Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 49
'
...
tDCDkcmem-itin'
B‘” ; . 'v, I SH m
Nokkur orð
um bókasöfn
Bókaútgófa á árinu 1957 mun vera mjög svipuð
aS magni eins og áSur var, samkvæmt þeim heim-
ildum, sem völ er á aS sinni. ÞaS er mikil huggun
í bókasnauSu landi aS vita af því, aS prentvélarnar slaka ekki
á, þó aS pappírinn hækki í verSi. En bókasnautt land verSur ísland
samt, meSan söfn okkar hafa ekki ráS á aS kaupa jafnharöan
helztu vísindaverk, sem menntaSur maSur í hverri grein þarf til
aS fylgjast meS, eSa þau skáldverk á vestrænum timgum, sem
helzt þykir mark aS á hverjum tíma. ÞaS er engan veginn ætlunin
aS benda á þetta til þess aS gera lítiS úr þeirri atorku, sem stöku
söfn hafa sýnt í því upp á síSkastiS aS fylla í skcrSin frá fyrri tíS
og freista aS draga samtímann uppi. íslenzk bókasöfn höfSu ekki
mikil fjárráS framan af. En ef menn vilja gera sér grein fyrir þeim
ógrynnum fjár, sem variS hefir veriS til íslenzkrar bókaútgáfu ár-
lega undanfarin fimmtán til tuttugu ár — og guS launi þá eySslu-
semi, sem hefir gert íslenzkum rithöfundum kleift aS lifa af verk-
um sínum — þá má gera sér í hugarlund, aS viS hefSum getað
lagt ofurlítiS ineira af mörkum, án þess aS verSa gjaldþrota, til
Landsbókasafnsins og Háskólasafnsins. Ef þessi tvö söfn hefSu
umboS og fjárráS til aS kaupa inn árlega skynsamlegan fjölda
bóka aS dómi bókavarSanna, fram yfir þaS sem brýn nauSsyn
krefur, þá væri miklu áorkaS. ViS höfum þaS lengi búiS aS okkar
útgáfú, aS viS tortímumst varla, þó aS viS getum ekki keypt allar
heimsins bækur í einu lagi. Önnur söfn á landinu eiga síSan aS
hafa gagn af forréttindum þessara safna, meS því að fá lánaSar
bækur eftir þörfum í pósti. Og vitaskuld ættu fjórSungssöfn og
önnur smærri aS geta aflaS sér sæmilegs erlends bókakosts smám
saman þó aS ekki sé hægt aS gefa öllum írjálsar hendur í einu.