Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 51

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 51
BOKMENNTIR 193 í haust sem leið kom nýjasta saga Stein- becks, The short reign of Pippin IV, Hunda- dagastjórn Pippins IV, út hér á vegum Al- menna bókafélagsins. Þýðinguna gerði Snæ- bjöm Jóhannsson, og virðist honum hafa far- izt hún mjög vel úr hendi. Þetta er aðallega skopmynd af stjórnmálalífi Frakka, en ann- að veifið beinir höfundur líka skopi sínu að Ameríkumönnum, og einkar góðlátlega af Ameríkumanni að vera. Sagan er kannske í lengsta lagi, eins og góður brandari, sem teygður er á langinn, án þess að hann fari þó nokkum tíma alveg úr reipunum. Það er virðingar vert, að höfundur tekur hvergi meira fyrir en hann ræður .við, hann er eins fyndinn og hann ætlar sér að vera, en aldrei fyndnari. Ekkert kemur á óvart. Bókina skort- ir alveg frumleik, en það væri víst hót- fyndni að vera að setja það lítilræði fyrir sig, úr því að hún skilar nokkurn veginn því litla, sem höfundur virðist hafa ætlað að segja. Sagan af Pippin konungi er mjög ólík öðrum sögum Steinbecks, hún er miklu lík- ari því, að vel menntur yfirstéttarmaður frá New York hefði skrifað hana sér til dægra- styttingar eftir nokkurra mánaða dvöl í Frakk- landi, heldur en hinn róttæki fylgismaður nátt- úrustefnunnar, sem samdi Þrúgur reiðinnar. En eftir á að hyggja, eitthvað svipað mætti segja um flestar sögur Steinbecks, þær eru sín úr hverri áttinni. Að nokkru leyti bera þær vitni um mikla fjölhæfni, en jafnframt. um einhvers konar óvissu og hverflyndi. Það er eins og svipmót höfundarins óskýrist með hverri nýrri bók í seinni tíð. Erfitt er að deila við þá,.sem finnst Tortilla Flat skemmth legasta bók Steinbecks, en auðvitað er Þrúg- ur reiðinnar langmerkilegasta verk hans, og það fer ekki milli mála, að hann hefir aldrei síðan skrifað sögu, sem kemst í hálfkvisti við hana. Sumir gagnrýnendur, þeirra á með- al Edmund Wilson, sem ekki er ráðlegt að vefengja gálauslega, halda því fram, að Steinbeck hafi spillzt á síðari árum af því að skrifa fyrir kvikmyndir, glatað einurð og sjálfstæði til að skrifa heiðarlega. Víst eru margar sögur Steinbecks grunsamlega vel lagaðar til kvikmyndunar, og samt er þessi kenning einhvern veginn of einföld og of sennileg til þess að hægt sé að sætta sig við hana. Hvað sem því líður, þá er ein- hver óþægilegur tvískinnungur í flestum bók- um Steinbecks: raunsæileg nákvæmni og vísindaleg efnishyggja leysast þegar minnst vonum varir upp í dultrú og lotningarfulla uppgjöf fyrir óræðum og órökvísum kröfum mannssálarinnar. Hversdagslegar raunsæis- lýsingar snúast allt í einu upp í háfleygar dæmisögur. Steinbeck verður ákaflega star- sýnt á ofbeldishneigð og grimmd manns við mann. En jafnframt virðist hann hafa ein- læga og barnslega trú á eðlisgæzku alls, sem lifir, og honum gengur illa að sam- ræma þetta. Af Tortilla Flat má ef til vill ráða, að Steinbeck líði bezt og hann sé sjálfum sér samkvæmastur, þegar hann skrif- ar um sem frumstæðast og ábyrgðarlausast fólk. Hugmyndin um óeigingjarnt bræðralag þeirra, sem standa utan þjóðfélagsins, er auðvitað að nokkru leyti rómantísk ímynd- un, en hún hentar Steinbeck. Hún leiðir hann að vísu í gönur í Mýs og msnn, af því að fábjáninn, Lennie, stendur of langt utan við mannlegt samfélag til þess, að hægt sé að taka mark á honum. Eg held, að það væri ekki fráleitari lýsing á Steinbeck en hver önnur að kalla hann píslarvott nútíma real- isma og vísindalegrar efnishyggju. Hvorugt virðist honum nógu eðlilegt. Og Pippin er

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.