Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 48

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 48
190 HELGAFELL UNDIR SKILNINGS TRÉNU En hvernig gengur með saltkjötið? Engin eftirspum eftir ljónum. Vísir, fyrirsögn. Og hefði fleirum orðið. Háskólanum hafði borizt vitneskja um, að hann væri svikahrappur, en því neitaði Hewitt blákalt, Sunnudagsblaðið, 73. okt. Því ekki? En heimsókn, því þorði hann ekki, Sama. Og jafnvel víðar Þegar prófessor að nafni Alfred Weber, við eðlis- fræðideild háskólans í St. Louis ritaði og bað um persónulegt viðtal, sló köldum svita út um allan Marvin Hewitt. Sarna. Úr skemmtanalífinu Ágæt skcmmtun í Austurbæjarbíó. AA-cabarett- inn svokallaði var frumsýndur síðastliðið föstudags- kvöld að viðstöddum forseta íslands, forsetafrú og öðm stórmenni. . . . Óli Ágústar, ungur rokksöngv- ari af Presley-skólanum söng þrjú rokklög, þar af citt íslenzkt, sem ekki hefur verið flutt áður opinberlega. Kynnir var Baldur Georgs, og sýndi hann einnig töfrabrögð. Þá kom Konni einu sinni fram á sviðið. Alþbl., t haust. Fáheyrt gat Þau fáheyrðu tíðindi gerðust vestur á Brávallagötu 16, Reykjavík s.l. laugardagskvöld, að riffilkúla kom inn um glugga á þriðju hæð hússins og lenti í loft- inu, þar sem hún sat föst. Gat kom á rúðuna eftir byssukúluna. Alfrbl. 75/9 57. Hádegisboð með dömum 26. sept.: Auk tveggja starfsfunda, hádegisboð með dömum. Frétt frá Tónlistarfélaginu, Mbl. Áhættur lífsbaráttunnar Lífsbaráttan var þá harðari hjá öllum almenningi en nú þekkist enda urðu börn foreldra hans 10. — Mbl. 37. okt. Hreyfanlegir með handafli? LJrvalsliðið sýndi að það ætlaði að berjast til þraut- ar og vom leikmenn þess ákveðnir og hreyfanlegir. Timinn, 10/8 '57. Siðmenningarstigið hérlendis Loks er Tsjekov heitnum allt of lítill greiði að þýð- ingu Kristjáns Albertssonar á Zinaídu Fjodorovnu, °g parf enn eitthvaS til aS koma, ef orSstír hans hér- lendis sem smásagnahöfundar skal á siSmenningar- stigiS. Helgi Sæmundsson, Alþbl. 29/7 '57. (Leturbr. Helgafells). Hristingur Dulles kvað sendingu sovézka gervitunglsins hafa verið jákvæða fyrir Bandaríkin í þeim skilningi, að hún hristi þjóðina úr sjálfsánægjunni. Alþbl. i7/9 '57. Léttmeti Verdis „Tosca“ er þunglamalegri en hinar léttu ópemr Verdis. Alþbl. 26/9 '57. Brot úr kvæði Dmkku þeir fast, en dólgur sveri draugabrögðin notar þar. Leiðir hann Vött í ljósa sali, þar lagleg hvíla búin var. En þegar Vöttur þurfti að sofa, þá kom hann ei blundi á brá. Ægilegt sverð er upp hann lítur, yfir honum hangir þá. Skrúðsbóndinn fljótt blundi bregður býður Vetti góðan dag, síðan hvemig sofið hafi, segðu mér allt um þinn hag. Vöttur segir vini sínum vandræðin er ekkert bull. „Ekki skal þig elsku vinur oftar hræða dordingull." fólablaS Tímans 7957 Velvakandi Svefnleysi er ekki eins skaðlegt og margur virðist halda. Menn og skepnur hafa lifað án svefns tím- um saman án þess að bíða við það nokkurt tjón á heilsu sinni. E. P. Timinn.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.