Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 56

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 56
198 HELGAFELL legu rök”, eins og hann kallar það (bls. 86). Engan þarf að furða, þótt Snorri Sturlu- son verði heldur skrítinn, þegar hann kemur upp úr þessu marxistíska þrifabaði, og að töluverð átök verði á milli síra Gunnars annarsvegar og Snorra og samtímamanna hans sumra hinsvegar, þegar klerkur er að kaffæra þá í lútnum. Verða ýmsir fyrir slett- um af þeim ágangi. T. d. er þeim Árna Pálssyni, Jóni Helgasyni, Fredrik Paasche og Sigurði Nordal skammtað það á bls. 173, að þeir leggi á Snorra „mælikvarða smá- skítlegs valdajuðara og aurasálar”. Venju- lega skrifar síra Gunnar þó af kurteisi um aðra rithöfunda. Um Sigurð Nordal talar hann af mikilli virðingu á bls. 17 o.v., og á bls. 44 talar hann af umburðarlyndi um þá meinloku Nordals, að átta sig ekki á því, hvað var „nýi andinn” og hvað „gamli and- inn” á Sturlungaöld. „Sú skoðun var eðlileg, þegar Nordal reit bók sína”, að þekkja ekki sundur nýtt og gamalt. „Síðan hafa skýrzt viðhorf til félagsþróunar Sturlunga- aldar", og þótt ekki sé það sagt á þessarri blaðsíðu bókarinnar, skilst manni, þegar lengra er lesið, að það séu spámannleg skrif þeirra Einars Olgeirssonar og Björns Þor- steinssonar, sem hafa haft hausavíxl á nýja og gamla andanum. Sigurður Nordal lýsir Hvamm-Sturlu svo, að hann hafi verið „ágjarn og ráðríkur, slægvitur og þrautseigur, kaldráður og heift- rækinn”. Hjá síra Gunnari fær maður allt aðra mynd. Hann er að vísu „slægur djúp- hyggjumaður” (bls. 34), en fram eftir öllum aldri í raun réttri ósköp meinhægur, sjálf- kjörin ímynd hinna fornu dyggða íslenzks sveitarhöfðingja. En þegar karlinn er hálf- sjötugur að aldri, hleypur fjandinn í hann. „Hann skynjar, meira eða minna ljóst, eitt- hvert ægilegt vald, sem er að rísa upp í þjóðveldinu og ægir kotungsvöldum smá- goðanna, sem hann finnur sig fulltrúa fyrir. Meir ósjálfrátt en sjálfrátt rís hann gegn þessu valdi” (bls. 35). Hann „leiðist til þess háttar aðgerða, að líkast er ósjálfstæði (sic) .., Skýringin gæti verið sú, og engin önnur líklegri, að Sturla sé kominn í vígamóð gegn ópersónulegum öflum, sem hann skilur ekki, finnur, að hann kann ekki tök á .. . Það er vald hinnar upprennandi yfirstéttar” (bls. 34). Fremsti fulltrúi og í raun réttri persónu- gervingur hinnar „upprennandi yfirstéttar” er Jón Loftsson í Odda. „Að vísu hafði Jón Loftsson ekki skilyrði til að skilja samfélags- öfl, samfélagsþróun og félagsleg átök síns tíma á þann hátt og í sama mæli, sem við skiljum þau nú" (bls. 37), sem varla var nú heldur von, töluvert á sjöundu öld áður en Marx og Engels fæddust suður í Þýzkalandi, og nær 800 árum áður en þeir Einar Olgeirs- son og Björn Þorsteinsson heimfærðu fagn- aðarerindið á fornöld þessa lands. Þegar fyrirrennarar og forfeður Jóns Lofts- sonar voru að „skipuleggja gróðabrall handa uppvaxandi yfirstétt í landinu" gerðu þeir það ekki „af ráðnum hug”. „Sennilega hef- ur undirvitundarstarf átt drýgstan þátt í löggjöfinni, þar sem þeir gáfu stétt sinni aukin vaxtarskilyrði með fé því, er tíundin veitti til kirkju og presta" (bls. 24). En Jón var furðu klókur og stéttvís svo að af bar. Þarna sér hann Hvamm-Sturlu, einn helzta höfðingja vesturlands, ærast „í vígamóð gegn ópersónulegum öflum”, sem karlinn botnar ekkert í, unz hann kann sér ekkert hóf í yfirgangi og ágirnd. Þá fer hann á stúf- ana, kúgar gamla manninn til að láta sér lynda sanngjörn málalok, — og lætur loks líta svo út, sem hann veiti honum fulla upp- reisn æru með því að taka Snorra son hans í fóstur. Nú kom það sér vel fyrir Jón Loftsson, að hann var ekki upp á það kominn, eins og ísleifur biskup, Markús Skeggjason og Sæmundur fróði forðum, og raunar Hvamm- Sturla enn á þeim tíma, sem hér um ræðir, að vinna með undirvitundinni einni saman. Með sonarfóstrinu sló hann ryki í augu kot- ungsgoðans að vestan, því að í bókinni eru „færð rök að því, að með uppeldi Snorra Sturlusonar í Odda býr vitandi ásetningur stéttarhöfðingjans að styrkja aðstöðu stéttar sinnar" (bls. 38). Jón hafði veitt því athygli,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.