ný, en hafa færzt geysilega í aukana á síðustu áratugum, með vaxandi notkun véla, þar sem einn einstaklingur ber ábyrgð á lífi og heilsu fjölda annarra. Beinar efna- fræðilegar og líffræðilegar staðreyndir koma hér til greina. Þegar alkohólmagn blóðsins hefir náð ákveðnu stigi, verða æðri heila- stöðvar ófærar að leysa af hendi þá starf- semi, sem nauðsynleg er til þess að skynj- anir, viðbrögð og dómgreind séu óskert. Kemur þetta vitanlega fram f hvaða starfi sem er, en sérstaklega má telja, að bifreiða- akstur sé eitt hið þýðingarmesta atriði í þess- um efnum vegna tíðni þess starfs og ábyrgð- ar. Telja má, að ökumaður, sem hefir 0,15% alkohóls í blóði, sé ekki fær um að aka bifreið né framkvæma önnur hliðstæð áhættustörf. Á hinn bóginn eru nær engar líkur til þess að um ásvif sé að ræða, ef alkohólmagnið er minna en 0,05%. Á sama hátt og hófneytandi stillir neyzlu sinni í hóf hvort sem um er að ræða samkvæmi eða samningagjörð, þannig, að framkvæmda- hæfni hans haldist nægileg til hvors sem er, verður neyzla hans einnig að miðast við það að fara ekki yfir 0,05% alkohóls í blóði, ef aka skal bifreið eftir neyzlu. Sé um meiri neyzlu að ræða, verður hann að láta akstur niður falla. Mjög oft er þetta atriði, sem sker úr því, hvort neytanainn hefir vald yfir neyzlu sinni. Þótt ölvun hans verði meiri en leyfilegt er til bifreiðaraksturs, er enginn ástæða til þess að ætla, að hann sé ofneyt- andi, en ef hann á hinn bóginn ekur bifreið þegar svo stendur á, skyldi hann endurskoða afstöðu sína grandgæfilega í þessum efn- um. E. t. v. hjálpar þetta dæmi til þess að sýna, að ofneyzla er ekki einungis komin undir neyzlumagni, heldur einnig undir því valdi, sem einstaklingurinn hefir á tfma-, stað- og hegðunarvali í sambandi við neyzlu- atburðinn. Mjög er algengt, að áherzla sé lögð á orsakasamband milli alkohólneyzlu og af- brota. Hér sem víða annarsstaðar er nauð- synlegt að gaumgæfa samband þessara tveggja þjóðfélagsfyrirbæra á rökrænan hátt. Ekki leikur vafi á því, að mörg afbrot eru framin í ölvun og að verulegt ásvif dregur úr siðferðis- og réttlætiskennd ýmissa ein- staklinga. Hinsvegar er jafnvíst, að þáttur alkohólsins í orsök afbrota hefir verið marg- faldaður úr hófi fram. Afbrotaorsakir eru margar og margvíslegar, bæði þjóðfélags- legs eðlis og einstaklingslegs, og þess er vitanlega enginn kostur að rekja þær hér. Hinsvegar verður ekki hjá því komizt að benda á það, að eitt af víðtækustu orsaka- atriðum afbrota er geðfræðileg vanheilsa ein- staklingsins sem afbrotið fremur, sem bæði getur verið hugsýki (neurosis) eða vangæfni og stundum jafnvel beinir geðsjúkdómar. Af- brot og óhóf sama einstaklings eru tvímæla- laust hliðstæð sjúkdómseinkenni sameigin- legrar orsakar, þar sem sálrænn kvilli vegur til beggja handa, útávið gagnvart þjóðfélag- inu í afbroti og innávið gagnvart einstakl- ingnum í óhófi. Þau afbrot, þar sem alkohólneyzla er beint orsakaratriði, eru einkum minniháttar and- þjóðfélagslegar athafnir, svo sem óspektir á almannafæri, áverkar í drykkjulátum o. s. frv. Um skipulagða afbrotastarfsemi gildir hinsvegar hið sama og önnur störf, að óhóf hamlar framkvæmdum. Algengt er að finna afbrotamenn í fangelsum, sem komust þá fyrst undir mannahendur, er alkohólneyzla þeirra gekk úr hófi. Á hinn bóginn er auð- velt að sanna, að langmestur fjöldi óhófs- manna gerist aldrei afbrotamenn. Ekki er

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.