Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 57

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Qupperneq 57
BÓKMENNTIR 199 að á Suðurlandsundirlendinu voru það eink- um tvær ættir, Oddaverjar og Haukdælir, sem tekizt haíði að safna að sér auði og völdum. Hefði Jón nú aðeins farið eftir venju- legri mannlegri hugsun, má ætla, að honum hefði þótt gaman að vera voldugasti höfð- ingi landsins, og að honum hefði síður en svo verið á móti skapi, að afkomendur hans bæru af öðrum höfðingjum að auð og völdum. En Jón sá, að hann varð að hafa hegðun sína í samræmi við kennslubækur í marxisma, sem skrifaðar yrðu mörg hundruð árum síðar. Hann sér, að á næstu grösum fyrir vestan, í Borgaríirði, eru menn orðnir á eftir að hlýða kalli sögunnar. Þar eru ,,kotungsvöld smágoðanna" enn í al- gleymingi. „Líklegt er, að það hafi hreint og beint verið áhugaefni Jóns Loftssonar, að sú yrði þróun mála, að Borgarfjörður yrði samfelld heild á sama hátt og Ámesþing og Rangárþing voru þegar orðin" (bls. 45). Hann nær sér því í þennan strákling vestan úr Dclum, beinlínis í því skyni, að „ala Snorra upp til mannaforráða nýrrar skipunar nýs tíma. Það liggur beint við að ætla, að fyrir Jóni hafi vakað að gera Snorra að tengilið milli veldis þeirra Sunnlendinga og Dala- manria" (bls. 44). Þetta fór nú allt eins og það átti að fara. Þegar fylling tímans var komin kvæntist Snorri Herdísi Bersadóttur hins auðga á Borg fyrir atbeina Þórðar bróður síns og Sæ- mundar Jónssonar í Odda, safnaði miklum auði, og eignaðist önnur goðorð um Borgar- fjörð, sem sagt allt í samræmi við þá for- skrift, sem höfundur eignar Jóni Loftssyni. En skaði er það, að síra Gunnar skuli ekki gera nánari grein fyrir því, hvernig Jón fór að því að koma Snorra til Borgarfjarðar. Almennum lesanda virðist Jón hafa löglega afsökun frá afskiptum af því máli, því að hann var dauður tveim árum áður en Snorri gekk að eiga Herdísi. En skýringarinnar er væntanlega að leita í dulúðugri vitund þró- unarinnar. En nú kemur eitt til enn. „Jón Loftsson er líklegur til að vera ein þeirra manngerða, sem nútíminn telur ekki sem æskilegasta til uppeldis sjálfstæðra og stórbrotinna manna" (bls. 160). Það var sögulegt óhapp, að klerkur skyldi ekki vera í Odda á 12. öld, til þess að benda þeim á það, Sæmundi, Ormi Breiðbæling og Páli biskupi, hversu illa þeir vcru upp aldir, það hefði getað losað þá við komplexin og gert þá svolítið mannborlegri. En sleppum sonum Jóns Lofts- sonar og snúum okkur að meðferðinni á hinum þústaða fóstursyni, Snorra Sturlusyni. „Uppeldi Snorra er við það miðað, að hann verði voldugur höfðingi að forskrift þróunar, sem var fjarri því að höfða til félags- legs viðhorfs hans" (bls. 174). „Hámenning Oddastaðar, sem ljóma lagði af um gervallt land frá dögum Sæmundar fróða, hefur enn aukið á mótsetninguna milli Oddaverjanna og Daladrengsins, sem kominn er af ætt- um ómenntaðra smáhöfðingja í útkjálka- héraði” (bls. 163), — svona durga eins og Egils Skallagrímssonar og Snorra goða, svo að tvö dæmi séu nefnd. Það er ekki von, að Snorra falli það vel, að vera „lyft til höfðingdóms", því að „höfð- ingdómurinn er ekki ávöxtur baráttu, sem átti rætur í kviku hans eigin barms" (bls. 171). „Það sést ljóst og enn skýrar en á loft hefur verið haldið, að með Snorra bjó uppreistarhugur gegn Oddaverjum, jafnframt því sem hann var bundinn þeim sterkum vináttuböndum, sem hann ekki vildi slíta" (bls. 164). Á fyrri lögsögumannsárum Snorra átti hann tvisvar í nokkrum deilum við Magnús allsherjargoða á Þingvöllum, frænda og skjólstæðing Sæmundar í Odda. Sæmundur veitti Magnúsi lið, og varð Snorri undir í fyrri atrennunni, en í hinni síðari sigraði hann með slægvizku. Afstaða Snorra í síðara málinu og það, að hann lét það til sín taka, hefir verið skilið svo, að hann vildi sýna Sæmundi vini sínum, að óþarfi væri að ybbast við sig og að hann ætti nú í fullu tré við hvern mann. En nú er komin dýpri skýring. „í þessu óverulega máli, sem persónulega snerti hann ekki á neinn hátt, virðist hann hafa fengið útrás bældrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.