Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 47

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 47
ALKOHÓL 189 reynslan sýna, að þar sem alkohólsala er sæmilega frjáls, en undir heilbrigðu eftirliti, skapist hófstillt neyzluhefð, sem vegur á móti óhófi. Óhóf í alkohólneyzlu á að langmestu leyti rætur sínar að rekja til sjúklegra fyrirbæra í sálarlífi einstaklinga og þjóða, þar sem inní fléttast margvíslegar aukaorsakir og gagnáhrif. Afleiðing óhófs kemur sérstak- lega fram í ákveðnum sjúkdómum, þar sem næringarefnaskortur leikur meginhlutverk, í vinnutapi, í slysum og loks í neikvæðri sálarlífsaðild þeirra einstaklinga, er tilfinn- ingalega afstöðu taka til óhófsmannsins. Vandamál það, er hér skapast, er að lang- mestu læknisfræðilegs eðlis og skyldi með- höndlað sem slíkt, þar sem reynslan sýnir, að einhliða áróður er neikvæður, eins og alþekkt er frá öðrum læknisfræðilegum við- fangsefnum. Þjóðfélagslegar afstöður þarfnast víða rækilegrar endurskoðunar. Bersýnilegt er, að hverju þjóðfélagi er óhollt að lenda í tvískauta afstöðu og bjóða með annarri hendi það, sem bannað er með hinni. Sér- staklega ber að leggja áherzlu á það atriði, að þjóðfélagið væntir hófneyzlu af þegnum sínum, og fræðsla þess ætti að stefna í þá átt, í stað þess að styrkja áróður gegn slíkri neyzlu. Vafalaust er, að hlutlaus fræðsla er æskilegri unglingum á þroskaskeiði en áróður með öfgum. Fátt er jafn-freistandi til prófunar ungum eins og sá fjandi, sem stöð- ugt er málaður á vegginn. Það heimili og þjóðfélag, sem elur æsku sína upp í hóg- værri afstöðu til alkohólmála, ásamt fullri þekkingu, svipað og um rafmagnsnotkun eða tedrykkju væri að ræða, stuðlar rökrænt að hóflegri neyzlu alkohóls, hvort sem einstak- lingurinn notar það til unaðsauka eða sef- unar. Helztu heimildir Courville, Cyril, B.: Effects of Alcohol on the Nervous System of Man, Los Angeles, 1955. Diethelm, Oskar: Etiology of Chronic Alcoholism, Spring- field, 111. 1955. Ðriver, John Edmund,: Textbook of Pharmaceutical Chem- istry. London, 1955. Haggard, Howard W. and Jellinek, E. M.: Alcohol Ex- plored, New York, 1942. Jellinek, E. M.: Alcohol Addiction and Chronic Alco- holism, New Haven, 1942. Thompson, George N.: edited by: Alcoholism, Spring- field 111. 1956. Waddell, J. A. and Haag, H. B.: Alcohol in Moderation and Excess. Richmond, Virginia 1940.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.